Stjórnarandstaðan: Virðingarleysi og valdníðsla – verið að grafa undan þingræðinu

Stjórnarandstöðuþingmenn voru síður en svo ánægðir með vinnubrögð meirihlutans á Alþingi við upphaf þingfundar. Formaður fjárlaganefndar og varaformaður báðust afsökunar á mistökum sínum.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan gagn­rýndi harð­lega vinnu­brögð meiri­hlut­ans á Alþingi í dag undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta en þing­fundur hófst í morgun klukkan 10:30.

Rétt eftir að kosið var í nefndir í gær fengu þing­menn þær upp­lýs­ingar að fjár­laga­frum­varp­inu hefði verið vísað til umsagn­ar­að­ila – án þess að fjár­mála­nefnd hefði tekið til starfa. Ekki hefði verið boðað til funda og þar af leið­andi hefði nefndin meðal ann­ars ekki getað ákveðið umsagn­ar­tíma og hverjum bið­ist að senda inn umsagn­ir.

For­maður og vara­for­maður fjár­laga­nefndar báð­ust afsök­unar á mis­tökum sínum en fjörugar umræður sköp­uð­ust á þingi í morgun um mál­ið.

Eðli­legt að nefndin komi saman áður

Helga Vala Helga­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar bað for­seta Alþing­is, Birgi Ármanns­son, vin­sam­leg­ast um að fara fram á það við full­trúa rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á Alþingi að þeir sýndu „þess­ari merku stofnun snefil af virð­ingu í störfum sín­um“.

„Það er ekki í boði að hefja störf Alþingis með þeim hætti að virða hér reglur að vettugi. Það er engin heim­ild fyrir því að senda út beiðni um umsagnir jafn­vel áður en mál er flutt í þing­sal. Það er nefndin sem ákveður það í sam­ein­ingu. Í þessu til­viki hefur hátt­virt fjár­laga­nefnd ekki verið kölluð saman og það er for­kast­an­legt að sá aðili sem stýrir þar hafi óskað eftir því, ef svo hefur ver­ið, að umsagn­ar­beiðnir væru sendar út héðan úr húsi klukkan fjögur í gær,“ sagði hún.

Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata sagð­ist taka undir áhyggjur varð­andi þessi vinnu­brögð. „Ég velti því fyrir mér: Var það fyrsta emb­ætt­is­verk nýs for­manns fjár­laga­nefndar að kalla eftir umsögnum um mál sem ekki er búið að mæla fyr­ir, án þess að kalla nefnd­ar­menn sam­an? Ég veit ekki betur en að það sé eðli­legt að nefndin sé kölluð saman og þar fari meira að segja fram umræða um hversu langur frestur eigi að vera til að skila umsögnum og öðru. Þetta þykir mér stórfurðu­legt, og mér þykir þetta líka vera merki um — þetta er bara einn hluti af svo mörg­um, þetta er eitt púsl af svo mörgum púslum sem sýnir ákveðna mynd sem mér finnst dálítið var­huga­verð hvað það varðar að grafa undan þing­ræð­inu.

Er þetta ein­hvers konar blinda hjá stjórn­inni? Átta þau sig ekki á því hvernig þau koma fram? Hér er verið að grafa undan aðhalds­getu stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Verið er að grafa undan þing­ræð­inu með svona skref­um. Mér finnst að for­seti eigi að taka þetta fyrir og biðja for­mann fjár­laga­nefndar koma sér­stak­lega hingað upp og gera grein fyrir þess­ari ákvörðun sinni. Hvar stendur í reglum þings­ins að þetta meg­i?“ spurði hún.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld Beck

Ekki þannig að „sig­ur­veg­ari taki allt“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar sagði að þessi vinnu­brögð væru ekki sam­kvæmt þing­ræð­inu og reglum þings­ins.

