Starfsmenn voru að meðaltali 4,5 sekúndur að slá inn kennitöluna í mötuneytinu

Sérfræðingar borgarinnar fylgdust með starfsmönnum stjórnsýslunnar í borginni skammta sér á diska og komust að þeirri niðurstöðu að tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um stafræna umbreytingu í mötuneytum svaraði vart kostnaði.

Það er ekki talið svara kostnaði að fara í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum borgarstarfsmanna.
Það er ekki talið svara kostnaði að fara í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum borgarstarfsmanna.
Auglýsing

Staf­rænt ráð Reykja­vík­ur­borgar hafn­aði á fundi sínum í síð­ustu viku til­lögu borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks um að ráð­ist yrði í „sta­f­ræna umbreyt­ingu“ við skrán­ingu á mál­tíðum starfs­manna Reykja­vík­ur­borgar í ráð­hús­inu og á Höfða­torgi, en til­lagan var lögð fram í borg­ar­ráði í sept­em­ber.

Ráð­ist var í úttekt á vegum þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­svið vegna til­lög­unnar og var það mat sviðs­ins að það svar­aði tæp­lega kostn­aði að ráð­ast í þetta verk­efni, auk þess sem að helsti flösku­háls­inn sem mynd­að­ist í mötu­neyt­unum væri ekki vegna skrán­ingar mál­tíða heldur þess tíma sem það tæki starfs­menn borg­ar­innar að raða mat­vælum á diska sína.

Í til­lögu sjálf­stæð­is­manna var vakin athygli á því að í mötu­neyt­unum væri „bún­að­ur, sem ætlað er að lesa af aðgangskortum starfs­fólks, og skrá þannig mál­tíðir þeirra með staf­rænum hætt­i“, en umræddur bún­aður hefði ekki virkað í mörg ár.

„[Þ]­arf starfs­fólk því að slá kenni­tölur sínar inn í tölv­una með hand­virkum hætti í hvert sinn, sem það fær sér mál­tíð, eða skrifa jafn­vel þessar upp­lýs­ingar á papp­ír, sem liggur frammi í mötu­neyt­unum í þessu skyni. Mark­mið til­lög­unnar er að flýta fyrir afgreiðslu í mötu­neyt­unum þar sem núver­andi fyr­ir­komu­lag leiðir til tafa og biðr­aða­mynd­un­ar. Úrbætur varð­andi þetta ein­falda atriði myndi einnig eflaust auka trú­verð­ug­leika Reykja­vík­ur­borgar gagn­vart starfs­fólki sínu og gera það jákvæð­ara varð­andi þá staf­rænu veg­ferð, sem borgin er á,“ sagði í til­lögu full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks, sem vakti nokkra athygli er hún var lögð fram.

Helsti flösku­háls­inn þar sem fólk var að skammta sér

Sem áður segir var ráð­ist í úttekt vegna til­lög­unnar og segir í umsögn þjón­ustu- og nýsköp­una­sviðs borg­ar­innar að full­trúar verk­efna­ráðs hafi farið í vett­vangs­rann­sókn í mötu­neytin tvö í þessu skyni dag­ana 19.-25. sept­em­ber.

Auglýsing

„Tíma­mæl­ingar í mötu­neyti leiddu í ljós að með­al­tími við inn­slátt starfs­fólks á kenni­tölu sinni var 4,5 sek­úndur fyrir hvern starfs­mann. Starfs­maður þarf í kjöl­farið að velja á snert­iskjá þá hluti sem við­kom­andi er að versla sér í mötu­neyt­inu og sam­þykkja greiðslu. Síðan þarf starfs­mað­ur­inn að fylgja röð ann­ars starfs­fólks í sömu erinda­gjörðum og raða mat­vælum á diskinn sinn. Við athugun á ferl­inu kom í ljós að helsti flösku­háls­inn í þessu ferli er röðin sem mynd­ast við mat­ar­í­lát og mat­væli. Sjálfs­af­greiðsla mat­væla getur tekið sinn tíma og í því ferli geta mynd­ast flösku­hálsar þegar starfs­fólk velur á milli fjölda val­kosta, s.s. sal­at, brauð, súpu, græn­ker­a­fæð­is, kjöts eða fisks, með­læt­is, sósu, olíu og ávaxta, m.t.t. holl­ustu, nær­ing­ar­gild­is, lífs­stíls eða jafn­vel líðan við­kom­andi starfs­manns þann dag­inn,“ segir í umsögn þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­sviðs.

