Það er ekki alltaf tóm vitleysa að kaupa lottómiða

lotto.jpg
Auglýsing

Því er stundum haldið fram að eitt það alvit­laus­asta sem fólk getur gert sé það að kaupa lottómiða. Lík­urnar á að landa fyrsta vinn­ingi eru sára­litlar og taki maður viku­lega þátt í Lottó Íslenskrar get­spár með 10 raða miða þá nemur kostn­að­ur­inn tæpum 68.000 krónum á ári.

En jafn­vel þótt lík­urnar á vinn­ingi séu allt að því hlægi­leg­ar, þá getur það stundum verið hyggi­legt að taka þátt. Eftir því sem pott­ur­inn stækk­ar, því skyn­sam­legra er að kaupa miða. Aðrar ástæður en auk­inn hagn­aður geta einnig rétt­lætt lottómiða­kaup. Það er ekki leið­in­legt að láta sig dreyma um hvað hægt sé að gera við nokkra tugi millj­óna króna, er það?

Auglýsing

Hverjar eru lík­urn­ar?

Íslend­ingar geta tekið þátt í þremur mis­mun­andi lottó­um. Fyrst er það hið klass­íska laug­ar­dagslottó Íslenskrar Get­spár, Lottó­ið. Viku­lega eru fimm kúlur dregnar upp í beinni útsend­ingu af sam­tals 40 kúl­um. Lík­urnar á að röð sé með sömu tölur og þær sem birt­ast í sjón­varp­inu eru

1 á móti 658.008

og tíu raðir kosta 1.300 krónur eða 67.600 krónur á ári.*

Á mið­viku­dögum er það síðan Vík­inga­lottó­ið, spilað með frænd­fólk­inu í Skand­in­av­íu. Vinn­ings­fjár­hæð­irnar eru öllu hærri en í Lottó­inu, enda fleiri þátt­tak­end­ur, en lík­urnar á vinn­ingi eru jafn­framt mun lægri. Lík­urnar á að fá fyrsta vinn­ing í Vík­inga­lottó­inu eru

1 á móti 12. 271. 512

og tíu raðir kosta 700 krónur eða 36.400 krónur á ári.*

Í Vík­inga­lottó eru sex tölur dregnar út af alls 48. Sá sem kaupir tíu raða miða í hverri viku, eða um 520 raðir á hverju ári, getur átt von á því að fá sex tölur réttar um það bil einu sinni á 23.500 ára fresti, að því er skrifað er um á Vís­inda­vef Háskóla Íslands. Að auki þarf ofur­töl­una til þess að landa stærsta vinn­ingi, sem vænta má í eitt skipti af hverjum átta. Að fá sex réttar auk ofur­töl­unnar er því átta sinnum erf­ið­ara en að fá aðeins sex rétta.



Af ein­hverri ástæðu hafa það oft­ast verið Norð­menn sem hreppa fyrsta vinn­ing­inn.



Á föstu­dögum er það síðan Euro Jack­pot, sam­evr­ópskur lottó­leik­ur. Lík­urnar á að vinna þann gullpott eru enn minni en í Vík­inga­lottói, eða

1 á móti 59.325.280

og tíu raðir kosta 3.200 krónur eða 166.400 krónur á ári.*

Kaupi maður tíu raða lottómiða í öllum leikj­unum í hverri viku þá nemur kostn­að­ur­inn sam­tals 270.000 krónum á ári. Að því gefnu að þú vinnir ekki stóran vinn­ing, og lík­urnar eru sann­ar­lega ekki með þér, þá er hægt að gera mjög margt skyn­sam­legra fyrir pen­ing­inn.

Kostn­að­ur­inn við dagdrauma

Neil Irwin, blaða­maður Ups­hot hjá New York Times, skrif­aði nýverið áhuga­verða grein þar sem hann tal­aði fyrir þátt­töku í lottó­inu, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum. Vegna þess hversu ótrú­lega litlar líkur séu á að fá fyrsta vinn­ing, þá þurfi kaup­andi að hafa efni á að tapa and­virði lottómið­ans. Eigi maður í fjár­hags­vand­ræð­um, já eða glími við spilafíkn, þá sé sömu­leiðis best að láta lottóið eiga sig.  En líti maður á kaup á lottómiðum sem neyslu en ekki fjár­fest­ingu, og líti þannig á að lottó svipi til þess að fara í bíó eða kaupa rauð­víns­flösku, þá megi finna skyn­sam­leg rök fyrir því að taka þátt.



