Tekju- og eignastaða Íslendinga batnað verulega frá hruninu

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Tekju- og eigna­staða Íslend­inga hefur batnað veru­lega frá hruni, sam­kvæmt tölum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið gaf út í dag. Ráðu­neytið tók saman upp­lýs­ingar um 5 pró­sent rík­asta hóp lands­manna og hin 95 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Skulda­staða 95 pró­senta lands­manna hefur batnað og eru skuldir nú 43 pró­sentum minni en þær voru í árs­lok 2008. 5 pró­sentin sem mest eiga skulda 18 pró­sentum minna en í lok árs­ins 2008. Eignir 95 pró­senta þjóð­ar­innar dróg­ust saman um 26 pró­sent að raun­virði í hrun­inu en hjá 5 pró­sent­unum dróg­ust eign­irnar saman um 22 pró­sent.

Tekjur, eignir, skuldir og eigið fé þeirra 5% landsmanna sem eiga mestar eignir sem hlutfall af heildartekjum, heildareignum, heildarskuldum og heildar eigin fé allra landsmanna Tekj­ur, eign­ir, skuldir og eigið fé þeirra 5% lands­manna sem eiga mestar eignir sem hlut­fall af heild­ar­tekj­um, heild­ar­eign­um, heild­ar­skuldum og heildar eigin fé allra lands­manna. Myndir frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­in­u.

Auglýsing

Tekjur þeirra 5 pró­senta sem mest eiga á Íslandi uxu hratt sem hlut­fall af heild­ar­tekjum allra fram að hruni. Eftir hrun lækk­uðu þær veru­lega en hafa hækkað á nýjan leik und­an­farin miss­eri. Þessi hópur átti um fjórð­ung allra eigna fyrir hrun og í hrun­inu minnk­uðu eigur þessa fólks minna en eigur ann­arra. Þess vegna urðu eignir rík­asta fólks­ins meira en þriðj­ungur heild­ar­eigna eftir hrun­ið.

Eigið fé rík­ustu 5 pró­sent­anna var um 40 pró­sent alls eigin fjárs fyrir hrunið en eftir hrunið fór það langt yfir helm­ing heild­ar­eig­in­fjár á Íslandi, vegna þess að eigin fé hinna dróst sam­an. Þessi rík­asti hópur skuld­aði 10 pró­sent allra skulda fyrir hrun en það hlut­fall hefur stöðugt lækkað síð­an, að sögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Eigið fé vaxið hraðar hjá öðrum en þeim allra rík­ustuHlutdeild eignamesta 1% í eigin fé 2000-2013/2014 Hlut­deild eigna­mesta 1% í eigin fé 2000-2013/2014.

Fjár­mála­ráðu­neytið gerði einnig sam­an­burð á milli Íslands og ann­arra landa þegar kemur að rík­asta 1 pró­senti þess­ara landa, en tekur fram að gögn um tekju­dreif­ingu eru ekki tekin saman með sam­ræmdum hætti og því er erfitt að bera þetta sam­an. Gögnin sem notuð voru gefa til kynna að hlut­deild 1 pró­sents eigna­mestu ein­stak­linga í heildar eigin fé er svipuð hér á landi og á hinum Norð­ur­lönd­un­um. „Hvergi á Norð­ur­lönd­um, utan mögu­lega Dan­merk­ur, eru nein teikn á lofti um að þessi hópur taki til sín vax­andi hlut­fall af eigin fé,“ segir fjár­mála­ráðu­neyt­ið. „Frá því að eigið fé var minnst eftir hrun hefur það vaxið hraðar hjá öðrum en þeim allra rík­ustu á Ísland­i.“

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None