Mötu­neytin opna nú fyrr

Þar kemur einnig fram að þegar vett­vangs­rann­sóknin var fram­kvæmd hafi opn­un­ar­tími mötu­neyt­anna verið frá kl. 11:30 til 13 og að í ljós hafi komið að biðraðir mynd­uð­ust helst frá 11:30 til 12 en að á milli 12 og 13 hafi jafnan verið litlar eða engar biðrað­ir.

„Þann 3. októ­ber s.l. var tekin ákvörðun að breyta opn­un­ar­tíma mötu­neyt­anna á þann hátt að þau séu opin kl 11:00 til 13:00. Við þá fram­kvæmd stytt­ust biðraðir og hægt er að draga þá ályktun að það sé vegna þess að álagið dreifð­ist betur yfir lengri opn­un­ar­tíma,“ segir einnig í umsögn­inni.

Kostn­að­ar­samt og flókið

Í umsögn þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­sviðs segir að tölvu­kerfið sem notað sé í mötu­neyt­inu sé „vissu­lega komið til ára sinna“ og að í „full­komnum heimi væri æski­legt að upp­færa það og gera not­enda­upp­lifun­ina af því betri“. Þess er einnig getið að aldur kerf­is­ins sé ein helsta ástæða þess að ekki er lengur unnt að láta kerfið lesa upp­lýs­ingar af starfs­manna­kort­um.

„Teng­ingar mötu­neyt­is­kerf­is­ins við und­ir­liggj­andi kerfi eru flóknar og í kjöl­farið þyrfti að upp­færa fleiri bók­halds­kerfi. Það að upp­færa mötu­neyt­is­kerfið er því ekki aðeins verk­efni sem felur í sér að skipta um eða bæta við einum skanna því það þyrfti alltaf að koma til val hvers starfs­manns á skjá um hvers konar vörur við­kom­andi er að versla. Hjá því væri aðeins hægt að kom­ast ef nýtt sjálfs­af­greiðslu­kerfi yrði keypt eða þró­að. Slíkar fyr­ir­myndir eru til á mark­aði, t.d. „skannað og skund­að“ sem Krónan nýtir sér eða lausn byggð á fyr­ir­myndum frá Amazon,“ segir í umsögn þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­sviðs.

Þar segir einnig ljóst að þegar litið sé til sam­bæri­legra verk­efna að ábati verk­efn­is­ins myndi tæp­lega svara kostn­aði, þar sem verk­efnið hefði „tak­mörkuð áhrif á þjón­ustu við íbúa og starfs­fólk þar sem fjöldi not­enda er aðeins það starfs­fólk Reykja­vík­ur­borgar sem starfar í stjórn­sýslu­hús­unum tveim­ur, Ráð­húsi og Höfða­torg­i“.

„Þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­svið fagnar til­lögu borg­ar­ráðs­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Það er ánægju­legt að sjá að borg­ar­full­trúar séu með­vit­aðir um mik­il­vægi staf­rænna umbreyt­inga á upp­lifun borg­ar­full­trúa og starfs­fólks Reykja­vík­ur­borg­ar. Hins vegar er það mat sér­fræð­inga þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­sviðs að til­lagan sem slík sé lík­leg til að verða kostn­að­ar­söm og flókin og sé ekki lík­leg til að hafa mikil áhrif á þjón­ustu við stóran hóp starfs­fólks,“ sagði í nið­ur­stöðu sviðs­ins.

Til­laga full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins var sem áður segir felld, með fimm atkvæðum full­trúa Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar, Við­reisnar og Sós­í­alista­flokks gegn tveimur atkvæðum full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks á fundi ráðs­ins síð­asta mið­viku­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent