Starfsmenn „á plani“ lykilfólk hjá Facebook

000-Del6359175.jpg
Auglýsing

Face­book hefur birt upp­lýs­ingar um laun og bón­us­greiðslur eftir lyk­il­störfum í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, fyrir utan helstu stjórn­end­ur, og raða for­rit­arar og verk­fræð­ingar sér í verð­mæt­ustu störf­in. Þó stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins séu margir hverjir með svim­andi há laun, þá eru það oft starfs­menn­irnir á „plani“ sem mestu skipta í dag­legum rekstri og þró­un.

Hjá Face­book er mikið lagt upp úr teym­is­vinnu og eru hug­bún­að­ar­verk­fræð­ingar meðal ann­ars að störfum í teymum sem hafa mis­jafna ábyrgð og hlut­verk innan fyr­ir­tæk­is­ins, og skýrist launa­munur þeirra meðal ann­ars af því. (Í töfl­unni hér að neðan er ábyrgð­ar­munur skil­greindur með róm­verskum tölum frá I til III)

Auk hefð­bund­inna launa þá eru margir starfs­manna Face­book, einkum þeir sem lengstan starfs­aldur hafa, í eig­enda­hópi fyr­ir­tæk­is­ins.  Mark Zucker­berg, for­stjóri og stofn­andi Face­book, er með helstu þræði í hendi sér í þessu ört vax­andi fyr­ir­tæki, sem hefur verið að styrkja rekstr­ar­grund­völl sinn mikið að und­an­förnu, en það varð 10 ára í febr­úar í fyrra. Upp­gangur þess hefur verið með ólík­indum og eru fá fyr­ir­tæki í sögu tækni­iðn­aðar sem hafa breytt sam­fé­lag­inu með jafn áhrifa­miklum hætti og Face­book.

Auglýsing

Virkir mán­að­ar­legir not­endur Face­book eru 1,23 millj­arðar manna um allan heim, þar af er ríf­lega millj­arður sem notar Face­book reglu­lega í gegnum snjall­síma. Meira en helm­ingur aug­lýs­inga­tekna Face­book kemur í gegnum aug­lýs­ingar fyrir snjall­síma.

Hér að neðan má sjá upp­lýs­ingar um árleg laun ólíkra starfs­manna hjá Face­book, sem ekki telj­ast til helstu stjórn­enda, en eru þó í lyk­il­störfum í fyr­ir­tæk­inu. Sam­kvæmt umfjöllun Quartz, er algengt að Face­book ráði til sín starfs­fólk sem hefur menntun frá Stan­ford Háskóla í Kali­forn­íu, líkt og Apple og Google gera einnig.

  1. Rekstr­ar­legur stjórn­andi: $380,861 - 49,5 millj­ónir króna.

2. Hug­bún­að­ar­verk­fræð­ingur I: $259,349 - 33,7 millj­ónir króna.

  1. Yfir­maður hug­bún­að­ar: $211,647 - 27,5 millj­ónir króna.

  2. Hug­bún­að­ar­verk­fræð­ingur II: $209,988 - 27,3 millj­ónir króna.

  3. Vöru­stjóri: $194,907 - 25,3 millj­ónir króna.

  4. Gagna sér­fræð­ing­ur: $185,743 - 24,1 milljón króna.

  5. Hug­bún­að­ar­verk­fræð­ingur III: $183,397 - 23,8 millj­ónir króna.

  6. Tækni­sér­fræð­ing­ur: $175,589 - 22,8 millj­ónir króna.

  7. Rann­sóknar sér­fræð­ing­ur: $172,705 - 22,4 millj­ónir króna

  8. Hug­bún­að­ar­verk­fræð­ing­ur: $171,076 - 22,3 millj­ónir króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None