Ráðuneytið telur rétt að bíða með að svara hvort Árni Sigfússon hafi verið vanhæfur

Ragnheidur-elin-2.jpg
Auglýsing

Iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neytið telur rétt að bíða með að svara því hvort Árni Sig­fús­son, for­maður stjórnar Orku­sjóðs, hafi verið van­hæfur til að taka ákvarð­anir um styrki til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands sökum vensla. Ráðu­neytið stað­festir að kvörtun vegna máls­ins hafi borist og að það sé í form­legri skoðun í ráðu­neyt­inu. Rétt­ast sé hins vegar að bíða eftir form­legri nið­ur­stöðu þeirrar skoð­unar áður en nokkuð sé full­yrt af hálfu ráðu­neyt­is­ins um hæfi eða van­hæfi Árna. Ann­ars gæti ráðu­neytið verið van­hæft til að fjalla um kvörtun­ina.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær­morgun að Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands hefði fengið sam­tals 4,6 millj­ónir króna í styrk­veit­ingu frá Orku­sjóði í ár. For­maður nefndar sem gerir til­lögu um styrk­veit­ingar úr Orku­sjóði er Árni Sig­fús­son en bróðir hans, Þor­steinn Ingi Sig­fús­son, er for­stjóri Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar.

Einn umsækj­end­anna um styrk í Orku­sjóð, Valorka, hefur kvartað til iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins vegna styrk­veit­inga til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar og telur að aðkoma Árna að þeim sé í and­stöðu við stjórn­sýslu­lög vegna vensla hans við Þor­stein. Í öðrum kafla þeirra segir að nefnd­ar­maður sé van­hæfur til með­ferðar máls ef hann „er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ætt­leið­ing­ar“ eða ef hann „teng­ist fyr­ir­svars­manni eða umboðs­manni aðila með þeim hætt­i“. Auk þess telj­ast nefnd­ar­menn van­hæfir ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­drægni hans í efa með rétt­u“.

Auglýsing

Um fjórð­ungur allra styrka sem Orku­sjóður deildi út í ár fór til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, sem er stofnun á fjár­lög­um.

Segja alla mega sækja um, líka stofn­anirIðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neytið sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu vegna máls­ins í gær­kvöldi.

Þar sagði að engin tak­mörk væru á því hverjir mættu sækja í Orku­sjóð önnur en þau að Orku­stofnun sé það óheim­ilt þar sem hún ann­ast rekstur sjóðs­ins. "Fjöl­mörg dæmi eru um að stofn­anir og háskólar hafi fengið styrki úr sjóðn­um. Ný­sköp­un­ar­mið­stöð Íslands er meðal þeirra og hlaut m.a. styrk úr sjóðnum árið 2012. ­Stjórn Orku­sjóðs gerir til­lögu um styrk­veit­ingar til ráð­herra og byggir sú ráð­gjöf á fag­legu mati Orku­stofn­unar á ein­stökum verk­efn­um. Umrædd verk­efni Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar voru á meðal þeirra verk­efna sem fengu jákvæð­asta umsögn."

Í til­kynn­ing­unni var einnig til­tekið að fyr­ir­tækið Valorka hefði fengið ýmsa opin­bera styrki á und­an­förnum árum. Alls nemi þeir 51,7 milljón króna frá árinu 2008.

Ný nefnd skipuð í byrjun ársOrku­sjóður er í eigu rík­is­ins og er hlut­verk hans að stuðla að hag­kvæmri nýt­ingu orku­linda lands­ins með styrkjum eða lán­um, einkum til aðgerða sem miða að því að draga úr notkun jarð­efna­elds­neyt­is. Yfir­um­sjón og ábyrgð með sjóðnum er hjá iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra.

Í des­em­ber í fyrra sam­þykkti Alþingi að gera breyt­ingar á lögum um Orku­sjóð. Í þeim breyt­ingum fólst meðal ann­ars að Orku­ráð var lagt niður en í stað þess á iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra að skipta þriggja manna ráð­gjafa­nefnd til fjög­urra ára sem hefur það hlut­verk að gera til­lögur til ráð­herra um lán­veit­ingar og ein­stakar greiðslur úr Orku­sjóði sam­kvæmt fjár­hags- og greiðslu­á­ætlun sjóðs­ins.

Laga­breyt­ingin tók gildi 1. jan­úar 2015 og í byrjun árs skip­aði Ragn­heiður Elín Árna­dóttir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, þrjá ein­stak­linga í ráð­gjafa­nefnd­ina. Þeir eru Árni Sig­fús­son, Franz Viðar Árna­son og Halla Hrund Loga­dótt­ir.

Árni var auk þess skip­aður for­maður nefnd­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None