Stóru bankarnir og kortafyrirtækin sektuð um 1,6 milljarða

10016380525-fb1c4ee434-z.jpg
Auglýsing

Arion banki, Íslands­banki, Lands­bank­inn og greiðslu­korta­fyr­ir­tækin Borgun og Valitor hafa fall­ist á að greiða 1,6 millj­arða króna sekt til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. vegna rann­sóknar eft­ir­lits­ins á sam­keppn­is­hömlum á greiðslu­korta­mark­aði. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Fyr­ir­tækin hafa þar með gert sáttir við Sam­keppn­is­eft­ir­litið og við­ur­kenna um leið að hátt­semi þeirra hafi hvorki verið í sam­ræmi við sam­keppn­is­lög né EES-­samn­ing­inn. Þá fall­ast þau á að ráð­ast í umfangs­miklar aðgerðir til að auka sam­keppni.

Korta­þjón­ustan rúll­aði bolt­anum af staðMálið má rekja til kvört­unar Korta­þjón­ust­unar ehf. til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Fyr­ir­tækið taldi að ofan­greind fyr­ir­tæki hefðu gerst brot­leg við lög með ýmsum aðgerðum sem fyr­ir­tækið taldi að hefðu hindrað sam­keppni á mark­aði. Þann 8. mars birti Sam­keppn­is­eft­ir­litið frum­mat sitt á mál­inu í því skyni að auð­velda fyr­ir­tækj­unum að nýta and­mæla­rétt sinn. Í kjöl­farið ósk­uðu bank­arn­ir, Borgun og Valitor eftir því að heim­ild sam­keppn­islaga til að ljúka málum með sátt yrði nýtt.

Vegna sátt­ar­innar verða breyt­ingar á greiðslu­korta­mark­aði, þannig að hámark verður sett á milli­gjald sem er þóknun sem rennur til bank­anna, sem útgef­anda greiðslu­korta, fyrir þjón­ustu sem bankar veita sölu­að­il­um, meðal ann­ars versl­un­um, vegna greiðslu­korta­notk­un­ar. Sam­keppn­is­eft­ir­litið full­yrðir í til­kynn­ingu að breyt­ing­arnar muni leiða til lækk­unar frá því sem nú er. Þá leiði þær til auk­ins gagn­sæis í gjald­töku sem sé ætlað að hafa í för með sér aukna hag­ræð­ingu. Jafn­framt muni Valitor og Borgun skilja á milli útgáfu­þjón­ustu og færslu­hirð­inga, en sam­rekstur þess­ara starfs­hátta hafi falið í sér sam­keppn­is­hindr­anir gagn­vart öðrum keppi­nautum á greiðslu­korta­mark­aði. Þá er horfið frá því að keppi­nautar á við­skipta­banka­mark­aði eigi saman greiðslu­korta­fyr­ir­tæki, sem hafi ekki gef­ist vel í sam­keppn­is­legu til­liti. Sam­hliða er tryggt að Valitor og Borgun þjón­usti aðra en eig­endur sína á jafn­ræð­is­grund­velli, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið fagnar nið­ur­stöð­unniÞar segir Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins: „Sam­keppn­is­eft­ir­litið fagnar því að nið­ur­staða sé nú fengin í þessa umfangs­miklu rann­sókn. Þær breyt­ingar sem sátt­irnar fela í sér eru mik­il­vægur áfangi í því að auka sam­keppni á fjár­mála­mark­aði, sam­fé­lag­inu til hags­bóta. Aðgerð­irnar eru jafn­framt liður í áherslum sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur starfað eftir und­an­gengin ár.“

Sam­keppn­islaga­brotin sem um ræðir snúa að fram­kvæmd við ákvörðun milli­gjalda og við veit­ingu vild­ar­punkta, á árunum 2007 til og með 2009.

Valitor og Borg­un, sem hafa verið í eigu keppi­nauta á fjár­mála­mark­aði, Valitor í eigu Arion banka og Lands­bank­ans og Borgun í eigu Íslands­banka og Lands­bank­ans. Eign­ar­haldið hefur verið óheppi­legt í sam­keppn­is­legu til­liti að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Sátt­irnar sem fyr­ir­tækin hafa nú und­ir­gengis breyta þessu, og verður fram­vegis óheim­ilt að hvort þess­ara greiðslu­korta­fyr­ir­tækja verði í eigu tveggja eða fleiri við­skipta­banka. Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur frá hefur Lands­bank­inn þegar selt eign­ar­hlut sinn í Valitor og Borg­un.

Íslands­banki naut sér­stakrar íviln­unarSekt Íslands­banka nemur 380 millj­ónum króna, sekt Arion banka og Lands­bank­ans nemur 450 millj­ónum króna, sekt Valitors nemur 220 millj­ónum króna og sekt Borg­unar nemur 120 millj­ónum króna.

Við ákvörðun sekta naut Íslands­banki sér­stakrar íviln­unar á grund­velli þess að hann lauk sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið fyrstur máls­að­ila. Þessi ríki sam­starfsvilji Íslands­banka hafði mjög jákvæð áhrif á fram­gang og nið­ur­stöðu máls­ins.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None