„Myndin sem er að teikn­ast upp — ég man ekki eftir því, og var hér starfs­ald­urs­for­seti í ein­hvern tíma, að það hafi verið þannig á síð­ustu 20 árum að skipað hafi verið í nefndir með afli meiri­hluta eins og nú er verið að gera. Það eru ákveðin skila­boð. Það eru ákveðin skila­boð sem verið er að senda með þessum vinnu­brögðum núna inn í þing­ið. Mér finnst miður hvernig rík­is­stjórnin byrjar þetta en ekki síst að það er verið að setja sér­stakt álag á núver­andi virðu­legan for­seta í því hvernig eigi að bregð­ast við. Ég vil hvetja hæst­virtan for­seta til að taka þessu alvar­lega, beina því í þann far­veg að virð­ing Alþingis verði sem mest og við fáum að virkja eft­ir­lits­hlut­verk okkar sem skyldi með fram­kvæmd­ar­vald­in­u.“

Auglýsing

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagð­ist hafa kosið í gær að líta á það sem „sak­leys­is­leg mis­tök hjá for­seta að hann skyldi ná að klúðra sæta­val­in­u“.

„Ég kaus hann og geri ráð fyrir að hann muni starfa fyrir okkur öll hér í þing­inu. Við hér í Norð­vest­ur­-­Evr­ópu að minnsta kosti höfum yfir­leitt litið á lýð­ræði tals­vert öðrum augum en mörg önnur ríki, það er við virðum í raun­inni minni­hluta líka. Það er ekki þannig að sig­ur­veg­ari taki allt og eigi allt og megi allt. Það er alla vega ný hug­mynd um íslenskt lýð­ræði. Hér skiptir þess vegna máli að for­seti stigi inn og tryggi það að núna og í fram­tíð­inni þá hafi minni­hlut­inn, sem hefur 40 og eitt­hvað pró­sent þjóð­ar­innar á bak við sig, að minnsta kosti þann rétt sem honum ber,“ sagði hann.

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

„Mér var tjáð að þetta væri venja“

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður VG og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, kom í pontu og baðst afsök­unar á mis­tökum sínum og sagð­ist taka þau á sig.

„Mér var tjáð að þetta væri venja og hefði verið í ára­tugi varð­andi umsagn­ar­ferli fjár­laga­nefndar og síðan hefði það verið tekið fyrir á fyrsta fundi hennar hvort bæta ætti við o.s.frv. En það er alveg rétt að þetta er ekki sam­kvæmt prótókoll­in­um. En þetta hef­ur, eins og ég segi, verið gert mjög lengi og ég taldi mig bara vera að halda áfram því sem gert hefur ver­ið. En ég játa að það eru mis­tök og það eru mín mis­tök og ég vona svo sann­ar­lega að við náum saman um það í fjár­laga­nefnd að vinna vel saman þrátt fyrir að þetta byrji ekki vel af minni hálf­u,“ sagði hún.

Flestir þing­menn tóku afsök­un­ar­beiðn­ina gilda í umræð­unum í fram­hald­inu. Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­flokks­for­maður Flokks fólks­ins sagði að nú væri komin skýr­ing á þessu „stórfurðu­lega máli“.

„Það hlýtur að setja spurn­ing­ar­merki við og hlýtur að telj­ast und­ar­legt þegar maður er ekki búinn að kynna sér fjár­mála­á­ætl­un­ina almenni­lega, hefur varla kom­ist í það, þegar jafn­vel umsagn­ar­að­ilar úti í bæ eru byrj­aðir að vinna í því máli. Ég held að þetta séu vinnu­brögð sem við getum ekki leyft okk­ur. Við verðum að fara að sýna Alþingi virð­ingu. Við tölum um að við viljum hafa virð­ingu fyrir Alþingi, en á meðan svona vinnu­brögð eru til staðar þá er sú virð­ing ekki til stað­ar. Við verðum að fara að breyta vinnu­brögð­unum hér,“ sagði hann.

