Ríkisstjórnin ætlar ekki að afnema verðtryggingu

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að ekki standi til að afnema verð­trygg­ingu. Þess í stað skoði rík­is­stjórnin að lengja lág­marks­tíma verð­tryggra lána í tíu ár og stytta hámarks­tíma þeirra úr 40 árum í 25 ár. Unnið er að frum­varpi um breyt­ingar á verð­tryggðum lánum í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og mögu­legt er að það verði lagt fram á haust­þingi. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Alls eru verð­tryggð hús­næð­is­lán Íslend­inga um 1.200 millj­arðar króna. Veitt hús­næð­is­lán eru því að langstærstu leyti verð­tryggð, sem tryggir lægri afborg­an­ir. Und­an­farin miss­eri, sam­hliða lágri verð­bólgu, hefur orðið aukn­ing í töku verð­tryggðra lána. Hjá Lands­bank­anum voru til að mynda 65 pró­sent allra nýrra íbúð­ar­lána sem bank­inn veitti í fyrra verð­tryggð.

Lof­uðu afnámi verð­trygg­ingarÍ stefnu­skrá Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar 2013 kom skýrt fram að flokk­ur­inn ætl­aði sér að afnema verð­trygg­ingu á neyt­enda­lán­um. Undir þeim lið sagði: „Fyrsta skrefið verði að setja þak á hækkun verð­trygg­ingar neyt­enda­lána. Skip­aður verði starfs­hópur sér­fræð­inga til að und­ir­búa breyt­ingar á stjórn efna­hags­mála sam­hliða afnámi verð­trygg­ing­ar­inn­ar, meðal ann­ars til að tryggja hags­muni lán­þega gagn­vart of miklum sveiflum á vaxta­stigi óverð­tryggðra lána. Starfs­hóp­ur­inn skili nið­ur­stöðum fyrir árs­lok 2013.“

Í stefnuskrá Framsóknar fyrir síðustu kosningar var talað mjög skýrt um að afnema ætti verðtryggingu. Í stefnu­skrá Fram­sóknar fyrir síð­ustu kosn­ingar var talað mjög skýrt um að afnema ætti verð­trygg­ing­u.

Auglýsing

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks var fjallað nokkuð mikið um verð­trygg­ingu. Þar kom meðal ann­ars fram að leið­rétta ætti verð­tryggð lán sem hefðu orðið fyrir verð­bólgu­skoti og að sam­hliða þeirri skulda­leið­rétt­ingu ætti að „breyta sem flestum verð­tryggðum lánum í óverð­tryggð“.

Starf­hópur um afnám verð­trygg­ingu skil­aði af sér í fyrra og komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekki ætti að afnema verð­trygg­ingu.

Vill auka vægi óverð­tryggðra lánaBjarni Bene­dikts­son talar í takt við þá nið­ur­stöðu í Frétta­blað­inu í dag. Þar segir hann að ekki verði lagt upp með að afnema verð­trygg­ingar heldur að auka vægi óverð­tryggðra lána. „Við höfum verið að ræða ákveðna hluti, eins og til dæmis hvort rétt væri að lengja lág­marks­tíma verð­tryggðra lána, en þau geta í dag verið að lág­marki í fimm ár. Það hafa komið fram hug­myndir í þessum hópi um að fara með það upp í tíu ár, þannig að það verði ekki veitt skamm­tíma­lán, það er að segja lán til allt að tíu ára, sem eru verð­tryggð. Þetta er eitt atrið­ið.

Annað var að taka til skoð­unar hvort við ættum að þrengja að 40 ára verð­tryggðum jafn­greiðslu­lánum og fara með þau niður í 25 ár. Það getur gert ákveðnum hópum erf­ið­ara fyrir að stand­ast greiðslu­mat og fá lán og það þarf að gera sér vel grein fyrir því og tíma­setja slíkar aðgerðir vel miðað við stöð­una á hús­næð­is­mark­aðn­um, en það er svona hitt atriðið sem við höfum verið að skoða."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None