Stúka sem nota átti á Smáþjóðaleikunum kemur ekki í tæka tíð

img_0094.jpg
Auglýsing

Fimm hund­ruð og sjö­tíu manna fær­an­leg áhorf­enda­stúka, sem meðal ann­ars átti að nota á Smá­þjóða­leik­un­um, kemst ekki til lands­ins frá Kína í tæka tíð. Íþrótta­banda­lag Reykja­víkur (ÍBR) pant­aði stúk­una í mars­mán­uði til að eiga til taks og útleigu fyrir stærri íþrótta­við­burði, en knatt­spyrnu­fé­lagið Fram átti að fá hluta hennar að láni vegna heima­leikja meist­ara­flokka liðs­ins í Úlf­arsár­dal.

Sext­ándu Smá­þjóða­leik­arn­ir, sem nú fara fram á Íslandi, verða form­lega settir í næstu viku og munu standa dag­ana 1. til 6. júní næst­kom­andi. Til stóð að nota hluta stúkunnar við keppni í fim­leikum í hús­næði Ármanns í Laug­ar­daln­um. Óskar Örn Guð­brands­son, verk­efna­stjóri Smá­þjóða­leik­anna hjá Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­andi Íslands, segir að brugð­ist hafi verið við stöð­unni sem upp sé kom­inn, og seinkun stúkunnar muni ekki setja strik í reikn­ing­inn varð­andi fram­kvæmd fim­leika­keppn­inn­ar.

Fram­arar neyðst til að færa heima­leiki sína í Laug­ar­dal­innÞá hafði knatt­spyrnu­fé­lag­inu Fram verið lofað hluta stúkunn­ar, eða um fjögur hund­ruð sæti, fyrir heima­leiki liðs­ins í meist­ara­flokki, til að stand­ast kröfur Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands um aðstöðu áhorf­enda. Vegna tafa við afhend­ingu stúkunn­ar hefur félagið neyðst til að flytja heima­leiki sína yfir á Laug­ar­dals­völl. Sverrir Ein­ars­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Fram, segir að vonir standi til að hluti stúkunnar verði kom­inn í gagnið fyrir heima­leik meist­ara­flokks karla í fyrstu deild, gegn HK, sem fram fer 2. júlí næst­kom­andi. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur dráttur á afhend­ingu stúkunnar valdið Fröm­urum tölu­verðum óþæg­ind­um.

Frí­mann Ari Ferdin­ands­son, fram­kvæmda­stjóri ÍBR, segir í sam­tali við Kjarn­ann að kostn­aður við kaup og flutn­ing stúkunnar hljóði upp á um ell­efu millj­ónir króna. Hann harmar að stúkan hafi ekki kom­ist til lands­ins í tæka tíð fyrir heima­leiki Fram, en til stóð að nota stúk­una á Smá­þjóða­leik­unum ámilli leikja liðs­ins. Hann segir að áætlað sé að stúkan komi til lands­ins þann 16. júní næst­kom­andi og svo muni starfs­maður frá fyr­ir­tæk­inu í Kína koma til lands­ins í lok júní­mán­aðar til að leið­beina um upp­setn­ingu henn­ar.

Auglýsing

Hann segir að stúkan hafi verið stað­sett í Grikk­landi þegar síð­ast frétt­ist, en rekja megi tafir á komu hennar til lands­ins meðal ann­ars til tafa hjá fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu í Kína, sem og seina­gangs hjá kín­verskum tolla­yf­ir­völdum við að afgreiða hana úr landi.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None