Starfsmenn Fiskistofu skora á ráðherra að draga flutning stofnunarinnar til baka

15465072021_38a7190fca_z.jpg
Auglýsing

Starfs­menn Fiski­stofu skora á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra að draga ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu þegar til baka og forða þannig stofn­un­inni og starfs­mönnum hennar frá enn frek­ari skaða en orð­inn er. Þetta kemur fram í áskorun sem starfs­menn­irnir sam­þykktu á fundi sínum í dag.

Þar hvetja þeir Sig­urð Inga Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra til að læra af reynsl­unni og draga ákvörð­un­ina um flutn­ing Fiski­stofu til Akur­eyrar sam­stundis til baka. Þeir krefj­ast þess einnig að starfs­mönnum Fiski­stofu verði þegar í stað gerð form­lega grein fyrir stöðu máls­ins og hvers vænta megi um fram­hald­ið. Langvar­andi óvissa hafi þegar gert það að verkum að fjöldi starfs­manna hafi hrak­ist úr störfum sínum og ekki hafi verið hægt að ráða í lausar stöð­ur, komið sé að þol­mörkum þess að stofn­unin geti sinnt lög­bundnum verk­efnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið við­var­andi und­an­farin miss­eri og þegar hafi orðið mikið þekk­ing­ar­rof hjá stofn­un­inni og fyr­ir­sjá­an­legt sé að það muni aukast ef fram fer sem horf­ir.

Áskor­un­ina í heild sinni má lesa hér að neð­an.

Auglýsing

Áskorun starfs­manna Fiski­stofu til alþing­is­manna og ráð­herra"Um­boðs­maður Alþingis hefur birt álit sitt í til­efni kvört­unar starfs­manna Fiski­stofu vegna ákvörð­unar sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um flutn­ing Fiski­stofu. Í áliti umboðs­manns kemur fram, að mati starfs­manna Fiski­stofu, þungur áfell­is­dómur yfir stjórn­sýslu ráð­herra. Í álit­inu segir umboðs­maður meðal ann­ars:  • „…að yfir­lýs­ingar og bréf ráð­herra sem beint var til starfs­manna Fiski­stofu og þar með hvernig staðið var að upp­lýs­inga­gjöf um þetta mál gagn­vart þeim af hálfu ráð­herra, þ. á m. um hvaða ákvörðun hafi verið tekin í raun um flutn­ing­inn, hafi ekki verið í sam­ræmi við vand­aða stjórn­sýslu­hætt­i…“


  • „…að það hafi ekki sam­rýmst skyldum ráð­herra … að láta hjá líða að fá um það ráð­gjöf innan ráðu­neyt­is­ins eða með öðrum hætti hvort gild­andi laga­heim­ildir stæðu til þess að ráð­herra gæti tekið ákvörðun um flutn­ing höf­uð­stöðva Fiski­stofu frá Hafn­ar­firði til Akur­eyrar áður en hann kynnti starfs­mönnum Fiski­stofu mál­ið. Ég tel jafn­framt til­efni til þess að vekja athygli for­sæt­is­ráð­herra almennt á því að miðað við þau mál sem ég hef tekið til athug­unar að und­an­förnu virð­ist vera þörf á að huga betur að fram­kvæmd þess­arar laga­reglu innan Stjórn­ar­ráðs Íslands.“ [20. gr. laga nr. 115/2011].


  • Umboðs­maður „mælist til þess, meðan beðið er afstöðu Alþingis til máls­ins, að ráð­herra geri starfs­mönnum Fiski­stofu form­lega grein fyrir stöðu þess nú og hvers þeir megi vænta um fram­hald­ið. Jafn­framt mælist ég til þess að fram­vegis verði betur hugað að þeim sjón­ar­miðum sem rakin eru í álit­inu um und­ir­bún­ing mála og skyldu ráð­herra til að leita ráð­gjaf­ar.“
Alþing­is­menn – standið vörð um stjórn­skipun Íslands

Fyrir Alþingi liggur nú frum­varp um breyt­ingar á lögum um Stjórn­ar­ráð Íslands, þar sem fram kemur í 1. gr. að ráð­herra kveði á um aðsetur stofn­unar sem undir hann heyr­ir, nema á annan veg sé mælt í lög­um. Með þess­ari breyt­ingu, ef að lögum verð­ur, fær ráð­herra tak­marka­lausa vald­heim­ild til að flytja rík­is­stofn­anir sem undir hann heyra, að eigin geð­þótta. Án nokk­urra efn­is­reglna í laga­grein­inni er fram­an­greind heim­ild í and­stöðu við stjórn­skipun Íslands (sjá, m.a. til hlið­sjónar Hrd. 1996 bls. 2956 og Hrd. 312/1998).

Í ljósi bit­urrar reynslu Fiski­stofu og starfs­manna hennar síð­ast­liðin miss­eri getur slík tak­marka­laus vald­heim­ild ráð­herra valdið stofn­unum og starfs­mönnum þeirra óbæt­an­legum skaða. Í ljósi þessa skora starfs­menn Fiski­stofu á alla alþing­is­menn að standa vörð um stjórn­skipun Íslands og hafna því valda­fram­sali sem felst í 1. gr. frum­varps­ins.

Ráð­herra – lærðu af reynsl­unni!

Dragðu ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu taf­ar­laust til baka  • Starfs­mönnum Fiski­stofu verði þegar í stað gerð form­lega grein fyrir stöðu máls­ins og hvers vænta megi um fram­hald­ið.


  • Vegna langvar­andi óvissu hefur fjöldi starfs­manna nú þegar hrak­ist úr störfum sínum og ekki hefur verið hægt að ráða í þær stöð­ur.


  • Komið er að þol­mörkum þess að stofn­unin geti sinnt lög­bundnum verk­efnum sínum vegna þess ástands sem hefur verið við­var­andi und­an­farin miss­eri.


  • Nú þegar hefur orðið mikið þekk­ing­ar­rof hjá stofn­un­inni og fyr­ir­sjá­an­legt er að það muni aukast ef fram fer sem horf­ir.
Starfs­menn Fiski­stofu skora á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra að draga ákvörðun um flutn­ing Fiski­stofu þegar til baka og forða þannig stofn­un­inni og starfs­mönnum hennar frá enn frek­ari skaða en orð­inn er.

Sam­þykkt á almennum fundi starfs­manna Fiski­stofu 29. apríl 2015."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None