Strætó í kröggum og telur sig þurfa 750 milljóna aukaframlag frá eigendum

Framkvæmdastjóri Strætó segir að til þess að geta sinnt nauðsynlegum fjárfestingum og náð sjálfbærum rekstri þurfi fyrirtækið um 750 milljóna króna aukaframlag til rekstursins á þessu ári frá eigendum sínum. Eigendafundur fer fram í byrjun september.

Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs.
Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs.
Auglýsing

Eig­endur Strætó, sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þyrftu að leggja félag­inu til um 750 millj­ónir króna auka­lega á árs­grund­velli til þess að félagið gæti ráð­ist í nauð­syn­legar fjár­fest­ingar í vagna­flota og þar með talist í sjálf­bærum rekstri, að sögn Jóhann­esar S. Rún­ars­sonar fram­kvæmda­stjóra Strætó.

Jóhannes segir í sam­tali við Kjarn­ann að þetta sýni grófir útreikn­ingar sem gerðir hafi verið innan fyr­ir­tæk­is­ins.

Á stjórn­ar­fundi Strætó um miðjan mán­uð­inn var bág fjár­hags­staða Strætó til umræðu og þeirri spurn­ingu varpað fram til stjórn­ar­manna, kjör­inna full­trúa í sveit­ar­fé­lög­unum sex sem eiga Strætó, hversu mikið fé sveit­ar­fé­lögin gætu lagt Strætó auka­lega til á þessu ári.

Jóhannes segir að umræður og við­ræður um þetta séu í gangi og að eig­enda­fundur muni fara fram í byrjun sept­em­ber þar sem þessi mál verða rædd frek­ar.

Á þessu ári hefur Strætó þegar fengið fram­lög frá eig­endum greidd fyr­ir­fram, með þeim hætti að í tvö­falt mán­að­ar­legt fram­lag var greitt einn mán­uð­inn, til þess að Strætó hefði hand­bært fé til þess að spila úr. Það þýðir að í raun er búið að greiða fram­lagið sem til stóð að yrði greitt út í des­em­ber­mán­uði til Strætó nú þeg­ar.

Auglýsing

Rekstr­ar­tap Strætó var 599 millj­ónir króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, en áætl­anir gerðu ráð fyrir því að tapið yrði 116 millj­ónir króna. Í árs­hluta­reikn­ingi Strætó segir að lak­ari afkoma skýrist einkum af því að sú tekju­aukn­ing sem fjár­hags­á­ætlun tíma­bils­ins gerði ráð fyrir hafi ekki skilað sér, sem meðal ann­ars megi rekja til áhrifa heims­far­ald­urs­ins.

Far­gjalda­tekj­ur, sem juk­ust þó um 12 pró­sent á milli ára, voru 97 millj­ónum undir áætlun og rekstr­ar­kostn­aður 325 millj­ónum yfir áætl­un, að und­an­skildri Pant akst­urs­þjón­ust­unni.

Hærri rekstr­ar­kostn­aður en gert var ráð fyrir er sagður skýr­ast af því að nið­ur­skurður sem gert var ráð fyrir í upp­hafi árs hafi ekki komið til fram­kvæmda fyrr en í apr­íl, auk þess sem aðfanga­kostn­aður hafi hækkað og yfir­vinna auk­ist.

Undir lok júní var hand­bært fé Strætó 733 millj­ónir króna, en þar af voru 400 millj­ónir króna eyrna­merktar fyr­ir­hug­uðum vagna­kaupum og 347 millj­ónir króna voru fyr­ir­fram­greitt fram­lag eig­enda.

Hvaðan koma tekjur Strætó?

Á árinu 2021 námu tekjur Strætó, fyrir utan tekjur af akst­urs­þjón­ust­unni Pant, 7,28 millj­örðum króna.

Þar af var fram­lag eig­end­anna, sveit­ar­fé­lag­anna sex, tæpir 4,06 milj­arð­ar. Auk þess nam fram­lag rík­is­ins tæpum 1,03 millj­örð­um.

Far­gjalda­tekjur síð­asta árs námu 1,84 millj­örðum og aðrar tekjur fyr­ir­tæk­is­ins 351 milljón króna.

Reykja­vík­ur­borg er langstærsti eig­andi Strætó bs. og á 60,3 pró­sent í fyr­ir­tæk­inu. Kópa­vogs­bær á 14,6 pró­sent, Hafn­ar­fjarð­ar­bær 12,5 pró­sent, Garða­bær 6,24 pró­sent, Mos­fells­bær 4,07 pró­sent og Sel­tjarn­ar­nes­bær 2,29 pró­sent.

Rekstr­ar­fram­lög til fyr­ir­tæk­is­ins eru oft­ast nær greidd í réttu hlut­falli við eign­ar­hlut­inn.

Það þýðir að ef Strætó fengi 750 millj­óna aukin fram­lög á árinu myndi Reykja­vík­ur­borg greiða rúmar 452 millj­ónir af þeirri upp­hæð. Kópa­vogs­bær myndi greiða 109,5 millj­ón­ir, Hafn­ar­fjörður 93,75 millj­ón­ir, Garða­bær 46,8 millj­ón­ir, Mos­fells­bær tæpa 31 milljón og Sel­tjarn­ar­nes­bær rúmar 17 millj­ón­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent