Stefna í uppbyggingu í ferðaþjónustu næstu áratugina kynnt á þriðjudaginn

10054272326-513be8ccc9-z.jpg
Auglýsing

Til stendur að kynna afrakstur stefnu­mót­un­ar­vinna á vegum iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra og Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, sem staðið hefur yfir und­an­farna mán­uði, næst­kom­andi þriðju­dag. Þetta kemur fram í grein sem Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, og Grímur Sæmund­sen, for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, skrifa saman í Frétta­blaðið í dag. Í grein­inni segir einnig að um sé að ræða stefnu sem mörkuð hefur verið um "upp­bygg­ingu og þróun ferða­þjón­ust­unnar á næstu árum og ára­tug­um".

Í grein­inni kemur fram að fundir hafi verið haldnir hring­inn í kringum landið vegna vinn­unar og telja grein­ar­höf­undar að um þús­und manns hafi tekið þátt í stefnu­mót­un­inni með ein­hverjum hætti.

Stjórn­völd hafa verið harð­lega gagn­rýnd á und­an­förnum árum fyrir að bregð­ast ekki við auknum ferða­manna­straumi með styrk­ingu inn­viða. Þar hefur margt verið talið til, meðal ann­ars fjár­fest­ing í upp­bygg­ingu og vernd fjöl­sótt­ustu ferða­manna­staða. Ragn­heiður Elín lagði á síð­asta þingi fram frum­varp um svo­kall­aðan nátt­úrupassa, sem fjár­magna ætti inn­viða­upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu. Frum­varpið hlaut ekki hljóm­grunn, hvorki hjá stjórn­ar­and­stöðu né mörgum stjórn­ar­lið­u­m. 

Auglýsing

Ferða­mönnum sem heim­sækja Ísland hefur fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Í fyrra voru þeir tæplgea ein millj­ón, í ár er búist við að þeir verða 1,3 millj­ónir og á næsta ári 1,5 millj­ón­ir. Skúli Mog­en­sen, for­stjóri WOW air, gangrýndi stjórn­völd harka­lega fyrir seina­gang í fjár­fest­ingu inn­viða og ferða­þjón­ustu í við­tali við Morg­un­blaðið í lið­inni viku. Þar sagði hann sein við­brögð stjórn­valda kosta 100 til 200 millj­arða króna í tap­aðar tekjur fyrir þjóð­ar­bú­ið.

Miklar áskor­anir fylgja vextiÍ grein Ragn­heiðar Elínar og Gríms er til­tekið að aukn­ing í ferða­þjón­ustu hafi haft í för með sér marg­vís­legan ávinn­ing en um leið áskor­anir fyrir íslenskt sam­fé­lag. "Ferða­þjón­ustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnu­grein sem skapar mestar gjald­eyr­is­tekjur og um allt land hefur sprottið upp blóm­leg atvinnu­starf­semi í ferða­þjón­ustu. Það er ekki að ástæðu­lausu að margir segja að upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar marki straum­hvörf í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs á lands­byggð­inni.

En á sama tíma hefur álag á nátt­úr­una auk­ist og upp­bygg­ing á ýmiss konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þró­un. Þar þurfum við að gera betur og breyta verk­lagi. Eitt það mik­il­væg­asta sem við getum gert er að auka sam­hæf­ingu innan stjórn­sýsl­unnar og efla sam­vinnu milli hans opin­bera og grein­ar­innar sjálfr­ar."

Afrakstur stefnu­mót­un­ar­vinnu sem miðar að þess­ari sam­hæf­ingu og sam­vinnu verður kynntur á þriðju­dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None