Tekju- og eignastaða Íslendinga batnað verulega frá hruninu

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Tekju- og eigna­staða Íslend­inga hefur batnað veru­lega frá hruni, sam­kvæmt tölum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið gaf út í dag. Ráðu­neytið tók saman upp­lýs­ingar um 5 pró­sent rík­asta hóp lands­manna og hin 95 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Skulda­staða 95 pró­senta lands­manna hefur batnað og eru skuldir nú 43 pró­sentum minni en þær voru í árs­lok 2008. 5 pró­sentin sem mest eiga skulda 18 pró­sentum minna en í lok árs­ins 2008. Eignir 95 pró­senta þjóð­ar­innar dróg­ust saman um 26 pró­sent að raun­virði í hrun­inu en hjá 5 pró­sent­unum dróg­ust eign­irnar saman um 22 pró­sent.

Tekjur, eignir, skuldir og eigið fé þeirra 5% landsmanna sem eiga mestar eignir sem hlutfall af heildartekjum, heildareignum, heildarskuldum og heildar eigin fé allra landsmanna Tekj­ur, eign­ir, skuldir og eigið fé þeirra 5% lands­manna sem eiga mestar eignir sem hlut­fall af heild­ar­tekj­um, heild­ar­eign­um, heild­ar­skuldum og heildar eigin fé allra lands­manna. Myndir frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­in­u.

Auglýsing

Tekjur þeirra 5 pró­senta sem mest eiga á Íslandi uxu hratt sem hlut­fall af heild­ar­tekjum allra fram að hruni. Eftir hrun lækk­uðu þær veru­lega en hafa hækkað á nýjan leik und­an­farin miss­eri. Þessi hópur átti um fjórð­ung allra eigna fyrir hrun og í hrun­inu minnk­uðu eigur þessa fólks minna en eigur ann­arra. Þess vegna urðu eignir rík­asta fólks­ins meira en þriðj­ungur heild­ar­eigna eftir hrun­ið.

Eigið fé rík­ustu 5 pró­sent­anna var um 40 pró­sent alls eigin fjárs fyrir hrunið en eftir hrunið fór það langt yfir helm­ing heild­ar­eig­in­fjár á Íslandi, vegna þess að eigin fé hinna dróst sam­an. Þessi rík­asti hópur skuld­aði 10 pró­sent allra skulda fyrir hrun en það hlut­fall hefur stöðugt lækkað síð­an, að sögn fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Eigið fé vaxið hraðar hjá öðrum en þeim allra rík­ustuHlutdeild eignamesta 1% í eigin fé 2000-2013/2014 Hlut­deild eigna­mesta 1% í eigin fé 2000-2013/2014.

Fjár­mála­ráðu­neytið gerði einnig sam­an­burð á milli Íslands og ann­arra landa þegar kemur að rík­asta 1 pró­senti þess­ara landa, en tekur fram að gögn um tekju­dreif­ingu eru ekki tekin saman með sam­ræmdum hætti og því er erfitt að bera þetta sam­an. Gögnin sem notuð voru gefa til kynna að hlut­deild 1 pró­sents eigna­mestu ein­stak­linga í heildar eigin fé er svipuð hér á landi og á hinum Norð­ur­lönd­un­um. „Hvergi á Norð­ur­lönd­um, utan mögu­lega Dan­merk­ur, eru nein teikn á lofti um að þessi hópur taki til sín vax­andi hlut­fall af eigin fé,“ segir fjár­mála­ráðu­neyt­ið. „Frá því að eigið fé var minnst eftir hrun hefur það vaxið hraðar hjá öðrum en þeim allra rík­ustu á Ísland­i.“

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None