Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

rsz_h_52184660.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur saman tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag. Eins og und­an­farið eru fréttir um flótta­manna­krís­una áber­andi.  1. Mið­borg Pek­ing er lokuð til þess að hægt sé að halda risa­vaxna her­skrúð­göngu til að minn­ast þess að 70 ár eru liðin frá því að Jap­anir gáfust upp í seinni heim­styrj­öld­inni. Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, hefur einnig til­kynnt að kín­verski her­inn verði minnk­að­ur.


  2. For­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands, Viktor Orban, mun hitta leið­toga Evr­ópu­sam­bands­ríkja í Brus­sel í dag til að ræða flótta­manna­krís­una, en þús­undir flótta­manna eru enn stranda­glópar fyrir utan stærstu járn­brauta­stöð­ina í Búda­pest.


  3. Banda­ríkin fylgj­ast nú með fimm kín­verskum her­skipum sem eru undan ströndum Ala­ska, en það er í fyrsta sinn sem kín­verski sjó­her­inn hefur verið með skip á þessum slóð­um.


  4. Barack Obama Banda­ríkja­for­seti hefur tryggt sér nægan stuðn­ing innan öld­unga­deildar þings­ins fyrir sam­komu­lag­inu við Íran.


  5. Deutsche Bank varar við því að óvissa á mörk­uð­um, sem hefur verið mikil und­an­farna daga,  muni halda áfram á næst­unni.


  6. Flug­menn Luft­hansa gætu verið á leið í verk­fall enn á ný vegna langvar­andi vinnu­deilna.


  7. Nærri 150 millj­ónir starfs­manna í Ind­landi fóru í verk­fall í gær til að mót­mæla áformum Nar­endru Modi for­sæt­is­ráð­herra um að breyta vinnu­lögum í land­inu og gera atvinnu­rek­endum auð­veld­ara að ráða og reka starfs­fólk.


  8. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn segir að hæg­ari efna­hags­vöxtur í Kína hafi stærri áhrif á hag­kerfi heims­ins en búist var við.


  9. Skýrsla Sam­ein­uðu þjóð­anna segir að stríð í heim­inum hamli skóla­göngu þrettán millj­óna barna í Mið­aust­ur­löndum og Norð­ur­-Afr­íku.


  10. Elon Musk, for­stjóri Tesla, hefur greint frá því að fyr­ir­tækið muni hefja fram­leiðslu á ódýr­ari teg­und raf­magns­bíla eftir tvö ár, og hægt verði að forp­anta slíka bíla í mars á næsta ári.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None