Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að draga flutning stofnunarinnar til baka

15465072021_38a7190fca_z.jpg
Auglýsing

Starfs­menn Fiski­stofu skora á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra að draga ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu þegar til baka og forða þannig stofn­un­inni og starfs­mönnum hennar frá enn frek­ari skaða en orð­inn er. Þetta kemur fram í áskorun sem starfs­menn­irnir sam­þykktu á fundi sínum í dag.

Þar hvetja þeir Sig­urð Inga Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra til að læra af reynsl­unni og draga ákvörð­un­ina um flutn­ing Fiski­stofu til Akur­eyrar sam­stundis til baka. Þeir krefj­ast þess einnig að starfs­mönnum Fiski­stofu verði þegar í stað gerð form­lega grein fyrir stöðu máls­ins og hvers vænta megi um fram­hald­ið. Langvar­andi óvissa hafi þegar gert það að verkum að fjöldi starfs­manna hafi hrak­ist úr störfum sínum og ekki hafi verið hægt að ráða í lausar stöð­ur, komið sé að þol­mörkum þess að stofn­unin geti sinnt lög­bundnum verk­efnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið við­var­andi und­an­farin miss­eri og þegar hafi orðið mikið þekk­ing­ar­rof hjá stofn­un­inni og fyr­ir­sjá­an­legt sé að það muni aukast ef fram fer sem horf­ir.

Áskor­un­ina í heild sinni má lesa hér að neð­an.

Auglýsing

Áskorun starfs­manna Fiski­stofu til alþing­is­manna og ráð­herra"Um­boðs­maður Alþingis hefur birt álit sitt í til­efni kvört­unar starfs­manna Fiski­stofu vegna ákvörð­unar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um flutn­ing Fiski­stofu. Í áliti umboðs­manns kemur fram, að mati starfs­manna Fiski­stofu, þungur áfell­is­dómur yfir stjórn­sýslu ráð­herra. Í álit­inu segir umboðs­maður meðal ann­ars:  • „…að yfir­lýs­ingar og bréf ráð­herra sem beint var til starfs­manna Fiski­stofu og þar með hvernig staðið var að upp­lýs­inga­gjöf um þetta mál gagn­vart þeim af hálfu ráð­herra, þ. á m. um hvaða ákvörðun hafi verið tekin í raun um flutn­ing­inn, hafi ekki verið í sam­ræmi við vand­aða stjórn­sýslu­hætt­i…“


  • „…að það hafi ekki sam­rýmst skyldum ráð­herra … að láta hjá líða að fá um það ráð­gjöf innan ráðu­neyt­is­ins eða með öðrum hætti hvort gild­andi laga­heim­ildir stæðu til þess að ráð­herra gæti tekið ákvörðun um flutn­ing höf­uð­stöðva Fiski­stofu frá Hafn­ar­firði til Akur­eyrar áður en hann kynnti starfs­mönnum Fiski­stofu mál­ið. Ég tel jafn­framt til­efni til þess að vekja athygli for­sæt­is­ráð­herra almennt á því að miðað við þau mál sem ég hef tekið til athug­unar að und­an­förnu virð­ist vera þörf á að huga betur að fram­kvæmd þess­arar laga­reglu innan Stjórn­ar­ráðs Íslands.“ [20. gr. laga nr. 115/2011].


  • Umboðs­maður „mælist til þess, meðan beðið er afstöðu Alþingis til máls­ins, að ráð­herra geri starfs­mönnum Fiski­stofu form­lega grein fyrir stöðu þess nú og hvers þeir megi vænta um fram­hald­ið. Jafn­framt mælist ég til þess að fram­vegis verði betur hugað að þeim sjón­ar­miðum sem rakin eru í álit­inu um und­ir­bún­ing mála og skyldu ráð­herra til að leita ráð­gjaf­ar.“
Alþing­is­menn – standið vörð um stjórn­skipun Íslands

Fyrir Alþingi liggur nú frum­varp um breyt­ingar á lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands, þar sem fram kemur í 1. gr. að ráð­herra kveði á um aðsetur stofn­unar sem undir hann heyr­ir, nema á annan veg sé mælt í lög­um. Með þess­ari breyt­ingu, ef að lögum verð­ur, fær ráð­herra tak­marka­lausa vald­heim­ild til að flytja rík­is­stofn­anir sem undir hann heyra, að eigin geð­þótta. Án nokk­urra efn­is­reglna í laga­grein­inni er fram­an­greind heim­ild í and­stöðu við stjórn­skipun Íslands (sjá, m.a. til hlið­sjónar Hrd. 1996 bls. 2956 og Hrd. 312/1998).

Í ljósi bit­urrar reynslu Fiski­stofu og starfs­manna hennar síð­ast­liðin miss­eri getur slík tak­marka­laus vald­heim­ild ráð­herra valdið stofn­unum og starfs­mönnum þeirra óbæt­an­legum skaða. Í ljósi þessa skora starfs­menn Fiski­stofu á alla alþing­is­menn að standa vörð um stjórn­skipun Íslands og hafna því valda­fram­sali sem felst í 1. gr. frum­varps­ins.

Ráð­herra – lærðu af reynsl­unni!

Dragðu ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu taf­ar­laust til baka  • Starfs­mönnum Fiski­stofu verði þegar í stað gerð form­lega grein fyrir stöðu máls­ins og hvers vænta megi um fram­hald­ið.


  • Vegna langvar­andi óvissu hefur fjöldi starfs­manna nú þegar hrak­ist úr störfum sínum og ekki hefur verið hægt að ráða í þær stöð­ur.


  • Komið er að þol­mörkum þess að stofn­unin geti sinnt lög­bundnum verk­efnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið við­var­andi und­an­farin miss­eri.


  • Nú þegar hefur orðið mikið þekk­ing­ar­rof hjá stofn­un­inni og fyr­ir­sjá­an­legt er að það muni aukast ef fram fer sem horf­ir.
Starfs­menn Fiski­stofu skora á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra að draga ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu þegar til baka og forða þannig stofn­un­inni og starfs­mönnum hennar frá enn frek­ari skaða en orð­inn er.

Sam­þykkt á almennum fundi starfs­manna Fiski­stofu 29. apríl 2015."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None