Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn er nú farinn af stað í fjórða sinn og hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrirtækja sem vilja taka þátt í vinnunni í sumar. Markmiðið með Startup Reykjavík er að skapa umgjörð fyrir ung sprotafyrirtæki til að ýta hugmyndum sínum úr vör.
Umsóknarfresturinn er til 6. apríl næstkomandi og þá tekur dómnefnd við umsóknum og metur hvaða verkefni eiga heima í Startup Reykjavík í ár. Hægt er að sækja um hér.
https://www.youtube.com/watch?v=o07yb5ASJqU
Gert er ráð fyrir að opnuð verði vinnusmiðja þegar umsóknaferlinu lýkur, þar sem dómnefndin fær tækifæri til að kynnast verkefnunum betur. Að lokum verða valdar tíu hugmyndir sem fá tveggja milljón króna fjárfestingu hver og njóta ráðgjafar og leiðsagnar í sumar.
Fyrirtækin sem valin verða fá svo aðgang að skrifstofurými í tíu vikur í sumar, frá og með 15. júní til 28. ágúst þegar fjárfestadagurinn svokallaði er haldinn. Þar kynna aðstendur verkefnanna fyrirtækin sín fyrir fjárfestum.
Síðan viðskiptahraðallinn var fyrst haldinn árið 2012 hefur verið fjárfest í 30 sprotafyrirtækjum. Arion Banki hefur alltaf lagt til hlutaféið og gerir það líka í ár, gegn 6 prósent eignarhlut í fyrirtækjunum.
Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna á startupreykjavik.com.