Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

rsz_h_52184660.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur saman tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag. Eins og und­an­farið eru fréttir um flótta­manna­krís­una áber­andi.  1. Mið­borg Pek­ing er lokuð til þess að hægt sé að halda risa­vaxna her­skrúð­göngu til að minn­ast þess að 70 ár eru liðin frá því að Jap­anir gáfust upp í seinni heim­styrj­öld­inni. Xi Jin­p­ing, for­seti Kína, hefur einnig til­kynnt að kín­verski her­inn verði minnk­að­ur.


  2. For­sæt­is­ráð­herra Ung­verja­lands, Viktor Orban, mun hitta leið­toga Evr­ópu­sam­bands­ríkja í Brus­sel í dag til að ræða flótta­manna­krís­una, en þús­undir flótta­manna eru enn stranda­glópar fyrir utan stærstu járn­brauta­stöð­ina í Búda­pest.


  3. Banda­ríkin fylgj­ast nú með fimm kín­verskum her­skipum sem eru undan ströndum Ala­ska, en það er í fyrsta sinn sem kín­verski sjó­her­inn hefur verið með skip á þessum slóð­um.


  4. Barack Obama Banda­ríkja­for­seti hefur tryggt sér nægan stuðn­ing innan öld­unga­deildar þings­ins fyrir sam­komu­lag­inu við Íran.


  5. Deutsche Bank varar við því að óvissa á mörk­uð­um, sem hefur verið mikil und­an­farna daga,  muni halda áfram á næst­unni.


  6. Flug­menn Luft­hansa gætu verið á leið í verk­fall enn á ný vegna langvar­andi vinnu­deilna.


  7. Nærri 150 millj­ónir starfs­manna í Ind­landi fóru í verk­fall í gær til að mót­mæla áformum Nar­endru Modi for­sæt­is­ráð­herra um að breyta vinnu­lögum í land­inu og gera atvinnu­rek­endum auð­veld­ara að ráða og reka starfs­fólk.


  8. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn segir að hæg­ari efna­hags­vöxtur í Kína hafi stærri áhrif á hag­kerfi heims­ins en búist var við.


  9. Skýrsla Sam­ein­uðu þjóð­anna segir að stríð í heim­inum hamli skóla­göngu þrettán millj­óna barna í Mið­aust­ur­löndum og Norð­ur­-Afr­íku.


  10. Elon Musk, for­stjóri Tesla, hefur greint frá því að fyr­ir­tækið muni hefja fram­leiðslu á ódýr­ari teg­und raf­magns­bíla eftir tvö ár, og hægt verði að forp­anta slíka bíla í mars á næsta ári.


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None