Suðupunktur nálgast í Úkraínu

000_Par7866731_photo.jpg
Auglýsing

Þegar bráðabirgðastjórn tók við völdum í Úkraínu eftir að Viktor Janúkovitsj hrökklaðist frá völdum í febrúar var efnahagsástandið stærsta verkefnið sem þá blasti við. Á tveimur mánuðum hefur margt breyst, ekki bara landamæri ríkisins. Daglega berast fréttir af uppreisn í austurhluta landsins. Á mánudag var borgarstjóri Kharkiv skotinn í bakið og á þriðjudag voru enn fleiri stjórnarbyggingar herteknar af uppreisnarmönnum, sem nú hafa slíkar byggingar á sínu valdi í rúmlega tíu borgum og bæjum.

Hvað vilja uppreisnarmennirnir og hverjir eru þeir?


Uppreisnarmennirnir í austurhluta Úkraínu vilja aukna sjálfstjórn, jafnvel sjálfstæði, og sumir vilja verða hluti af Rússlandi. Þeir segjast óttast að rússneskumælandi fólk í landinu verði kúgað af stjórnvöldum. Þeir njóta nokkurs stuðnings meðal almennings, enda eru margir óánægðir. Þá eru þær raddir háværar sem segja að núverandi stjórnvöld séu ólögmæt. Úkraínska þingið hefur í vikunni rætt möguleikann á því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið eigi að vera sameinað áfram eða breytast í ríkjasamband þar sem hvert svæði hefði aukin völd. Þingmenn hafa ekki komist að neinni niðurstöðu og eru ósammála um orðalag og hvaða spurninga ætti að spyrja.

almennt_01_05_2014

Uppreisnarmennirnir eru færri en tóku þátt í innlimun Krímskaga. Flestir telja að þeir séu nokkuð hundruð, og þeim má skipta í tvo hópa. Annars vegar eru það hermenn, menn sem ganga um í ómerktum einkennisbúningum og eru bersýnilega vel þjálfaðir og vel vopnaðir. Hins vegar er verr skipulagður og vopnaður hópur uppreisnarmanna af hverjum stað eða svæði fyrir sig.

Auglýsing

Þrátt fyrir að sumir haldi því fram að uppreisnin sé sjálfsprottin hjá fólki á svæðinu er svo ekki að öllu leyti. Óligarkar, úkraínskir auðmenn, eru taldir hafa fjármagnað uppreisnina að hluta. Þeir vilja sjálfstjórn en ekki rússnesk yfirráð, og fyrst og fremst vilja þeir halda áfram að auðgast á auðlindum landsins. Einnig bendir margt til þess að rússneski herinn og leyniþjónustan hafi verið viðriðnir upp­reisnina. Blaðamenn á þessum svæðum hafa greint frá því að uppreisnarmenn hafi sumir viðurkennt að vera rússneskir ríkisborgarar, og bæði Bandaríkjamenn og Atlantshafsbandalagið (NATO) segjast hafa fyrir því sannanir að Rússar stjórni atburðarásinni.

Þetta er örstutt útgáfa af ítarlegri greiningu á ástandinu í Úkraínu. Lestu hana í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None