Ríkisstjórnin hefur enn enga ákvörðun tekið um framtíð Íbúðalánasjóðs og óhætt að segja að mikil óvissa sé uppi um hvaða hlutverki sjóðurinn á að gegna í framtíðinni, ef hann á yfir höfuð að vera starfandi áfram.
Í sjöttu eftirfylgnisskýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, á horfum hér á landi, er fjallað um stöðu Íbúðalánasjóðsins og talað þar sérstaklega um að hann sé ávísun á botnlausan taprekstur.
Það sem er vitað einnig, er að það taka mjög fáir lán hjá sjóðnum þessa dagana, enda býður hann verri kjör en bankarnir og líka færri tegundir lána.
Ríkisstjórnin verður að fara drífa í því að svara því, hvaða hlutverki sjóðurinn á að gegna í framtíðinni, og síðan einnig að koma fram með skýra framtíðarsýn um það hvernig á að leysa úr vanda sjóðsins.
Nóg er komið af því að bíða með lausnir á vandamálunum.
Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.