Stikla úr heimildarmyndinni "Jóhanna - Síðasta orrustan", sem segir stjórnmálasögu Jöhönnu Sigurðardóttur, er komin á netið. Samkvæmt frétt á Klapptré um myndina segir að í henni sé fylgst náið með störfum Jóhönnu síðustu mánuði hennar í embætti forsætisráðherra og því sem gerðist bakvið tjöldin í Stjórnarráðinu. Leiksstjóri myndarinnar er Björn B. Björnsson sem skrifar auk þess handritið með Elísabetu Ronaldsdóttur. Elísabet klippti auk þess myndina. Hún verður frumsýnd í Bío Paradís 15. október næstkomandi.
https://www.youtube.com/watch?v=9nh67xjjdxU
Jóhanna lét af stjórnmálastörfum að loknu síðasta kjörtímabili, sumarið 2013. Hún hafði þá verið forsætisráðherra í fjögur ár, fyrst íslenskra kvenna. Hún var auk þess fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn í heiminum til að gegna svo háu embætti innan stjórnmálanna.