Svigrúm til launahækkana sé „takmarkað“ eða jafnvel „á þrotum“

Tveir hagfræðingar sem Þjóðhagsráð fékk til þess að leggja mat á stöðu mála á vinnumarkaði núna í aðdraganda kjarasamningalotu segja að lítið svigrúm sé til launahækkana, ef það eigi að vera mögulegt að verja kaupmátt landsmanna.

peningar
Auglýsing

Tveir hag­fræð­ing­ar, sem Þjóð­hags­ráð fékk til þess að vinna grein­ar­gerðir um stöðu og horfur á vinnu­mark­aði núna í aðdrag­anda kjara­samn­inga, komust að þeirri nið­ur­stöðu að um þessar mundir sé svig­rúm í hag­kerf­inu til nafn­launa­hækk­ana „tak­mark­að“ eða jafn­vel „á þrot­u­m“, ef tryggja eigi að kaup­máttur laun­anna sem lands­menn fá í vas­ann haldi sér.

Grein­ar­gerðir þeirra Katrínar Ólafs­dóttur dós­ents í hag­fræði við HR og Arn­órs Sig­hvats­sonar hag­fræð­ings voru birtar á vef stjórn­ar­ráðs­ins í dag, sam­hliða til­kynn­ingu um starf­semi Þjóð­hags­ráðs á árinu.

Ætti ekki að gefa hug­mynda­fræði nor­ræna lík­ans­ins upp á bát­inn

Katrín segir í skýrslu sinni að hætt sé við að nafn­launa­hækk­anir í þeirri kjara­samn­inga­lotu sem stendur fyrir dyrum fari „að mestu út í verð­lag“ í því flókna efna­hags­á­standi sem nú blasi við. „Því er æski­leg­ast í þess­ari samn­inga­lotu að leita leiða til að tryggja kaup­mátt þeirra sem verst standa á vinnu­mark­aði fremur en að leggja áherslu á nafn­launa­hækk­an­ir,“ skrifar hún í inn­gangi grein­ar­gerðar sinn­ar, en í skýrsl­unni kemur fram það mat Katrínar að einna mik­il­væg­ast sé að „setja ramma utan um samn­inga­við­ræð­urnar svo að ekki hefj­ist nýtt höfr­unga­hlaup í næstu samn­ing­um“.

„Þótt ekki hafi tek­ist að finna leið til að taka upp ein­hverja útgáfu af nor­ræna lík­an­inu í gegnum Salek-­sam­starfið ætti ekki að gefa það upp á bát­inn að hug­mynda­fræði nor­ræna lík­ans­ins verði gefið meira pláss í kjara­samn­ingum fram­tíð­ar­inn­ar,“ segir Katrín í skýrslu sinni.

Auk þess bendir hún á að leggja mætti áherslu á ein­stök atriði við kjara­samn­ings­gerð­ina sem lúta að öðru en beinum launa­hækk­un­um.

Auglýsing

Þar lítur Katrín meðal ann­ars til áhrifa styttri vinnu­viku, brú­unar umönn­un­ar­tíma­bils­ins frá fæð­ing­ar­or­lofi til leik­skóla, hug­mynda um að setja þak á yfir­vinnu­greiðslur og tryggja að tíma­bundnum vinnu­toppum sé mætt með því að yfir­vinna gefi auk­inn frí­tíma, aðgerðir sem tengj­ast kulnun og end­ur­komu á vinnu­mark­að, sí- og end­ur­mennt­un, fram­hald fjar­vinnu eftir COVID-far­ald­ur­inn og sér­staks átaks til að jafna launa­mun kynj­anna.

Katrín Ólafsdóttir er dósent við HR.

Þá nefnir Katrín einnig að bæta mætti eft­ir­lit með fákeppn­is­fyr­ir­tækjum og efla Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, þar sem fyr­ir­tæki í fákeppni hafi meiri mögu­leika á að mynda hagnað en þau sem eru í sam­keppni. Ástæða sé til að „hafa eft­ir­lit með þessum fyr­ir­tækjum svo að þau nýti ekki stöðu sína á mark­aði til að auka hagnað og tryggja að aukin skil­virkni í rekstri skili sér til neyt­enda“.

„Það gæti orðið öllum neyt­endum í hag að bæta almennt eft­ir­lit með fyr­ir­tækjum í fákeppni, ekki síst þeim sem eru á mörk­uðum þar sem stórum hluta tekna ein­stak­linga er var­ið, t.d. dag­vöru­fyr­ir­tækj­um, bens­ín­fyr­ir­tækj­um, bönkum og trygg­inga­fyr­ir­tækj­u­m,“ segir Katrín í skýrslu sinni.

Þar nefnir hún einnig að bæta mætti stöðu ein­stakra hópa, til dæmis þeirra sem eru undir lág­tekju­mörkum og leigj­endum á hús­næð­is­mark­aði sem búa við íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að.

Óvissa önnur og meiri en oft­ast áður

Í skýrsl­unni fer Katrín yfir það að nú sé verið að fara í kjara­við­ræður við mikla óvissu.

