Stór hluti starfsfólks Stjórnarráðsins þekkir siðareglur ekki vel

stjornarrad.jpg
Auglýsing

Stór hluti starfs­fólks Stjórn­ar­ráðs Íslands þekkir ekki þær siða­reglur sem settar voru fyrir það árið 2012. Lítil áhersla hefur verið lögð á fræðslu og eft­ir­fylgni til að tryggja að regl­urnar komi að til­ætl­uðum notum og því ríkir óvissa um hvort þær hafi stuðalað að því að efla fag­leg vinnu­brögð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar til Alþingis sem heitir „Siða­reglur fyrir starfs­fólk Stjórn­ar­ráðs Íslands“ og var birt í morg­un.

Sam­hæf­ing­ar­nefnd ekki starf­andiJó­hanna Sig­urð­ar­dótt­ir, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, stað­festi árið 2012 siða­reglur fyrir starfs­fólk Stjórn­ar­ráðs Íslands. Þeim var ætlað að efla fag­leg vinnu­börgð og auka traust á stjórn­sýsl­unni með því að beina til opin­berra starfs­manna það sem kallað var mik­il­vægum sið­ferð­is­legum gildum og hvetja þá til að hafa þau að leið­ar­ljósi í dag­legum störfum sín­um. Í regl­unum er meg­in­á­hersla á ábyrgð og skyldu starfs­manna til að starfa í þágu almenn­ings og koma þannig fram að beri megi traust til þeirra og emb­ætt­anna sem þeir eru full­trúar fyr­ir.

Rík­is­end­ur­skoðun fram­kvæmdi úttekt á inn­leið­ingu regln­anna og í skýrsl­unni sem birt var í morgun er farið yfir nið­ur­stöður henn­ar. Þar kemur fram að lang­flestir starfs­menn Stjórn­ar­ráðs­ins telji regl­urnar mik­il­vægan þátt í störfum sínum og hlut­falls­lega fáir telji að það þurfi að breyta þeim.

Þá kom í ljós að óvissa ríkir um hvort regl­urnar hafi stuðlað að því að efla fag­leg vinnu­brögð innan Stjórnarráðsins

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir einnig að „stór hluti starfs­fólks telur sig ekki þekkja regl­urnar vel og einnig kom fram að lítil áhersla hefur verið lögð á að fylgja þeim eftir með skipu­legri fræðslu og eft­ir­fylgni og tryggja þar með að þær komi að til­ætl­uðum not­u­m[...]Þá kom í ljós að óvissa ríkir um hvort regl­urnar hafi stuðlað að því að efla fag­leg vinnu­brögð innan Stjórn­ar­ráðs­ins“.

Sam­hliða þeirri ákvörðun að setja starfs­mönnum Stjórn­ar­ráðs­ins siða­reglur var ákveðið að for­sæt­is­ráð­herra ætti að skipa, til þriggja ára í senn, sam­hæf­ing­ar­nefnd um sið­ferð­is­leg við­mið fyrir stjórn­sýsl­una. Slík nefn er hins vegar ekki starf­andi í dag.

Hvetja ráðu­neytin til breyt­ingaRík­is­end­ur­skoðun hvetur for­sæt­is­ráðu­neyti og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti til að tryggja starfs­fólki ráðu­neyta reglu­bundna fræðslu um siða­regl­urnar og for­sæt­isáðu­neytið beiti sér fyrir því að „ráðu­neytin fylgi sam­ræmdri stefnu við að ná þeim mark­miðum sem regl­urnar kveða á um. Enn fremur er ráðu­neytið hvatt til að skipa að nýju sam­hæf­ing­ar­nefnd um sið­ferði­leg við­mið fyrir stjórn­sýsl­una í sam­ræmi við ákvæði laga þar um. Sé ekki talin þörf fyrir þá nefnd beri að breyta lög­um. Loks hvetur Rík­is­end­ur­skoðun fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti til að tryggja að starfs­fólk Rekstr­ar­fé­lags Stjórn­ar­ráðs­ins og verk­takar sem starfa á vegum ráðu­neyt­anna fái reglu­lega fræðslu um inn­tak siða­regln­anna“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None