Vald­níðslu af hálfu hinnar nýju rík­is­stjórnar

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­maður Við­reisnar sagði að lögin væru mjög skýr – svona ætti ekki að gera hlut­ina. „Það er fyrst eftir að nefnd hefur fengið mál til umfjöll­unar sem þessi ákvörðun er tek­in. Og nefnd fær mál til umfjöll­unar þegar það hefur verið rætt hér á þingi. Gár­ung­arnir segja að nú leiti spuna­meist­arar log­andi ljósi að heiti á þessa nýju rík­is­stjórn. Ég er ekk­ert viss um að þeir séu hrifnir af því heiti sem virð­ist vera að festast, og það er rík­is­stjórn hinna ýmsu ann­marka á fram­kvæmd á lög­um. En hér hefur hátt­virtur for­maður fjár­laga­nefndar komið upp, lýst yfir van­þekk­ingu sinni á með­ferð, sem mér þykir reyndar býsna sér­kenni­legt í ljósi starfs­ald­urs.

En gott og vel, sú afsök­un­ar­beiðni er tekin til greina, sam­þykkt, sann­ar­lega, að sjálf­sögðu. En von­andi verður hér lát á því sem ekki er hægt að lýsa öðru­vísi en sem vald­níðslu af hálfu hinnar nýju rík­is­stjórn­ar, sem seint verður sagt að fari vel af stað,“ sagði hún.

Hanna Katrín Friðriksson Mynd: Bára Huld Beck

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði að þetta byrj­aði ekki vel og að hún hefði áhyggjur af þess­ari byrjun í því lang­hlaupi sem eitt kjör­tíma­bil er.

„Ég tek afsök­un­ar­beiðni nýs for­manns fjár­laga­nefndar gilda en upp­haf þessa kjör­tíma­bils og upp­haf þing­starfs­ins hér ein­kenn­ist af fauta­skap. Ég er enn að jafna mig eftir að hafa upp­lifað hér og fylgst með hvernig meiri­hlut­inn ákvað að ganga í það að skipa í nefndir og fara alla leið í meiri­hluta­valdi sínu. Það hefur ekki gerst á hinu háa Alþingi frá því á síð­ustu öld, for­seti.

Ég biðla til nýs for­seta Alþingis að sjá til þess að hér verði starfað af fullri virð­ingu og heil­indum í sam­starfi meiri­hluta og minni­hluta og að gætt verði að virð­ingu Alþingis og að hún bíði ekki var­an­lega hnekki vegna upp­hafs þessa kjör­tíma­bils,“ sagði Þór­unn.

„Svo­lítið ankanna­legt“ að þurfa alltaf að kalla saman fund nefndar

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, tjáði sig um málið og sagði að hún hlakk­aði mikið til að starfa með for­manni fjár­laga­nefndar og öllum þeim þing­mönnum sem eiga sæti með henni í þeirri nefnd.

„Við vitum öll hvað klukkan slær, það er 2. des­em­ber og fjár­lög koma fram á hverju ári og það er alveg rétt að þau þarf að sam­þykkja fyrir ára­mót. Hátt­virtur þing­maður og for­maður fjár­laga­nefndar kom hér upp og baðst afsök­unar á því að frum­varpið hefði farið í umsagn­ar­ferli og ég tek þá afsök­un­ar­beiðni gilda.

Mig langar engu að síður að koma inn á það, því að hér er verið að ræða um virð­ingu Alþing­is, að ég sat í hátt­virtri efna­hags- og við­skipta­nefnd á síð­asta kjör­tíma­bili þar sem við sam­þykktum það einmitt, sem er tekið fram í regl­unum að má gera, að heim­ila for­manni þeirrar nefndar að senda út umsagn­ar­beiðn­ir. Ég á starfs­reynslu á öðrum vett­vangi en í þing­inu og ég verð að við­ur­kenna, þegar við erum að velta fyrir okkur svona form­festu og virð­ingu og ann­að, að mér fannst það svo­lítið ankanna­legt að alltaf þyrfti að kalla saman fund til að senda kannski á aðila sem hvort sem er voru farnir að fylgj­ast með mál­inu og fjalla um það. Ég vil því hvetja til þess að við ræðum það í nefnd­unum hvort við viljum hafa verk­lagið með þeim hætti að alltaf þurfi að kalla saman nefnd­ar­fund til að senda út umsagn­ar­beiðn­ir. Ef það er vilji nefnd­ar­manna þá verður það að sjálf­sögðu þannig enda gera reglurnar ráð fyrir því,“ sagði hún.

