Stjórnarformaður Eimskips segir að Samkeppniseftirlitið virðist vera hafið yfir lög

eimskip.jpg
Auglýsing

Orð­spor Eim­skips og íslensks rétt­ar­kerfis hefur skað­ast vegna rann­sóknar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á meintum sam­keppn­is­brotum Eim­skips og Sam­skipa sem staðið hefur yfir í eitt og hálft ár. Þetta segir Ric­hard Win­ston Mark D´A­bo, stjórn­ar­for­maður Eim­skips, í ávarpi sínu til hlut­hafa í árs­skýrslu félags­ins sem birt­ist í síð­ustu viku. Hann segir að svo virð­ist sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið sé hafið yfir lög. Hann situr í stjórn Eim­skips fyrir hönd banda­ríska sjóðs­ins Yucaipa, sem er stærsti ein­staki eig­andi félags­ins.

Í ávarp­inu rifjar D´Abo upp að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi ráð­ist í hús­leitir á skrif­stofum Eim­skips og Sam­skipa í sept­em­ber 2013. Eim­skip hafi í kjöl­farið ítrekað óskað eftir upp­lýs­ingum um hvers vegna ráð­ist hafi verið í aðgerð­irnar en D´Abo segir eft­ir­litið hafa neitað að veita þær. Þrí­vegis hafi Eim­skip farið með málið fyrir áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála sem hafi í öllum til­fell­unum fellt úr gildi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um ap synja kröfu Eim­skips um aðgang að gögnum máls­ins. „Eim­skip veit enn ekki hvaða ástæður eru fyrir rann­sókn­inni og mun áfram beita öllum lög­fræði­legum aðgerðum til að verja sig gegn þessum ásök­un­um.“

Leki olli skaðaD´Abo fjallar einnig um leka á gögnum um rann­sókn­ina til Kast­ljóss síð­asta haust, en frétta­skýr­ing­ar­þátt­ur­inn hafði kæru Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara á hendur starfs­mönnum Eim­skips og Sam­skipa undir höndum þegar hann vann frétta­skýr­ingu um rann­sókn máls­ins. Eim­skip hafa kært þennan leka til lög­reglu.

Richard Winston Mark D´Abo, stjórnarformaður Eimskips Ric­hard Win­ston Mark D´A­bo, stjórn­ar­for­maður Eim­skips.

Auglýsing

Í kjöl­far umfjöll­unar Kast­ljóss, sem var sýnd 14. októ­ber 2014, setti Kaup­höll Íslands hluta­bréf Eim­skips á athug­un­ar­lista þar sem í umfjöll­un­inni komu fram upp­lýs­ingar sem voru verð­mót­andi, sér­stak­lega að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði kært starfs­menn félag­anna til sér­staks sak­sókn­ara. Virði félags­ins lækk­aði um þrjá millj­arða króna næstu þrjá dag­anna eftir að umfjöll­unin fór í loftið.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið upp­lýsti stjórn­endur Eim­skips um það sum­arið 2014 að starfs­menn þess hefðu verið kærðir til sér­staks sak­sókn­ara. Eim­skip til­kynnti það hins vegar ekki sér­stak­lega til Kaup­hallar Íslands. Í frétt Kjarn­ans um mál­ið, sem birt­ist 17. októ­ber 2014, var haft eftir Ólafi William Hand, upp­lýs­inga­full­trúa Eim­skips, að félagið hafi til­kynnt um það í sept­em­ber 2013 að það væri til rann­sóknar vegna meintra brota á tveimur greinum sam­keppn­islaga og að það feli „í sér að þáttur ein­stak­linga hlýtur að koma til skoð­un­ar“. Félagið taldi því ekki að það hafi þurft að til­kynna sér­stak­lega um rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara.

Í ávarpi D´Abo segir að lek­inn til Kast­ljóss sé enn í rann­sókn hjá lög­reglu og að fyrrum starfs­maður Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sé grun­aður um að hafa staðið fyrir hon­um. „Orð­spor Eim­skips og íslenska rétt­ar­kerf­is­ins hefur skað­ast. Það virð­ist sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið sé hafið yfir lög og að stjórn­völd taki það ekki nógu alvar­lega til að bregð­ast við órétt­mætum aðgerðum þess.“

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None