Stóru bankarnir og kortafyrirtækin sektuð um 1,6 milljarða

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Arion banki, Íslands­banki, Lands­bank­inn og greiðslu­korta­fyr­ir­tækin Borgun og Valitor hafa fall­ist á að greiða 1,6 millj­arða króna sekt til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. vegna rann­sóknar eft­ir­lits­ins á sam­keppn­is­hömlum á greiðslu­korta­mark­aði. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Fyr­ir­tækin hafa þar með gert sáttir við Sam­keppn­is­eft­ir­litið og við­ur­kenna um leið að hátt­semi þeirra hafi hvorki verið í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög né EES-­samn­ing­inn. Þá fall­ast þau á að ráð­ast í umfangs­miklar aðgerðir til að auka sam­keppni.

Korta­þjón­ustan rúll­aði bolt­anum af staðMálið má rekja til kvört­unar Korta­þjón­ust­unar ehf. til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Fyr­ir­tækið taldi að ofan­greind fyr­ir­tæki hefðu gerst brot­leg við lög með ýmsum aðgerðum sem fyr­ir­tækið taldi að hefðu hindrað sam­keppni á mark­aði. Þann 8. mars birti Sam­keppn­is­eft­ir­litið frum­mat sitt á mál­inu í því skyni að auð­velda fyr­ir­tækj­unum að nýta and­mæla­rétt sinn. Í kjöl­farið ósk­uðu bank­arn­ir, Borgun og Valitor eftir því að heim­ild sam­keppn­islaga til að ljúka málum með sátt yrði nýtt.

Vegna sátt­ar­innar verða breyt­ingar á greiðslu­korta­mark­aði, þannig að hámark verður sett á milli­gjald sem er þóknun sem rennur til bank­anna, sem útgef­anda greiðslu­korta, fyrir þjón­ustu sem bankar veita sölu­að­il­um, meðal ann­ars versl­un­um, vegna greiðslu­korta­notk­un­ar. Sam­keppn­is­eft­ir­litið full­yrðir í til­kynn­ingu að breyt­ing­arnar muni leiða til lækk­unar frá því sem nú er. Þá leiði þær til auk­ins gagn­sæis í gjald­töku sem sé ætlað að hafa í för með sér aukna hag­ræð­ingu. Jafn­framt muni Valitor og Borgun skilja á milli útgáfu­þjón­ustu og færslu­hirð­inga, en sam­rekstur þess­ara starfs­hátta hafi falið í sér sam­keppn­is­hindr­anir gagn­vart öðrum keppi­nautum á greiðslu­korta­mark­aði. Þá er horfið frá því að keppi­nautar á við­skipta­banka­mark­aði eigi saman greiðslu­korta­fyr­ir­tæki, sem hafi ekki gef­ist vel í sam­keppn­is­legu til­liti. Sam­hliða er tryggt að Valitor og Borgun þjón­usti aðra en eig­endur sína á jafn­ræð­is­grund­velli, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið fagnar nið­ur­stöð­unniÞar segir Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins: „Sam­keppn­is­eft­ir­litið fagnar því að nið­ur­staða sé nú fengin í þessa umfangs­miklu rann­sókn. Þær breyt­ingar sem sátt­irnar fela í sér eru mik­il­vægur áfangi í því að auka sam­keppni á fjár­mála­mark­aði, sam­fé­lag­inu til hags­bóta. Aðgerð­irnar eru jafn­framt liður í áherslum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur starfað eftir und­an­gengin ár.“

Sam­keppn­islaga­brotin sem um ræðir snúa að fram­kvæmd við ákvörðun milli­gjalda og við veit­ingu vild­ar­punkta, á árunum 2007 til og með 2009.

Valitor og Borg­un, sem hafa verið í eigu keppi­nauta á fjár­mála­mark­aði, Valitor í eigu Arion banka og Lands­bank­ans og Borgun í eigu Íslands­banka og Lands­bank­ans. Eign­ar­haldið hefur verið óheppi­legt í sam­keppn­is­legu til­liti að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Sátt­irnar sem fyr­ir­tækin hafa nú und­ir­gengis breyta þessu, og verður fram­vegis óheim­ilt að hvort þess­ara greiðslu­korta­fyr­ir­tækja verði í eigu tveggja eða fleiri við­skipta­banka. Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur frá hefur Lands­bank­inn þegar selt eign­ar­hlut sinn í Valitor og Borg­un.

Íslands­banki naut sér­stakrar íviln­unarSekt Íslands­banka nemur 380 millj­ónum króna, sekt Arion banka og Lands­bank­ans nemur 450 millj­ónum króna, sekt Valitors nemur 220 millj­ónum króna og sekt Borg­unar nemur 120 millj­ónum króna.

Við ákvörðun sekta naut Íslands­banki sér­stakrar íviln­unar á grund­velli þess að hann lauk sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið fyrstur máls­að­ila. Þessi ríki sam­starfsvilji Íslands­banka hafði mjög jákvæð áhrif á fram­gang og nið­ur­stöðu máls­ins.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None