Facebook hefur birt upplýsingar um laun og bónusgreiðslur eftir lykilstörfum í starfsemi fyrirtækisins, fyrir utan helstu stjórnendur, og raða forritarar og verkfræðingar sér í verðmætustu störfin. Þó stjórnendur fyrirtækisins séu margir hverjir með svimandi há laun, þá eru það oft starfsmennirnir á „plani“ sem mestu skipta í daglegum rekstri og þróun.
Hjá Facebook er mikið lagt upp úr teymisvinnu og eru hugbúnaðarverkfræðingar meðal annars að störfum í teymum sem hafa misjafna ábyrgð og hlutverk innan fyrirtækisins, og skýrist launamunur þeirra meðal annars af því. (Í töflunni hér að neðan er ábyrgðarmunur skilgreindur með rómverskum tölum frá I til III)
Auk hefðbundinna launa þá eru margir starfsmanna Facebook, einkum þeir sem lengstan starfsaldur hafa, í eigendahópi fyrirtækisins. Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, er með helstu þræði í hendi sér í þessu ört vaxandi fyrirtæki, sem hefur verið að styrkja rekstrargrundvöll sinn mikið að undanförnu, en það varð 10 ára í febrúar í fyrra. Uppgangur þess hefur verið með ólíkindum og eru fá fyrirtæki í sögu tækniiðnaðar sem hafa breytt samfélaginu með jafn áhrifamiklum hætti og Facebook.
Virkir mánaðarlegir notendur Facebook eru 1,23 milljarðar manna um allan heim, þar af er ríflega milljarður sem notar Facebook reglulega í gegnum snjallsíma. Meira en helmingur auglýsingatekna Facebook kemur í gegnum auglýsingar fyrir snjallsíma.
Hér að neðan má sjá upplýsingar um árleg laun ólíkra starfsmanna hjá Facebook, sem ekki teljast til helstu stjórnenda, en eru þó í lykilstörfum í fyrirtækinu. Samkvæmt umfjöllun Quartz, er algengt að Facebook ráði til sín starfsfólk sem hefur menntun frá Stanford Háskóla í Kaliforníu, líkt og Apple og Google gera einnig.
- Rekstrarlegur stjórnandi: $380,861 - 49,5 milljónir króna.
2. Hugbúnaðarverkfræðingur I: $259,349 - 33,7 milljónir króna.
-
Yfirmaður hugbúnaðar: $211,647 - 27,5 milljónir króna.
-
Hugbúnaðarverkfræðingur II: $209,988 - 27,3 milljónir króna.
-
Vörustjóri: $194,907 - 25,3 milljónir króna.
-
Gagna sérfræðingur: $185,743 - 24,1 milljón króna.
-
Hugbúnaðarverkfræðingur III: $183,397 - 23,8 milljónir króna.
-
Tæknisérfræðingur: $175,589 - 22,8 milljónir króna.
-
Rannsóknar sérfræðingur: $172,705 - 22,4 milljónir króna
-
Hugbúnaðarverkfræðingur: $171,076 - 22,3 milljónir króna.