Slitabú föllnu bankanna þriggja munu samtals greiða 334 milljarða króna í stöðugleikaframlag til ríkisins. Á fundi í dag ákváðu kröfuhafar í gamla Landsbankanum að greiða stöðugleikaframlag, sem verður 14,4 milljarðar króna, samkvæmt því sem kom fram í fréttum RÚV.
Á fundum í september samþykktu kröfuhafar Glitnis að greiða um 200 milljarða króna í stöðugleikaframlag og kröfuhafar Kaupþings að greiða um 120 milljarða. Lægra framlag Landsbankans til ríkissjóðs en annarra slitabúa skýrist fyrst og fremst af því að krónueign búsins er talsvert lægra en hinna tveggja.
Á kröfuhafafundinum í dag var einnig lagt til að stofnaður verði skaðleysisjóður til að standa straum af mögulegum málaferlum gegn slitastjórnarmönnum og ráðgjafa þeirra, sem var samþykkt. Samskonar sjóðir hafa verið samþykktir af kröfuhöfum hinna búanna líka.