Skoski þjóðarflokkurinn fengi öll sæti Skotlands í breska þinginu

9954063573_8c787b221a_z.jpg
Auglýsing

Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn SNP fær öll 59 sæti Skotlands í breska þing­inu ef marka má nýj­ustu skoð­ana­kann­anir nú þegar aðeins rúm vika er til kosn­inga. Könn­un­in, sem skoska sjón­varps­stöðin STV lét gera, er sú síð­asta sem gerð verður fyrir sjón­varps­stöð­ina fyrir kosn­ing­ar.

Sam­kvæmt könn­un­inni styðja 54 pró­sent kjós­enda SNP, og stuðn­ingur við Verka­manna­flokk­inn hefur minnkað niður í 20 pró­sent. Skotland hefur lengi verið vígi Verka­manna­flokks­ins, en svo er aldeilis ekki leng­ur. Miðað við þessa könnun bætir Íhalds­flokk­ur­inn við sig fimm pró­sent­um, en aukn­ing flokks­ins eru líka tíð­indi  þar sem hann hefur löngum verið mjög óvin­sæll í Skotlandi. Frjáls­lyndir demókratar bæta við sig einu pró­senti og fá fimm pró­senta stuðn­ing og græn­ingjar tapa tveimur pró­sentum og fá tvö pró­sent. UKIP, breski sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, fær eitt pró­sent.

Sam­kvæmt könn­un­inni munu um 80 pró­sent kjós­enda í Skotlandi mæta á kjör­stað, það er sextán pró­sentum meira en í síð­ustu þing­kosn­ingum árið 2010, en fimm pró­sentum minna en kjör­sóknin var í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði Skota síð­ast­liðið haust.

Auglýsing

„Þessar kann­anir eru frá­bærar og ynd­is­legt les­efni fyrir SNP en þær eru samt bara kann­an­ir. Það eru atkvæði og kjör­kassar sem telja og ég og SNP munum halda áfram að taka engu sem sjálf­sögðum hlut og berj­ast fyrir hverju atkvæð­i,“ segir Nicola Stur­geon leið­togi flokks­ins. „Okkar skila­boð eru ein­föld - ef Skotland vill að rödd þess heyr­ist hærra í West­min­ster en nokkru sinni fyrr, og að sú rödd verði notuð til fram­sæk­inna stjórn­mála eins og að binda endi á nið­ur­skurð, þá því fleiri sæti sem SNP vinnur því hærra mun heyr­ast í þeirri rödd.“

Jim Murp­hy, leið­togi Verka­manna­flokks­ins í Skotlandi, segir við STV og Sky að könn­unin sé aug­ljós­lega slæm fyrir flokk­inn. Hún væri mjög góð fyrir SNP en enn betri fyrir David Cameron og Íhalds­flokk­inn. „Da­vid Cameron getur ekki sigrað Verka­manna­flokk­inn í Skotlandi, svo ein­hver annar verður að gera það fyrir hann. Ef þessi könnun gengur eftir mun David Cameron opna kampa­vínið vegna þess að hann nær að halda völd­um. Líkur eru á því að hann haldi áfram að vera for­sæt­is­ráð­herra, ekki af því að Skotland fór á kjör­stað og kaus íhalds­menn, heldur af því að Skotland kaus gegn Verka­manna­flokknum fyrir SNP og minnk­aði líkur Verka­manna­flokks­ins á því að mynda rík­is­stjórn.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None