Sólmyrkvinn, sem mun sjást hér á landi á morgun ef aðstæður leyfa, hefur þegar togað til landsins þúsundir ferðamanna, en nær öll hótel á höfuðborgarsvæðinu, og raunar víðar um landið, eru uppbókuð. Mikill áhugi er einnig hjá almenningi í landinu á þessu magnaða fyrirbæri.
Sólmyrkvi (solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð.
Myndband stjörnufræðivefsins, þar sem sólmyrkvinn er skýrður, má sjá hér meðfylgjandi, en Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, var til viðtals í þættinum ÞUKL á dögunum, í hlaðvarpi Kjarnans, þar sem fjallað var um Sólmyrkvann.
Auglýsing
https://vimeo.com/121259818