Bryndís Haraldsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Ekki í boði að fara á svig við reglur þings­ins til að „kom­ast heim í jólasteik­ina“

Margir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn gagn­rýndu þessi orð Bryn­dísar en meðal þeirra var Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata. Hún sagð­ist þurfa að útskýra fyrir Bryn­dísi hvers vegna þessar reglur væru eins og þær eru.

„Þegar nefndir koma saman ákveða þær hversu langur umsagn­ar­frest­ur­inn skal vera og hverjum býðst að senda inn umsagn­ir. Þetta er eitt­hvað sem nefndin ákveður í sam­ein­ingu. Þess vegna þarf nefndin að koma saman til þess að gera þetta, vegna þess að það er ekki bara meiri­hlut­ans að ákveða hverjir hafa eitt­hvað um fjár­lög rík­is­ins að segja. Það er ekki bara meiri­hlut­ans að hafa eitt­hvað um það að segja hversu langan tíma þetta sama fólk hef­ur, meira að segja þó að það sé þægi­legt akkúrat núna af því að það er svo stutt til jóla og við viljum nú öll kom­ast í jóla­hlé, er það ekki? Það er samt ekki í boði að fara á svig við reglur þings­ins til að kom­ast heim í jólasteik­ina,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Haraldur Benediktsson Mynd: Birgir Þór

Har­aldur Bene­dikts­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og vara­for­maður fjár­laga­nefndar lagði orð í belg og sagði að hann væri vit­orðs­maður með for­mann­inum og baðst afsök­unar á hlut sínum í mál­inu.

„En ég vil bara segja hér í þessum ræðu­stól að auð­vitað er þetta rétt­mæt gagn­rýni. Auð­vitað er það þannig að nefndin heldur ekki á mál­inu. Það er ekki komið til nefnd­ar­innar og það er nefnd­ar­innar að ákveða umsagn­ar­að­ila og umsagn­ar­frest. Það mun nefndin gera. Við þessar aðstæður þá var ein­fald­lega rætt á fundi með nefnd­ar­rit­ara að vekja athygli á að fjár­laga­frum­varpið væri komið fram. Það er mikið verk að gefa góða umsögn um fjár­laga­frum­varp­ið. Gagn­rýni stjórn­ar­and­stöð­unnar hér er rétt­mæt, ég heyri hana og við virðum þau sjón­ar­mið sem hafa komið fram. Þegar málið kemur til nefnd­ar­innar mun nefndin að sjálf­sögðu funda um það hvaða umsagn­ar­að­ilar senda inn umsögn eða óskað er eftir og hvaða tíma­frestur verði gef­inn,“ sagði hann.

Lær­dómur fyrir nefnd­ar­for­menn og nefnd­ar­menn alla

Nýr for­seti Alþing­is, Birgir Ármanns­son, tók til máls í lok umræðna og sagði að hann hefði heyrt þær athuga­semdir sem komið hefðu fram af hálfu þing­manna vegna umsagn­ar­beiðni sem send var út af hálfu for­manns fjár­laga­nefnd­ar.

„For­seti áréttar að það er mik­il­vægt að nefndir fari eftir starfs­reglum nefnda og ákvæðum þing­skapa í störfum sínum og telur að þetta dæmi eigi að vera ákveð­inn lær­dómur fyrir nefnd­ar­for­menn og nefnd­ar­menn alla að haga vinnu­brögðum í sam­ræmi við starfs­reglur og ákvæði þing­skapa,“ sagði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent