Stórar smásölukeðjur í Bandaríkjunum hafna Apple Pay

000-457552032.jpg
Auglýsing

Stórar bandarískar smásölukeðjur hafa hafnað nýkynntu greiðslukerfi Apple-risans, sem kallast Apple Pay. Wal-Mart, Best Buy, Rite Aid og CVS hafa allar sagt að þær vilji ekki, og muni ekki, bjóða upp á greiðsluleiðina fyrir sína viðskiptavini. Bæði Rite Aid og CVS prófuðu að bjóða upp á þjónustuna en hættu því um liðna helgi. Frá þessu er greint á vef Business Insider.

Apple kynnti Apple Pay, snertilausa greiðsluleið, í september síðastliðnum. Með Apple Pay eru kortaupplýsingar geymdar í iPhone tækinu og símanum rennt í gegnum þar til gerðan posa til að greiða fyrir vörur. Með þessu áttu eigendur iPhone síma ekki lengur að ganga með veski til að hýsa fjölmörg greiðslukort og/eða peningaseðla.

Samkvæmt umfjöllun um málið á vef The Verge hefur alls ekki gengið vel hjá Apple að sanka að sér samstarfsaðilum til að taka upp Apple Pay greiðsluleiðina. Þar segir að samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Apple séu einungis 34 smásölusamstarfsaðilar sem notast við Apple Pay leiðina í Bandaríkjunum. Átta þeirra eru mismunandi útgáfur af Foot Locker fyrirtækinu og einn samstarfsaðilinn er Apple sjálft. Þegar búið er að gera ráð fyrir þessu eru samstarfsaðilarnir því í raun einungis 26 talsins.

Auglýsing

Ástæða þessa að stórar smásölukeðjur vilja ekki taka upp Apple Pay kerfið, sem er þrátt fyrir allt mjög háþróað og notendavænt kerfi þar greitt er fyrir með einni snertingu, er einföld: þær vilja ekki að Apple komi sér upp einokun á verðmætum upplýsingum um hegðun viðskiptavina þeirra. Sum önnur greiðslukerfi, sem verið er að þróa fyrir snjalltæki, munu gefa stóru keðjunum kleift að halda eftir þeim upplýsingum. Þetta eru kerfi á borð við CurrentC, sem Wal Mart ætlar sér að notast við.

Þótt illa hafi gengið hjá Apple að koma Pay-leið sinni að þá er ekki talið útilokað að hún muni síðar meir fá annað tækifæri til að ná fótfestu. Þægindin sem leið Apple býður upp á fyrir neytendur til að greiða fyrir vörur sínar er einfaldlega talin vera mun betri en þær leiðir sem samkeppnisaðilar hafa boðið upp á.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None