Stefna í uppbyggingu í ferðaþjónustu næstu áratugina kynnt á þriðjudaginn

10054272326-513be8ccc9-z.jpg
Auglýsing

Til stendur að kynna afrakstur stefnu­mót­un­ar­vinna á vegum iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra og Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, sem staðið hefur yfir und­an­farna mán­uði, næst­kom­andi þriðju­dag. Þetta kemur fram í grein sem Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, og Grímur Sæmund­sen, for­maður Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, skrifa saman í Frétta­blaðið í dag. Í grein­inni segir einnig að um sé að ræða stefnu sem mörkuð hefur verið um "upp­bygg­ingu og þróun ferða­þjón­ust­unnar á næstu árum og ára­tug­um".

Í grein­inni kemur fram að fundir hafi verið haldnir hring­inn í kringum landið vegna vinn­unar og telja grein­ar­höf­undar að um þús­und manns hafi tekið þátt í stefnu­mót­un­inni með ein­hverjum hætti.

Stjórn­völd hafa verið harð­lega gagn­rýnd á und­an­förnum árum fyrir að bregð­ast ekki við auknum ferða­manna­straumi með styrk­ingu inn­viða. Þar hefur margt verið talið til, meðal ann­ars fjár­fest­ing í upp­bygg­ingu og vernd fjöl­sótt­ustu ferða­manna­staða. Ragn­heiður Elín lagði á síð­asta þingi fram frum­varp um svo­kall­aðan nátt­úrupassa, sem fjár­magna ætti inn­viða­upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu. Frum­varpið hlaut ekki hljóm­grunn, hvorki hjá stjórn­ar­and­stöðu né mörgum stjórn­ar­lið­u­m. 

Auglýsing

Ferða­mönnum sem heim­sækja Ísland hefur fjölgað gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Í fyrra voru þeir tæplgea ein millj­ón, í ár er búist við að þeir verða 1,3 millj­ónir og á næsta ári 1,5 millj­ón­ir. Skúli Mog­en­sen, for­stjóri WOW air, gangrýndi stjórn­völd harka­lega fyrir seina­gang í fjár­fest­ingu inn­viða og ferða­þjón­ustu í við­tali við Morg­un­blaðið í lið­inni viku. Þar sagði hann sein við­brögð stjórn­valda kosta 100 til 200 millj­arða króna í tap­aðar tekjur fyrir þjóð­ar­bú­ið.

Miklar áskor­anir fylgja vextiÍ grein Ragn­heiðar Elínar og Gríms er til­tekið að aukn­ing í ferða­þjón­ustu hafi haft í för með sér marg­vís­legan ávinn­ing en um leið áskor­anir fyrir íslenskt sam­fé­lag. "Ferða­þjón­ustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnu­grein sem skapar mestar gjald­eyr­is­tekjur og um allt land hefur sprottið upp blóm­leg atvinnu­starf­semi í ferða­þjón­ustu. Það er ekki að ástæðu­lausu að margir segja að upp­gangur ferða­þjón­ust­unnar marki straum­hvörf í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs á lands­byggð­inni.

En á sama tíma hefur álag á nátt­úr­una auk­ist og upp­bygg­ing á ýmiss konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þró­un. Þar þurfum við að gera betur og breyta verk­lagi. Eitt það mik­il­væg­asta sem við getum gert er að auka sam­hæf­ingu innan stjórn­sýsl­unnar og efla sam­vinnu milli hans opin­bera og grein­ar­innar sjálfr­ar."

Afrakstur stefnu­mót­un­ar­vinnu sem miðar að þess­ari sam­hæf­ingu og sam­vinnu verður kynntur á þriðju­dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None