Stúka sem nota átti á Smáþjóðaleikunum kemur ekki í tæka tíð

img_0094.jpg
Auglýsing

Fimm hund­ruð og sjö­tíu manna fær­an­leg áhorf­enda­stúka, sem meðal ann­ars átti að nota á Smá­þjóða­leik­un­um, kemst ekki til lands­ins frá Kína í tæka tíð. Íþrótta­banda­lag Reykja­víkur (ÍBR) pant­aði stúk­una í mars­mán­uði til að eiga til taks og útleigu fyrir stærri íþrótta­við­burði, en knatt­spyrnu­fé­lagið Fram átti að fá hluta hennar að láni vegna heima­leikja meist­ara­flokka liðs­ins í Úlf­arsár­dal.

Sext­ándu Smá­þjóða­leik­arn­ir, sem nú fara fram á Íslandi, verða form­lega settir í næstu viku og munu standa dag­ana 1. til 6. júní næst­kom­andi. Til stóð að nota hluta stúkunnar við keppni í fim­leikum í hús­næði Ármanns í Laug­ar­daln­um. Óskar Örn Guð­brands­son, verk­efna­stjóri Smá­þjóða­leik­anna hjá Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­andi Íslands, segir að brugð­ist hafi verið við stöð­unni sem upp sé kom­inn, og seinkun stúkunnar muni ekki setja strik í reikn­ing­inn varð­andi fram­kvæmd fim­leika­keppn­inn­ar.

Fram­arar neyðst til að færa heima­leiki sína í Laug­ar­dal­innÞá hafði knatt­spyrnu­fé­lag­inu Fram verið lofað hluta stúkunn­ar, eða um fjögur hund­ruð sæti, fyrir heima­leiki liðs­ins í meist­ara­flokki, til að stand­ast kröfur Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands um aðstöðu áhorf­enda. Vegna tafa við afhend­ingu stúkunn­ar hefur félagið neyðst til að flytja heima­leiki sína yfir á Laug­ar­dals­völl. Sverrir Ein­ars­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Fram, segir að vonir standi til að hluti stúkunnar verði kom­inn í gagnið fyrir heima­leik meist­ara­flokks karla í fyrstu deild, gegn HK, sem fram fer 2. júlí næst­kom­andi. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur dráttur á afhend­ingu stúkunnar valdið Fröm­urum tölu­verðum óþæg­ind­um.

Frí­mann Ari Ferdin­ands­son, fram­kvæmda­stjóri ÍBR, segir í sam­tali við Kjarn­ann að kostn­aður við kaup og flutn­ing stúkunnar hljóði upp á um ell­efu millj­ónir króna. Hann harmar að stúkan hafi ekki kom­ist til lands­ins í tæka tíð fyrir heima­leiki Fram, en til stóð að nota stúk­una á Smá­þjóða­leik­unum ámilli leikja liðs­ins. Hann segir að áætlað sé að stúkan komi til lands­ins þann 16. júní næst­kom­andi og svo muni starfs­maður frá fyr­ir­tæk­inu í Kína koma til lands­ins í lok júní­mán­aðar til að leið­beina um upp­setn­ingu henn­ar.

Auglýsing

Hann segir að stúkan hafi verið stað­sett í Grikk­landi þegar síð­ast frétt­ist, en rekja megi tafir á komu hennar til lands­ins meðal ann­ars til tafa hjá fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu í Kína, sem og seina­gangs hjá kín­verskum tolla­yf­ir­völdum við að afgreiða hana úr landi.

 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None