Svör ekki komin fram um hvernig tryggt verði að það „lokist ekki á allt hjá okkur“

Það verður nóg um að vera í samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Vegagerðin vinnur nú að greiningum á því hvernig allir ferðamátar eigi að komast leiðar sinnar á framkvæmdatímanum, en hefur engin góð svör við því sem stendur.

Þessi mynd sýnir mismunandi áfanga Borgarlínu og þau þróunarsvæði í Reykjavík og Kópavogi sem eru undir í framkvæmdum á næstu árum.
Þessi mynd sýnir mismunandi áfanga Borgarlínu og þau þróunarsvæði í Reykjavík og Kópavogi sem eru undir í framkvæmdum á næstu árum.
Auglýsing

Ein af fyrstu fram­kvæmd­unum sem bein­línis tengj­ast Borg­ar­línu og íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ættu að verða varir við verður lík­lega Foss­vogs­brú­in, en áformað er að vinna við fyll­ingar við brú­ar­endana í Naut­hóls­vík og á Kár­nesi hefj­ist um mitt árið eða í haust og að farið verði í frek­ari fram­kvæmdir við brúnna á næsta ári.

Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Bryn­dísar Frið­riks­dótt­ur, svæð­is­stjóra höf­uð­borg­ar­svæðis Vega­gerð­ar­inn­ar, sem hélt erindi um stöðu stofn­vega- og borg­ar­línu­verk­efna í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á fundi sem Vega­gerðin og Betri sam­göngur stóðu fyrir í morg­un.

Sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er sann­kallað stór­á­tak í sam­göngu­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu næsta rúma ára­tug, en til upp­rifj­unar þá ætla ríkið og sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borga­svæð­inu að verja alls 120 millj­örðum króna í fram­kvæmdir fram til árs­ins 2033, þar 52,2 millj­örðum í stofn­vega­fram­kvæmdir og 49,6 millj­örðum í inn­viði Borg­ar­línu.

Bryndís Friðrikssdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar. Mynd: Skjáskot úr streymi Vegagerðarinnar.

Fram kom í máli Bryn­dísar að borg­ar­línu­verk­efnið væri brátt að byrja í for­hönnun og að verið væri að horfa til þess þessa dag­ana hvernig ætti að skipta fyrsta áfanga þess – í hvaða röð eigi að umbreyta göt­unum þar sem Borg­ar­línan kemur til með að fara um.

Í þeirri ákvarð­ana­töku allri þarf að horfa til þess að ýmsar aðrar fram­kvæmdir verða í gangi á sama tíma, eins og Bryn­dís benti á. „Á sama tíma og við ætlum að vera að fram­kvæma Borg­ar­lín­una ætlum við líka að vera að fram­kvæma Sæbraut­ar­stokk­inn og gatna­mótin við Bústaða­veg­inn og hluta af Miklu­braut­ar­stokkn­um, teng­ing­una þarna upp á Snorra­braut, og við þurfum svo­lítið að sjá í gegnum það að það lok­ist ekki bara allt hjá okk­ur,“ sagði Bryn­dís.

„Stærsta mark­miðið okkar er að tryggja öryggi veg­far­enda og öryggi þeirra sem eru að vinna að þessum fram­kvæmd­um,“ bætti hún við.

Í svari við spurn­ingu eftir að öllum erindum var lokin sagði hún að Vega­gerðin væri ekki komin með „neitt gott svar“ við því hvernig ætti að tryggja að umferð kæm­ist leiðar sinnar um höf­uð­borg­ar­svæðið á meðan þessum miklu fram­kvæmdum stend­ur. Hins vegar er unnið að grein­ingum í þeim efn­um.

Brú fyrir vinstri beygju inn á Bústaða­veg

Bryn­dís sagði frá stöð­unni á vinnu við hönnun gatna­móta Reykja­nes­brautar og Bústaða­vegi. Hún sagði frá því að verið væri að skoða gamla lausn sem fæli í sér að setja vinstri beygj­una af Reykja­nes­braut inn á Bústaða­veg á brú. Með því móti yrði hægt að hafa hægri beygjur inn og út af Bústaða­veg­inum í frjálsu flæði og beina umferðin á Reykja­nes­braut­inni fengi frítt flæði – umferð­ar­ljósin myndu víkja.

Auglýsing

Inn í þessa hönnun alla spilar svo einnig lega Borg­ar­línu með­fram Reykja­nes­braut­inni, en teng­ing Borg­ar­línu frá Mjódd í hinu nýju Voga­byggð er hluti af lotu 3 af fram­kvæmdum við Borg­ar­lín­una. Bæði er til skoð­unar að hafa akleið Borg­ar­lín­unnar fyrir miðju veg­ar, en einnig er horft til þess að hafa sér­rýmið í jaðri akveg­ar­ins og Elliða­ár­dals­ins.

Vega­gerðin býst við því að geta sýnt frekar á spilin hvað þessi marg­um­ræddu gatna­mót varðar á vor­mán­uð­um, sam­kvæmt Bryn­dísi.

Mik­ill áhugi frá sveit­ar­fé­lög­um, háskól­um, fjár­festum og almenn­ingi

Bryn­dís sagði frá því í erindi sínu að nærri öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefðu haft mik­inn áhuga á því að flýta und­ir­bún­ingi borg­ar­línu­teng­inga inn til þeirra.

Einnig sagði Bryn­dís að hið sama gilti um bæði háskóla­sam­fé­lögin hjá HÍ og HR, og að báðir skólar væru mjög metn­að­ar­fullar áætl­anir um stoppi­stöðvar og eig­in­lega umbreyt­ingu á umhverf­inu við skól­ana, með teng­ingum Borg­ar­línu.

„Svo finnum við líka fyrir því að fjár­festar hafa verið að fjár­festa í lóðum á nálægum stöðum við Borg­ar­línu og hafa verið að kalla eftir því að sjá hvernig Borg­ar­línan er hugsuð í gegn þannig að þeir geti farið að und­ir­búa sína upp­bygg­ingu. Svo fáum við líka fyr­ir­spurnir frá íbúum sem vilja fá stoppi­stöð fyrir utan heim­ili sitt, svo áhug­inn er mjög mik­ill,“ sagði Bryn­dís.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent