Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að draga flutning stofnunarinnar til baka

15465072021_38a7190fca_z.jpg
Auglýsing

Starfs­menn Fiski­stofu skora á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra að draga ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu þegar til baka og forða þannig stofn­un­inni og starfs­mönnum hennar frá enn frek­ari skaða en orð­inn er. Þetta kemur fram í áskorun sem starfs­menn­irnir sam­þykktu á fundi sínum í dag.

Þar hvetja þeir Sig­urð Inga Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra til að læra af reynsl­unni og draga ákvörð­un­ina um flutn­ing Fiski­stofu til Akur­eyrar sam­stundis til baka. Þeir krefj­ast þess einnig að starfs­mönnum Fiski­stofu verði þegar í stað gerð form­lega grein fyrir stöðu máls­ins og hvers vænta megi um fram­hald­ið. Langvar­andi óvissa hafi þegar gert það að verkum að fjöldi starfs­manna hafi hrak­ist úr störfum sínum og ekki hafi verið hægt að ráða í lausar stöð­ur, komið sé að þol­mörkum þess að stofn­unin geti sinnt lög­bundnum verk­efnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið við­var­andi und­an­farin miss­eri og þegar hafi orðið mikið þekk­ing­ar­rof hjá stofn­un­inni og fyr­ir­sjá­an­legt sé að það muni aukast ef fram fer sem horf­ir.

Áskor­un­ina í heild sinni má lesa hér að neð­an.

Auglýsing

Áskorun starfs­manna Fiski­stofu til alþing­is­manna og ráð­herra



"Um­boðs­maður Alþingis hefur birt álit sitt í til­efni kvört­unar starfs­manna Fiski­stofu vegna ákvörð­unar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um flutn­ing Fiski­stofu. Í áliti umboðs­manns kemur fram, að mati starfs­manna Fiski­stofu, þungur áfell­is­dómur yfir stjórn­sýslu ráð­herra. Í álit­inu segir umboðs­maður meðal ann­ars:



  • „…að yfir­lýs­ingar og bréf ráð­herra sem beint var til starfs­manna Fiski­stofu og þar með hvernig staðið var að upp­lýs­inga­gjöf um þetta mál gagn­vart þeim af hálfu ráð­herra, þ. á m. um hvaða ákvörðun hafi verið tekin í raun um flutn­ing­inn, hafi ekki verið í sam­ræmi við vand­aða stjórn­sýslu­hætt­i…“


  • „…að það hafi ekki sam­rýmst skyldum ráð­herra … að láta hjá líða að fá um það ráð­gjöf innan ráðu­neyt­is­ins eða með öðrum hætti hvort gild­andi laga­heim­ildir stæðu til þess að ráð­herra gæti tekið ákvörðun um flutn­ing höf­uð­stöðva Fiski­stofu frá Hafn­ar­firði til Akur­eyrar áður en hann kynnti starfs­mönnum Fiski­stofu mál­ið. Ég tel jafn­framt til­efni til þess að vekja athygli for­sæt­is­ráð­herra almennt á því að miðað við þau mál sem ég hef tekið til athug­unar að und­an­förnu virð­ist vera þörf á að huga betur að fram­kvæmd þess­arar laga­reglu innan Stjórn­ar­ráðs Íslands.“ [20. gr. laga nr. 115/2011].


  • Umboðs­maður „mælist til þess, meðan beðið er afstöðu Alþingis til máls­ins, að ráð­herra geri starfs­mönnum Fiski­stofu form­lega grein fyrir stöðu þess nú og hvers þeir megi vænta um fram­hald­ið. Jafn­framt mælist ég til þess að fram­vegis verði betur hugað að þeim sjón­ar­miðum sem rakin eru í álit­inu um und­ir­bún­ing mála og skyldu ráð­herra til að leita ráð­gjaf­ar.“




Alþing­is­menn – standið vörð um stjórn­skipun Íslands

Fyrir Alþingi liggur nú frum­varp um breyt­ingar á lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands, þar sem fram kemur í 1. gr. að ráð­herra kveði á um aðsetur stofn­unar sem undir hann heyr­ir, nema á annan veg sé mælt í lög­um. Með þess­ari breyt­ingu, ef að lögum verð­ur, fær ráð­herra tak­marka­lausa vald­heim­ild til að flytja rík­is­stofn­anir sem undir hann heyra, að eigin geð­þótta. Án nokk­urra efn­is­reglna í laga­grein­inni er fram­an­greind heim­ild í and­stöðu við stjórn­skipun Íslands (sjá, m.a. til hlið­sjónar Hrd. 1996 bls. 2956 og Hrd. 312/1998).

Í ljósi bit­urrar reynslu Fiski­stofu og starfs­manna hennar síð­ast­liðin miss­eri getur slík tak­marka­laus vald­heim­ild ráð­herra valdið stofn­unum og starfs­mönnum þeirra óbæt­an­legum skaða. Í ljósi þessa skora starfs­menn Fiski­stofu á alla alþing­is­menn að standa vörð um stjórn­skipun Íslands og hafna því valda­fram­sali sem felst í 1. gr. frum­varps­ins.

Ráð­herra – lærðu af reynsl­unni!

Dragðu ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu taf­ar­laust til baka



  • Starfs­mönnum Fiski­stofu verði þegar í stað gerð form­lega grein fyrir stöðu máls­ins og hvers vænta megi um fram­hald­ið.


  • Vegna langvar­andi óvissu hefur fjöldi starfs­manna nú þegar hrak­ist úr störfum sínum og ekki hefur verið hægt að ráða í þær stöð­ur.


  • Komið er að þol­mörkum þess að stofn­unin geti sinnt lög­bundnum verk­efnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið við­var­andi und­an­farin miss­eri.


  • Nú þegar hefur orðið mikið þekk­ing­ar­rof hjá stofn­un­inni og fyr­ir­sjá­an­legt er að það muni aukast ef fram fer sem horf­ir.




Starfs­menn Fiski­stofu skora á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra að draga ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu þegar til baka og forða þannig stofn­un­inni og starfs­mönnum hennar frá enn frek­ari skaða en orð­inn er.

Sam­þykkt á almennum fundi starfs­manna Fiski­stofu 29. apríl 2015."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None