„Fram­tíðin er alltaf óviss, en óvissan nú er önnur og meiri en oft­ast áður. Það dregur úr hag­vexti í heims­bú­skapnum og þótt stríðið í Úkra­ínu hafi minni áhrif hér á landi en víða ann­ars staðar er útlit fyrir að þau verði nokkuð lang­vinn. Áhrifa Covid-19 mun einnig gæta áfram. Fleiri afbrigði veirunnar gætu skotið upp koll­in­um. Á alþjóða­mark­aði hafa líkur auk­ist á skorti á elds­neyti og ein­stökum mat­vælum og sumir spá hung­ursneyð meðal þeirra er veikast standa. Sér­fræð­ingar eru langt frá því að vera sam­mála um hvernig skuli bregð­ast við aðstæð­um. Alþjóð­legar verð­bólgu­spár hafa hækkað mikið síð­ustu mán­uði og hag­vaxt­ar­spár lækk­að. Líkur á skar­pri nið­ur­sveiflu hafa auk­ist til muna, þótt fáir séu enn til­búnir að spá slíku. Það er mik­il­væg­ara en oft áður að fjár­mála­stjórn og pen­inga­mála­stjórn styðji hvor aðra og stefni að sama mark­miði í þeirri erf­iðu stöðu sem uppi er í þjóðarbú­skapn­um. Þá er mik­il­vægt að hag­stjórn bregð­ist skjótt og vel við breyttum aðstæð­um, en búast má við breyt­ingum á næstu miss­er­um. Jafn­framt sam­vinna við aðila vinnu­mark­að­ar­ins að vera góð til að tryggja raun­veru­lega kjara­bót í næstu kjara­samn­ingum í stað þess að samið verði um háar nafn­launa­hækk­anir sem fara beint út í verð­lag og úr verði gam­al­kunnar víxl­hækk­anir verð­lags og launa,“ segir í skýrslu Katrín­ar.

Óvenju­legar hag­stæðar aðstæður síð­asta ára­tugar ekki lengur fyrir hendi

Arnór Sig­hvats­son, sem er fyrr­ver­andi aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, fjallar í grein­ar­gerð sinni um „marg­brotið sam­spil vinnu­mark­að­ar, hag­kerfis og hag­stjórnar á Íslandi sem veldur því að erfitt getur reynst að við­halda stöð­ug­leika á vinnu­mark­aði og öðrum sviðum þjóð­ar­bú­skap­ar­ins“.

Arnór Sighvatsson er hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri. Mynd: Seðlabankinn

Hann segir um að mat á vexti fram­leiðni, sem svig­rúm til launa­hækk­ana er gjarnan metið út frá, sé háð mik­illi óvissu, einkum þegar tekið sé mið af nýlegum gögn­um. Þannig geti mæl­ingar á lands­fram­leiðslu t.d. tekið umtals­verðum breyt­ingum í ára­tug eftir að fyrstu áætl­anir birtast, auk þess sem mat á heild­ar­vinnu­stundum sé mik­illi óvissu háð. Því segir hann að það „virð­ist skyn­sam­legt að horfa yfir langt tíma­bil fremur en nýlegar breyt­ingar þegar lagt er mat á svig­rúm til launa­breyt­inga, með fyr­ir­vara um að lang­tíma­leitni getur verið í vexti fram­leiðn­i“.

Undir lok grein­ar­gerðar sinnar svarar hann þeirri spurn­ingu sem Þjóð­hags­ráð lagði fyr­ir, um sjálft svig­rúm­ið, og segir að árin eftir fjár­mála­hrunið 2008 hafi mynd­ast „ákveðið svig­rúm fyrir launa­breyt­ingar eftir að hlut­fall launa af verð­mæta­sköpun lækk­aði veru­lega í kjöl­far krepp­unn­ar.“

En nú segir hann að önnur mynd blasi við:

„Á und­an­förnum árum hefur launa­hlut­fallið verið að fær­ast upp í eða yfir lang­tíma­með­al­tal. Veru­legur afgangur hafði mynd­ast á við­skiptum við útlönd sem nú hefur a.m.k. tíma­bundið snú­ist í halla. Ferða­manna­bylgjan og við­skipta­kjara­bati leiddi til geng­is­hækk­unar sem ásamt lít­illi alþjóð­legri verð­bólgu varð til þess að laun gátu hækkað veru­lega án þess að það hefði sýni­leg áhrif á inn­lenda verð­bólgu. Þetta svig­rúm er nú á þrotum og erlendir kostn­að­ar­liðið sem áður lækk­uðu til mót­vægis við auk­inn inn­lendan kostnað eru nú sjálf­stæður verð­bólgu­vald­ur. Launa­breyt­ingar sem samið verður um í næstu kjara­samn­ingum þyrftu að taka mið af því að hinar óvenju­legu hag­stæðu aðstæður eru ekki lengur fyrir hendi. Verði það gert má binda vonir við að hægt verði að varð­veita bæði ytra og innra jafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapnum og verja kaup­mátt þeirra kjara­samn­inga sem und­ir­rit­aðir verða,“ skrifar Arnór.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent