Stefna í uppbyggingu í ferðaþjónustu næstu áratugina kynnt á þriðjudaginn

10054272326-513be8ccc9-z.jpg
Auglýsing

Til stendur að kynna afrakstur stefnu­mót­un­ar­vinna á vegum iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra og Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, sem staðið hefur yfir und­an­farna mán­uði, næst­kom­andi þriðju­dag. Þetta kemur fram í grein sem Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, og Grímur Sæmund­sen, for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, skrifa saman í Frétta­blaðið í dag. Í grein­inni segir einnig að um sé að ræða stefnu sem mörkuð hefur verið um "upp­bygg­ingu og þróun ferða­þjón­ust­unnar á næstu árum og ára­tug­um".

Í grein­inni kemur fram að fundir hafi verið haldnir hring­inn í kringum landið vegna vinn­unar og telja grein­ar­höf­undar að um þús­und manns hafi tekið þátt í stefnu­mót­un­inni með ein­hverjum hætti.

Stjórn­völd hafa verið harð­lega gagn­rýnd á und­an­förnum árum fyrir að bregð­ast ekki við auknum ferða­manna­straumi með styrk­ingu inn­viða. Þar hefur margt verið talið til, meðal ann­ars fjár­fest­ing í upp­bygg­ingu og vernd fjöl­sótt­ustu ferða­manna­staða. Ragn­heiður Elín lagði á síð­asta þingi fram frum­varp um svo­kall­aðan nátt­úrupassa, sem fjár­magna ætti inn­viða­upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu. Frum­varpið hlaut ekki hljóm­grunn, hvorki hjá stjórn­ar­and­stöðu né mörgum stjórn­ar­lið­u­m. 

Auglýsing

Ferða­mönnum sem heim­sækja Ísland hefur fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Í fyrra voru þeir tæplgea ein millj­ón, í ár er búist við að þeir verða 1,3 millj­ónir og á næsta ári 1,5 millj­ón­ir. Skúli Mog­en­sen, for­stjóri WOW air, gangrýndi stjórn­völd harka­lega fyrir seina­gang í fjár­fest­ingu inn­viða og ferða­þjón­ustu í við­tali við Morg­un­blaðið í lið­inni viku. Þar sagði hann sein við­brögð stjórn­valda kosta 100 til 200 millj­arða króna í tap­aðar tekjur fyrir þjóð­ar­bú­ið.

Miklar áskor­anir fylgja vextiÍ grein Ragn­heiðar Elínar og Gríms er til­tekið að aukn­ing í ferða­þjón­ustu hafi haft í för með sér marg­vís­legan ávinn­ing en um leið áskor­anir fyrir íslenskt sam­fé­lag. "Ferða­þjón­ustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnu­grein sem skapar mestar gjald­eyr­is­tekjur og um allt land hefur sprottið upp blóm­leg atvinnu­starf­semi í ferða­þjón­ustu. Það er ekki að ástæðu­lausu að margir segja að upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar marki straum­hvörf í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs á lands­byggð­inni.

En á sama tíma hefur álag á nátt­úr­una auk­ist og upp­bygg­ing á ýmiss konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þró­un. Þar þurfum við að gera betur og breyta verk­lagi. Eitt það mik­il­væg­asta sem við getum gert er að auka sam­hæf­ingu innan stjórn­sýsl­unnar og efla sam­vinnu milli hans opin­bera og grein­ar­innar sjálfr­ar."

Afrakstur stefnu­mót­un­ar­vinnu sem miðar að þess­ari sam­hæf­ingu og sam­vinnu verður kynntur á þriðju­dag.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None