„Það er gaman að ímynda sér fram­tíð­ina eftir að hafa unnið háar fjár­hæð­ir. Hver lætur sig ekki dreyma um hvað hann myndi kaupa eftir að hafa unnið í lottó?“ spyr Irwin í grein­inni. Þannig megi líta á að kostn­að­ur­inn við miða­kaupin sé ein­fald­lega kostn­aður við að láta sig dreyma um lífið eftir „þann stóra“.



„Þetta eru heldur ekki endi­lega inn­an­tómir dagdraum­ar. Stundum geta þessir draumar leitt til jákvæðra breyt­inga í lífi þínu. Hvað myndir þú gera ef þú fengir fyrsta vinn­ing? Myndir þú ferð­ast um heim­inn? Kannski ættir þú að safna þér fyrir heims­reisu, jafn­vel þótt þú ferð­ist í almennu far­rými en ekki í einka­þot­u,“ skrifar hann, í laus­legri þýð­ingu.

Skyn­sam­ari kaup ef pott­ur­inn er stór

Irwin bendir jafn­framt á að eftir því sem pott­ur­inn stækk­ar, því skyn­sam­legra er að taka þátt út frá sjón­ar­hóli töl­fræð­inn­ar. Ástæðan er sú að lottópott­ur­inn stækkar ef hann rennur ekki út vik­una áður – pen­ing­ana sem fólk eyddi í lottómiða í síð­ustu viku er hægt að vinna í þess­ari viku. Með öðrum orðum þá fer núvirði lottómið­ans hækk­andi eftir því sem pott­ur­inn stækk­ar.



„Þegar þú kaupir miða og líkur eru á stórum vinn­ingi, þá ertu í raun að veðja á að þú vinnir pen­inga sem annað fólk eyddi í lottómiða með röngum töl­u­m,“ segir Irwin.

Borgar það sig um næstu helgi?

Lottópottur helg­ar­innar hjá Íslenskri get­spá, dreg­inn út þann 14. febr­ú­ar, stefndi í 47 millj­ónir króna. Hann gekk ekki út og verður pott­ur­inn því sexfaldur næst. „Geislandi stjörnur og glim­merklæddar millj­ón­ir“ sagði í aug­lýs­ingu á vef­síðu félags­ins fyrir fimm­falda lottópott­inn. Nær allar líkur vor­u á að þessar geislandi stjörnur og glim­merklæddu millj­ónir verði ekki þín­ar. En að öllu fram­an­sögðu, og í ljósi stækk­andi lottópotts, borgar sig þá að taka þátt um næstu helgi, þar sem stærð potts­ins verður eflaust í kringum 60 millj­ónir króna?



Hjálmar Gísla­son, fram­kvæmd­ar­stjóri hjá Qlik og einn eig­anda Kjarn­ans, skrif­aði árið 2011 stutta grein þar sem spurði þess­arar sömu spurn­ingar. Rétt eins og fram hefur komið í þess­ari grein, þá svar­aði Hjálm­ar: „Oft­ast ekki, en þegar fyrsti vinn­ingur er marg­faldur geta þó skap­ast aðstæður að það sé hrein­lega fín hagn­að­ar­von í því að taka þátt í Lottó­in­u.“



Hjálmar gerði reikni­líkan sem hjálpar til við að ákveða hvort það borgi sig að spila í lottó, að gef­inni stærð potts­ins. Líkanið má finna hér, en þeir sem vilja fara að ráðum lík­ans­ins ættu ekki að taka þátt um næstu helg­ina.



*Árs­kostn­aður er mið­aður við að keyptur sé tíu raða miði í hverri viku.



Í excel-skjal­inu, sem er frá 2011, er verð á lottóröð stillt í 100 krón­ur. Það þarf að upp­færa hand­virkt, verð í dag er 130 krón­ur.



Tengt efni:

Flestir til­búnir að skipta á lottómiðum.



Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 19. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.



ferd-til-fjar_bordi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None