Stjórnvöld að skoða aukinn stuðning við kaupendur fyrstu eignar

mf131030-mfdx5960.jpg
Auglýsing

Stjórn­völd eru nú að skoða leiðir til þess að koma til móts við ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref inn á fast­eigna­mark­að, með því að styrkja það með pen­inga­fram­lagi svo það geti upp­fyllt skil­yrði sem fjár­mála­stofn­anir setja fyrir lána­fyr­ir­greiðslu. Er meðal ann­ars horft til Bret­lands í þessum efn­um, þar sem hið opin­bera kemur til móts við kaup­endur fyrstu eignar með fram­lagi. Þetta kom fram í máli Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, í þætt­inum Viku­lok­unum á RÚV.

Rætt var þar um stöð­una á hús­næð­is­mark­aði, en stór hópur fólks ræður ekki við að kaupa fast­eign, vegna skil­yrða sem sett eru fyrir lána­fyr­ir­greiðslu, meðal ann­ars kröfu um eig­in­fjár­fram­lag.

Bank­arnir lána að hámarki 85 pró­sent af kaup­verði þegar kemur að fast­eigna­kaup­um, sem gerir mörgum erfitt um vik með kaup. Lands­bank­inn og Arion banki lána báðir 85 pró­sent að hámarki, en Íbúða­lána­sjóður býður að hámarki 80 pró­sent veð­hlut­fall. Íslands­banki býður mest 90 pró­sent lán, en það er aðeins fyrir ein­angr­aðan hóp sem er að kaupa litlar eignir og taka lágar upp­hæðir að láni.

Auglýsing

Ef mið er tekið af eign sem kostar 25 millj­ón­ir, sem er nálægt lagi þegar kemur að fyrstu kaup­um, þá lána bank­arnir að hámarki 21,25 millj­ón­ir, en afgang­inn, 3,75 millj­ón­ir, þurfa kaup­endur að reiða fram, stand­ist þeir greiðslu­mat. Þetta reyn­ist mörgum erfitt.

Eygló segir mikla vinnu hafa farið í það að und­an­förnu innan ráðu­neytis henn­ar, að kort­leggja þennan vanda og meta hvaða úrræði nýt­ist þessum hópi best. Von er á frum­vörpum sem taka á þessum vanda, að hennar sögn, á þessu ári.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None