Búið er að staðfesta að maðurinn sem skaut fréttakonuna Allison Parker og tökumaðurinn Adam Ward til bana í beinni útsendingu fyrr í dag og særði viðmælanda þeirra er fyrrum starfsmaður WDBJ7-sjónvarpsstöðvarinnar, sem Parker og Ward störfuðu fyrir. Maðurinn heitir Vester Lee Flanagan, en gekk áður undir nafninu Bryce Williams.
Flanagan tók morðin sjálfur upp á myndband og setti myndbandið svo inn á samfélagsmiðlasíður sínar, á Facebook og Twitter. Búið er að loka reikningum hans þar.
VA shooter Vester Lee Flanagan is a former employee of @WDBJ7, reported under the name Bryce Williams pic.twitter.com/3qBDgQ684q
Auglýsing
— CBS News (@CBSNews) August 26, 2015
Víðtæk leit stendur yfir að manninum. Um 30 til 40 lögreglumenn taka þátt í henni. Lögregluyfirvöld hafa hins vegar borið til baka fregnir þess efnis, sem greint hafði verið frá í ýmsum miðlum og á Twitter, að verið væri að elta bifreið sem hinn grunaði æki.
From Virginia State Police. There is no pursuit. pic.twitter.com/Gk6CzoarFU
— Henry Graff (@HenryGraff) August 26, 2015
Árásin átti sér stað í beinni útsendingu og í upptöku af henni sést árásarmaðurinn.
Parker og Ward voru að taka upp viðtal í bænum Moneta í Bedford-sýslu, sem er í Virginiu-ríki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC um málið átti árásin átti sér stað klukkan 06:45 að staðartíma í stórri verslunarmiðstöð, Bridgewater Plaza. Vicki Gardner, formaður viðskiptaráðs svæðisins, sem var viðmælandi Parker lifði af árásina en slasaðist umtalsvert. Samkvæmt frétt Roanoke Times er hún í bráðaaðgerð.
Hægt er að fylgjast með umfjöllun BBC um málið hér.
Fréttin var uppfærð eftir að nafn árásarmannsins var staðfest.