Stjórnvöld að skoða aukinn stuðning við kaupendur fyrstu eignar

mf131030-mfdx5960.jpg
Auglýsing

Stjórn­völd eru nú að skoða leiðir til þess að koma til móts við ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref inn á fast­eigna­mark­að, með því að styrkja það með pen­inga­fram­lagi svo það geti upp­fyllt skil­yrði sem fjár­mála­stofn­anir setja fyrir lána­fyr­ir­greiðslu. Er meðal ann­ars horft til Bret­lands í þessum efn­um, þar sem hið opin­bera kemur til móts við kaup­endur fyrstu eignar með fram­lagi. Þetta kom fram í máli Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, í þætt­inum Viku­lok­unum á RÚV.

Rætt var þar um stöð­una á hús­næð­is­mark­aði, en stór hópur fólks ræður ekki við að kaupa fast­eign, vegna skil­yrða sem sett eru fyrir lána­fyr­ir­greiðslu, meðal ann­ars kröfu um eig­in­fjár­fram­lag.

Bank­arnir lána að hámarki 85 pró­sent af kaup­verði þegar kemur að fast­eigna­kaup­um, sem gerir mörgum erfitt um vik með kaup. Lands­bank­inn og Arion banki lána báðir 85 pró­sent að hámarki, en Íbúða­lána­sjóður býður að hámarki 80 pró­sent veð­hlut­fall. Íslands­banki býður mest 90 pró­sent lán, en það er aðeins fyrir ein­angr­aðan hóp sem er að kaupa litlar eignir og taka lágar upp­hæðir að láni.

Auglýsing

Ef mið er tekið af eign sem kostar 25 millj­ón­ir, sem er nálægt lagi þegar kemur að fyrstu kaup­um, þá lána bank­arnir að hámarki 21,25 millj­ón­ir, en afgang­inn, 3,75 millj­ón­ir, þurfa kaup­endur að reiða fram, stand­ist þeir greiðslu­mat. Þetta reyn­ist mörgum erfitt.

Eygló segir mikla vinnu hafa farið í það að und­an­förnu innan ráðu­neytis henn­ar, að kort­leggja þennan vanda og meta hvaða úrræði nýt­ist þessum hópi best. Von er á frum­vörpum sem taka á þessum vanda, að hennar sögn, á þessu ári.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None