Stúka sem nota átti á Smáþjóðaleikunum kemur ekki í tæka tíð

img_0094.jpg
Auglýsing

Fimm hund­ruð og sjö­tíu manna fær­an­leg áhorf­enda­stúka, sem meðal ann­ars átti að nota á Smá­þjóða­leik­un­um, kemst ekki til lands­ins frá Kína í tæka tíð. Íþrótta­banda­lag Reykja­víkur (ÍBR) pant­aði stúk­una í mars­mán­uði til að eiga til taks og útleigu fyrir stærri íþrótta­við­burði, en knatt­spyrnu­fé­lagið Fram átti að fá hluta hennar að láni vegna heima­leikja meist­ara­flokka liðs­ins í Úlf­arsár­dal.

Sext­ándu Smá­þjóða­leik­arn­ir, sem nú fara fram á Íslandi, verða form­lega settir í næstu viku og munu standa dag­ana 1. til 6. júní næst­kom­andi. Til stóð að nota hluta stúkunnar við keppni í fim­leikum í hús­næði Ármanns í Laug­ar­daln­um. Óskar Örn Guð­brands­son, verk­efna­stjóri Smá­þjóða­leik­anna hjá Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­andi Íslands, segir að brugð­ist hafi verið við stöð­unni sem upp sé kom­inn, og seinkun stúkunnar muni ekki setja strik í reikn­ing­inn varð­andi fram­kvæmd fim­leika­keppn­inn­ar.

Fram­arar neyðst til að færa heima­leiki sína í Laug­ar­dal­innÞá hafði knatt­spyrnu­fé­lag­inu Fram verið lofað hluta stúkunn­ar, eða um fjögur hund­ruð sæti, fyrir heima­leiki liðs­ins í meist­ara­flokki, til að stand­ast kröfur Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands um aðstöðu áhorf­enda. Vegna tafa við afhend­ingu stúkunn­ar hefur félagið neyðst til að flytja heima­leiki sína yfir á Laug­ar­dals­völl. Sverrir Ein­ars­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Fram, segir að vonir standi til að hluti stúkunnar verði kom­inn í gagnið fyrir heima­leik meist­ara­flokks karla í fyrstu deild, gegn HK, sem fram fer 2. júlí næst­kom­andi. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur dráttur á afhend­ingu stúkunnar valdið Fröm­urum tölu­verðum óþæg­ind­um.

Frí­mann Ari Ferdin­ands­son, fram­kvæmda­stjóri ÍBR, segir í sam­tali við Kjarn­ann að kostn­aður við kaup og flutn­ing stúkunnar hljóði upp á um ell­efu millj­ónir króna. Hann harmar að stúkan hafi ekki kom­ist til lands­ins í tæka tíð fyrir heima­leiki Fram, en til stóð að nota stúk­una á Smá­þjóða­leik­unum ámilli leikja liðs­ins. Hann segir að áætlað sé að stúkan komi til lands­ins þann 16. júní næst­kom­andi og svo muni starfs­maður frá fyr­ir­tæk­inu í Kína koma til lands­ins í lok júní­mán­aðar til að leið­beina um upp­setn­ingu henn­ar.

Auglýsing

Hann segir að stúkan hafi verið stað­sett í Grikk­landi þegar síð­ast frétt­ist, en rekja megi tafir á komu hennar til lands­ins meðal ann­ars til tafa hjá fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu í Kína, sem og seina­gangs hjá kín­verskum tolla­yf­ir­völdum við að afgreiða hana úr landi.

 

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None