Leynd og ógagnsæi einkennir forval Isavia á fyrirtækum til að sinna smásölu og veitingarekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Óánægja ríkir innan stjórnar Isavia með framkvæmd forvalsins, og Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna forvalið harðlega.
Samtökin hafa sent Isavia bréf þar sem óskað er skýringa á framkvæmd forvalsins, en fjölmörg fyrirtæki sem tóku þátt í forvalinu hafa sent samtökunum kvartanir vegna ógagnsæis í forvalsferlinu og hinnar miklu leyndar sem hvílt hefur á forvalinu.
Lestu ítarlega umfjöllun um umdeilt forval Isavia í nýjustu útgáfu Kjarnans.
Auglýsing
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_09_25/8[/embed]