Stundum er nefnilega gott að staldra aðeins við

burfell-1.jpg
Auglýsing

Ekk­ert land í heim­inum fram­leiðir jafn mikla raf­orku á mann og Íslandi og hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa af raf­orku­fram­leiðslu er óvíða hærra, eða nærri hund­rað pró­sent. Engu að síður hefur beinn arður Íslend­inga af raf­orku­fram­leiðslu verið rýr. Það sést best á því að langstærsti raf­orku­fram­leið­andi lands­ins, Lands­virkj­un, hefur í 50 ár greitt um 15 millj­arða króna í arð að núvirði.

Svona hljóma nýj­ustu mark­aðs­punkt­arnir frá grein­ing­ar­deild Arion banka. Nið­ur­staða grein­ing­ar­deild­ar­innar á í sjálfu sér ekki að koma á óvart, enda löngu ljóst að byggða­stefna hefur fyrst og fremst ráðið ríkjum við ákvarð­ana­töku stjórn­valda í virkj­un­ar- og stór­iðju­mál­um, fremur en við­skipta­legar for­send­ur. Auð­vitað svíður að auð­lindir lands­ins skili ekki nægi­lega miklu í þjóð­ar­bú­ið, og þar eru orku­auð­lind­irnar engin und­an­tekn­ing, en það er gömul saga og ný.

Sam­kvæmt Arion banka eru ekki for­sendur fyrir nýju álveri, þrátt fyrir ein­beitan vilja Skag­firð­inga um jafn gam­al­dags og úr sér gengna stór­iðju. Þá kallar bank­inn eftir meiri umræðu um lagn­ingu sæstrengs, vegna fjöl­margra áhættu­þátta við verk­efnið sem verði að kanna áður en hægt sé að full­yrða um hag­kvæmni strengs­ins.

Auglýsing

En loka­orð punkta Arion banka eru um margt áhuga­verð­ir: „Þá er einnig mögu­legt að hvorki sæstrengur né álver skili þjóð­inni sem mestum ábata af orku­auð­lindum okkar heldur eitt­hvað allt ann­að. Aðal­at­riðið er ekki ein­ungis að verk­efni stand­ist ávöxt­un­ar­kröfu heldur einnig að þau skili sem mestri arð­semi til eig­enda íslenskra orku­fyr­ir­tækja – þjóð­ar­inn­ar. Áhugi á orku­auð­lindum Íslend­inga hefur vaxið sam­hliða miklum ferða­mann­straumi sem gerir ósnorta nátt­úru vafa­lítið enn verð­mæt­ari en áður, svo taka þarf einnig til­lit til þess.“

Einmitt, pælum aðeins í þessu.

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None