Svör ekki komin fram um hvernig tryggt verði að það „lokist ekki á allt hjá okkur“

Það verður nóg um að vera í samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Vegagerðin vinnur nú að greiningum á því hvernig allir ferðamátar eigi að komast leiðar sinnar á framkvæmdatímanum, en hefur engin góð svör við því sem stendur.

Þessi mynd sýnir mismunandi áfanga Borgarlínu og þau þróunarsvæði í Reykjavík og Kópavogi sem eru undir í framkvæmdum á næstu árum.
Þessi mynd sýnir mismunandi áfanga Borgarlínu og þau þróunarsvæði í Reykjavík og Kópavogi sem eru undir í framkvæmdum á næstu árum.
Auglýsing

Ein af fyrstu fram­kvæmd­unum sem bein­línis tengj­ast Borg­ar­línu og íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ættu að verða varir við verður lík­lega Foss­vogs­brú­in, en áformað er að vinna við fyll­ingar við brú­ar­endana í Naut­hóls­vík og á Kár­nesi hefj­ist um mitt árið eða í haust og að farið verði í frek­ari fram­kvæmdir við brúnna á næsta ári.

Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Bryn­dísar Frið­riks­dótt­ur, svæð­is­stjóra höf­uð­borg­ar­svæðis Vega­gerð­ar­inn­ar, sem hélt erindi um stöðu stofn­vega- og borg­ar­línu­verk­efna í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á fundi sem Vega­gerðin og Betri sam­göngur stóðu fyrir í morg­un.

Sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er sann­kallað stór­á­tak í sam­göngu­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu næsta rúma ára­tug, en til upp­rifj­unar þá ætla ríkið og sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borga­svæð­inu að verja alls 120 millj­örðum króna í fram­kvæmdir fram til árs­ins 2033, þar 52,2 millj­örðum í stofn­vega­fram­kvæmdir og 49,6 millj­örðum í inn­viði Borg­ar­línu.

Bryndís Friðrikssdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar. Mynd: Skjáskot úr streymi Vegagerðarinnar.

Fram kom í máli Bryn­dísar að borg­ar­línu­verk­efnið væri brátt að byrja í for­hönnun og að verið væri að horfa til þess þessa dag­ana hvernig ætti að skipta fyrsta áfanga þess – í hvaða röð eigi að umbreyta göt­unum þar sem Borg­ar­línan kemur til með að fara um.

Í þeirri ákvarð­ana­töku allri þarf að horfa til þess að ýmsar aðrar fram­kvæmdir verða í gangi á sama tíma, eins og Bryn­dís benti á. „Á sama tíma og við ætlum að vera að fram­kvæma Borg­ar­lín­una ætlum við líka að vera að fram­kvæma Sæbraut­ar­stokk­inn og gatna­mótin við Bústaða­veg­inn og hluta af Miklu­braut­ar­stokkn­um, teng­ing­una þarna upp á Snorra­braut, og við þurfum svo­lítið að sjá í gegnum það að það lok­ist ekki bara allt hjá okk­ur,“ sagði Bryn­dís.

„Stærsta mark­miðið okkar er að tryggja öryggi veg­far­enda og öryggi þeirra sem eru að vinna að þessum fram­kvæmd­um,“ bætti hún við.

Í svari við spurn­ingu eftir að öllum erindum var lokin sagði hún að Vega­gerðin væri ekki komin með „neitt gott svar“ við því hvernig ætti að tryggja að umferð kæm­ist leiðar sinnar um höf­uð­borg­ar­svæðið á meðan þessum miklu fram­kvæmdum stend­ur. Hins vegar er unnið að grein­ingum í þeim efn­um.

Brú fyrir vinstri beygju inn á Bústaða­veg

Bryn­dís sagði frá stöð­unni á vinnu við hönnun gatna­móta Reykja­nes­brautar og Bústaða­vegi. Hún sagði frá því að verið væri að skoða gamla lausn sem fæli í sér að setja vinstri beygj­una af Reykja­nes­braut inn á Bústaða­veg á brú. Með því móti yrði hægt að hafa hægri beygjur inn og út af Bústaða­veg­inum í frjálsu flæði og beina umferðin á Reykja­nes­braut­inni fengi frítt flæði – umferð­ar­ljósin myndu víkja.

Auglýsing

Inn í þessa hönnun alla spilar svo einnig lega Borg­ar­línu með­fram Reykja­nes­braut­inni, en teng­ing Borg­ar­línu frá Mjódd í hinu nýju Voga­byggð er hluti af lotu 3 af fram­kvæmdum við Borg­ar­lín­una. Bæði er til skoð­unar að hafa akleið Borg­ar­lín­unnar fyrir miðju veg­ar, en einnig er horft til þess að hafa sér­rýmið í jaðri akveg­ar­ins og Elliða­ár­dals­ins.

Vega­gerðin býst við því að geta sýnt frekar á spilin hvað þessi marg­um­ræddu gatna­mót varðar á vor­mán­uð­um, sam­kvæmt Bryn­dísi.

Mik­ill áhugi frá sveit­ar­fé­lög­um, háskól­um, fjár­festum og almenn­ingi

Bryn­dís sagði frá því í erindi sínu að nærri öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefðu haft mik­inn áhuga á því að flýta und­ir­bún­ingi borg­ar­línu­teng­inga inn til þeirra.

Einnig sagði Bryn­dís að hið sama gilti um bæði háskóla­sam­fé­lögin hjá HÍ og HR, og að báðir skólar væru mjög metn­að­ar­fullar áætl­anir um stoppi­stöðvar og eig­in­lega umbreyt­ingu á umhverf­inu við skól­ana, með teng­ingum Borg­ar­línu.

„Svo finnum við líka fyrir því að fjár­festar hafa verið að fjár­festa í lóðum á nálægum stöðum við Borg­ar­línu og hafa verið að kalla eftir því að sjá hvernig Borg­ar­línan er hugsuð í gegn þannig að þeir geti farið að und­ir­búa sína upp­bygg­ingu. Svo fáum við líka fyr­ir­spurnir frá íbúum sem vilja fá stoppi­stöð fyrir utan heim­ili sitt, svo áhug­inn er mjög mik­ill,“ sagði Bryn­dís.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent