Stór lán Landsbankans voru verðmetin rangt

lais.jpg
Auglýsing

Utan­um­hald á hluta stærstu útlána Lands­bank­ans var ógang­sætt og óskil­virkt, for­sendur virð­is­mats þeirra voru í sumum til­fellum óskjal­festar eða rang­ar, bók­fært virði lán­anna gat reynst hærra en væntar end­ur­heimtur og lán sem flokkuð voru í skilum í skýrslum til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins voru það ekki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nið­ur­stöðu athug­unar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á útlána­safni bank­ans sem birt var á vef þess í síð­ustu viku.

Um er að ræða lán sem voru metin með sér­greindu virð­is­mat út frá virði veð­and­laga eða rekstr­ar­virði. Í nið­ur­stöðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins er sér­stak­lega tekið fram að þessar nið­ur­stöður hafi legið fyrir í nóv­em­ber 2013 og að Lands­bank­inn hafi bætt verk­lag sitt mikið síðan þá.

Áhyggjur af því að stór lán væru verð­metin rangtFjár­mála­eft­ir­litið hóf fyrir nokkru síðan athugun á útlána­safni Lands­banka Íslands. Mark­miðið var að kanna hversu áreið­an­legt upp­gefið virð­is­mat á lánum stærstu lán­þega bank­ans væri með því að skoða hvernig það virði væri fundið út. Fjár­mála­eft­ir­litið hafði því áhyggjur af því að Lands­bank­inn væri að verð­meta sum af lánum stærstu við­skipta vina sína rangt, og of hátt.

Nið­ur­stöður eft­ir­lits­ins lágu fyrir í nóv­em­ber 2013. Þær byggðu á upp­lýs­ingum og gögnum sem mið­uðu við 30. sept­em­ber 2012. Í til­kynn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins er reyndar sér­stak­lega tekið fram að áður en athug­unin hófst hafi Lands­bank­inn hafið vinnu að þróun og mótun nýs virð­is­mats­fer­ils.

Auglýsing

Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans. Stein­þór Páls­son er banka­stjóri Lands­bank­ans.

Fjöl­margar athuga­semdirÍ nið­ur­stöðum eft­ir­lits­ins er að finna fjöl­margar athuga­semdir við það hvernig Lands­bank­inn var að meta virði lána sinna. Þar segir orð­rétt: „Fjár­mála­eft­ir­litið taldi að utan­um­hald með lánum sem voru metin með sér­greindu virð­is­mati út frá virði veð­and­laga eða rekstr­ar­virði, væri ógagn­sætt og óskil­virkt. Það skýrð­ist meðal ann­ars af því að virði veð­and­laga var upp­fært með óreglu­bundnum hætti og að for­sendur virð­is­mats­ins voru í sumum til­fellum óskjal­festar eða rang­ar.

Bók­fært virði útlána sem voru í van­efndum og metin með sér­greindu virð­is­mati, gat reynst hærra en mat bank­ans á væntum end­ur­heimtum í þeim til­fellum þar  sem bank­inn hafði tekju­fært vexti umfram raun­greiðsl­ur. Hluti af þeim lánum sem voru flokkuð í skil­um, í lána­safns­skýrslu sem Lands­bank­inn hf. skilar mán­að­ar­lega til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, reynd­ust vera í van­efnd­um. Bank­inn flokk­aði til dæmis lán í skilum þrátt fyrir að hafa ekki gert ráð fyrir fullum end­ur­heimtum eða gert kyrr­stöðu­sam­komu­lag við lán­þega.

Fjár­mála­eft­ir­litið álítur að Lands­bank­inn hf. sé mis­var­fær­inn í virð­is­mati þeirra útlána sem voru í úrtak­inu. Þar sem úrtakið var ekki valið af handa­hófi verða ekki dregnar álykt­anir út frá athug­un­inni fyrir allt útlána­safn bank­ans.“

fme_logo

Óháður aðili fór yfir úrbæturÍ ljósi þess­arra athuga­semda óskaði Fjár­mála­eft­ir­litið eftir því að banka­ráð Lands­bank­ans myndi fela óháðum aðila að yfir­fara úrbætur bank­ans í kjöl­far athug­un­ar­innar og að sá myndi skila skýrslu um þær til eft­ir­lits­ins. Í nið­ur­stöðum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins seg­ir: „Skýrslan barst þann 28. febr­úar síð­ast­lið­inn. Nið­ur­staða hennar er að Lands­bank­inn hf. hefur bætt verk­lag sitt mikið eftir að athug­unin fór fram, meðal ann­ars með umtals­verðum breyt­ingum á umgjörð virð­is­mats útlána. Það er mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að við­un­andi úrbætur hafi verið gerðar vegna flestra athuga­semda stofn­un­ar­innar en fyr­ir­hugað er að öðrum úrbótum verði lokið fyrir árs­lok 2014.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Kortu
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Kortu í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None