Stór lán Landsbankans voru verðmetin rangt

lais.jpg
Auglýsing

Utan­um­hald á hluta stærstu útlána Lands­bank­ans var ógang­sætt og óskil­virkt, for­sendur virð­is­mats þeirra voru í sumum til­fellum óskjal­festar eða rang­ar, bók­fært virði lán­anna gat reynst hærra en væntar end­ur­heimtur og lán sem flokkuð voru í skilum í skýrslum til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins voru það ekki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nið­ur­stöðu athug­unar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á útlána­safni bank­ans sem birt var á vef þess í síð­ustu viku.

Um er að ræða lán sem voru metin með sér­greindu virð­is­mat út frá virði veð­and­laga eða rekstr­ar­virði. Í nið­ur­stöðu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins er sér­stak­lega tekið fram að þessar nið­ur­stöður hafi legið fyrir í nóv­em­ber 2013 og að Lands­bank­inn hafi bætt verk­lag sitt mikið síðan þá.

Áhyggjur af því að stór lán væru verð­metin rangtFjár­mála­eft­ir­litið hóf fyrir nokkru síðan athugun á útlána­safni Lands­banka Íslands. Mark­miðið var að kanna hversu áreið­an­legt upp­gefið virð­is­mat á lánum stærstu lán­þega bank­ans væri með því að skoða hvernig það virði væri fundið út. Fjár­mála­eft­ir­litið hafði því áhyggjur af því að Lands­bank­inn væri að verð­meta sum af lánum stærstu við­skipta vina sína rangt, og of hátt.

Nið­ur­stöður eft­ir­lits­ins lágu fyrir í nóv­em­ber 2013. Þær byggðu á upp­lýs­ingum og gögnum sem mið­uðu við 30. sept­em­ber 2012. Í til­kynn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins er reyndar sér­stak­lega tekið fram að áður en athug­unin hófst hafi Lands­bank­inn hafið vinnu að þróun og mótun nýs virð­is­mats­fer­ils.

Auglýsing

Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans. Stein­þór Páls­son er banka­stjóri Lands­bank­ans.

Fjöl­margar athuga­semdirÍ nið­ur­stöðum eft­ir­lits­ins er að finna fjöl­margar athuga­semdir við það hvernig Lands­bank­inn var að meta virði lána sinna. Þar segir orð­rétt: „Fjár­mála­eft­ir­litið taldi að utan­um­hald með lánum sem voru metin með sér­greindu virð­is­mati út frá virði veð­and­laga eða rekstr­ar­virði, væri ógagn­sætt og óskil­virkt. Það skýrð­ist meðal ann­ars af því að virði veð­and­laga var upp­fært með óreglu­bundnum hætti og að for­sendur virð­is­mats­ins voru í sumum til­fellum óskjal­festar eða rang­ar.

Bók­fært virði útlána sem voru í van­efndum og metin með sér­greindu virð­is­mati, gat reynst hærra en mat bank­ans á væntum end­ur­heimtum í þeim til­fellum þar  sem bank­inn hafði tekju­fært vexti umfram raun­greiðsl­ur. Hluti af þeim lánum sem voru flokkuð í skil­um, í lána­safns­skýrslu sem Lands­bank­inn hf. skilar mán­að­ar­lega til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, reynd­ust vera í van­efnd­um. Bank­inn flokk­aði til dæmis lán í skilum þrátt fyrir að hafa ekki gert ráð fyrir fullum end­ur­heimtum eða gert kyrr­stöðu­sam­komu­lag við lán­þega.

Fjár­mála­eft­ir­litið álítur að Lands­bank­inn hf. sé mis­var­fær­inn í virð­is­mati þeirra útlána sem voru í úrtak­inu. Þar sem úrtakið var ekki valið af handa­hófi verða ekki dregnar álykt­anir út frá athug­un­inni fyrir allt útlána­safn bank­ans.“

fme_logo

Óháður aðili fór yfir úrbæturÍ ljósi þess­arra athuga­semda óskaði Fjár­mála­eft­ir­litið eftir því að banka­ráð Lands­bank­ans myndi fela óháðum aðila að yfir­fara úrbætur bank­ans í kjöl­far athug­un­ar­innar og að sá myndi skila skýrslu um þær til eft­ir­lits­ins. Í nið­ur­stöðum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins seg­ir: „Skýrslan barst þann 28. febr­úar síð­ast­lið­inn. Nið­ur­staða hennar er að Lands­bank­inn hf. hefur bætt verk­lag sitt mikið eftir að athug­unin fór fram, meðal ann­ars með umtals­verðum breyt­ingum á umgjörð virð­is­mats útlána. Það er mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að við­un­andi úrbætur hafi verið gerðar vegna flestra athuga­semda stofn­un­ar­innar en fyr­ir­hugað er að öðrum úrbótum verði lokið fyrir árs­lok 2014.“

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None