Dustin Moskovitz, sem er þrítugur að aldri, er yngsti milljarðamæringur Bandaríkjanna samkvæmt lista Forbes tímaritsins yfir ríkasta fólk Bandaríkjanna undir fertugu. Moskovitz var herbergisfélagi Mark Zuckerbergs, forstjóra og stofnanda Facebook, í Harvard og starfsmaður númer þrjú hjá fyrirtækinu. Hann er aðeins yngri en Zuckerberg, en eignir þess síðarnefnda eru metnar á 34 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 3.800 milljörðum króna.
Moskovitz hætti hjá Facebook árið 2008 og stofnaði fyrirtækið Asana, sem rekur verkefnastjórnunarhugbúnað á netinu sem hefur notið gríðarlega vinsælda hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum um allan heim.
Moskovitz á eignir í dag sem eru metnar á 8,1 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega þúsund milljörðum króna.