Stjórnarmenn í VÍS afsala sér 75 prósent launahækkun, vilja sátt á vinnumarkaði

vis.jpg
Auglýsing

Stjórn­ar­menn Vátrygg­inga­fé­lags Íslands (VÍS) hafa ákveðið að afsala sér 75 pró­sent hækkun á stjórn­ar­launum sínum sem var sam­þykkt sam­hljóma af hlut­höfum félags­ins á aðal­fundi hans 12. mars síð­ast­lið­inn. Stjórn­ar­menn verða því áfram með 200 þús­und krónur á mán­uði fyrir störf sín og stjórn­ar­for­maður fær 400 þús­und krónur greiddar á mán­uði. Þetta kemur fram í til­kynnningu til Kaup­hallar í morg­un.

Til stóð að hækka laun stjórn­ar­manna úr 200 þús­und krónum í 350 þús­und krónur á mán­uði. For­maður stjórnar átti að hækka úr 400 í 600 þús­und krón­ur. Hækkun stjórn­ar­launa átti því að vera 75 pró­sent og hækkun stjórn­ar­for­manns 50 pró­sent. VÍS greiddi hlut­höfum sínum 2,5 millj­arða króna í arð vegna síð­asta árs.

Í til­kynn­ing­unni til Kaup­hallar segir en frem­ur: "Á aðal­fund­inum var fyr­ir­komu­lagi stjórn­ar­launa­greiðslna breytt þannig að hætt var að greiða fyrir hvern auka­fund til við­bótar fastri mán­að­ar­legri þóknun sam­hliða því að fjár­hæð fastrar þókn­unar var hækk­uð. Var breyt­ing­unni ætlað að auka gagn­sæi um fyr­ir­komu­lag stjórn­ar­laun­anna. Afsal stjórn­ar­manna á hækkun laun­anna sem ákveðin var á aðal­fund­inum mun því leiða til umtals­verðrar lækk­unar stjórn­ar­launa frá fyrra starfs­ári þar sem gamla fyr­ir­komu­lag­inu um greiðslur fyrir setna auka­fundi hefur verið hætt.

Auglýsing

Það er von stjórnar VÍS að afsal hækk­unar stjórn­ar­launa verði þáttur í að stuðla að sátt á vinnu­mark­að­i."

Miklu meiri hækk­anir en standa verka­fólki til boðaÞað var sem að sprengju hafi verið kastað inn í deil­urnar á vinnu­mark­að­i hafi þegar til­kynnt var að laun stjórn­ar­manna hjá HB Granda myndu hækka um 33 pró­sent þar sem ­fisk­verka­fólk­inu sem vinnur í frysti­húsi félags­ins stendur til boða 3,5 pró­sent launa­hækk­un. Tíð­indin hertu enn á þeim rembihnút sem er í kjara­við­ræð­unum sem stend­ur. Kjarn­inn ákvað í kjöl­farið að kanna laun ­stjórn­ar­manna allra skráðra félaga á Íslandi, hversu mikið þau áttu að hækka sam­kvæmt til­lögum sem lagðar voru fyrir aðal­fundi þeirra  og hversu háar arð­greiðslur voru greiddar til hlut­hafa félag­anna.

Nið­ur­staðan var sú að fjögur af þeim fjórtán félögum sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­markað hækk­uðu laun stjórn­ar­manna sinna um tíu pró­sent eða meira á milli ára. Mest var hækk­unin hjá VÍS þar sem stjórn­ar­menn hækk­uðu um 75 pró­sent í laun­um. Sú hækkun hefur nú verið dregin til baka. Hæst laun­aði stjórn­ar­menn­irnir eru hjá Marel en sá lægst­laun­aði hjá Nýherja. Með­al­laun almennra stjórn­ar­manna í skráðum íslenskum félögum voru, áður en að VÍS dró sínar hækk­anir til bak­a, 279 ­þús­und krónur á mán­uði, eða 21 ­þús­und krónum lægri en kröfur Starfs­greina­sam­bands Íslands um lág­marks­laun fyrir fulla vinnu eru í yfir­stand­andi kjara­deil­um. Með­al­laun stjórn­ar­for­manna skráðra félaga voru tölu­vert hærri, eða 563 þús­und krónur á mán­uði.

Skráð félög á Íslandi greiddu hlut­höfum sínum sam­tals 20,5 millj­arða króna í arð vegna frammi­stöðu félag­anna á síð­asta ári.

Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa talað fyrir 3,5 til 5,0 ­pró­sent hækkun launa þorra laun­þega lands­ins í þeim kjara­deilum sem nú standa yfir.

Rann­veig Rist þiggur ekki hækkunRann­veig Rist, for­stjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og aðal­maður í stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins,til­kynnti síðan fyrir tæpri viku að hún­ ætli ekki að þiggja 33,3 pró­sent launa­hækkun fyrir að sitja í stjórn HB Granda. Hún sagði í til­kynn­ingu að eftir á að hyggja sé hækk­unin á milli ára ekki í takti við stöðu kjara­mála á Íslandi og því muni hún ekki þiggja hana.

Í til­kynn­ingu sinni sagði Rann­veig að þar sem gagn­rýni á ákvörð­un hlut­hafa HB Granda um þóknun til stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins hafi að hluta til beinst sér­stak­lega að sér vegna, stöðu hennar í stjórn Sam­taka atvinnu­lífs­ins, vildi hún taka fram að  hlut­hafar hafi sam­þykkt til­ög­u ­stjórnar um þóknun stjórn­ar­manna með öllum greiddum atkvæð­um. Hún sé ekki hlut­hafi. „Á milli aðal­funda urðu þær breyt­ingar hjá HB Granda að fyr­ir­tækið var skráð á Aðal­markað NAS­DAQ OMX Iceland. Það felur í sér að meira reynir á stjórn­ar­hætti fyr­ir­tæk­is­ins en áður, sem ekki er óeðli­legt að end­ur­speglist að ein­hverju leyti í þóknun stjórn­ar. ­Þrátt fyrir hækk­un­ina er þóknun stjórn­ar­manna hjá HB Granda sú næst­lægsta meðal fyr­ir­tækja á Aðal­l­ist­an­um. Eftir á að hyggja er hækk­unin á milli ára hins vegar úr takti við stöðu kjara­mála á Íslandi. Ég hef því ákveðið að þiggja hana ekki.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None