„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“

„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar vill vita áform Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, varð­andi ÍL-­sjóð, nú þegar Róbert Spanó, fyrr­ver­andi for­seti Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, hefur tekið undir lög­fræði­á­lit LOGOS sem líf­eyr­is­sjóðir létu vinna og segir hann ríkið bóta­skylt fari ÍL-­sjóður í þrot.

„Hvað leggur hann til að gert verði? Er hann enn á því að hans hug­myndir gangi upp um að heim­ila gjald­þrota­skipti eða önnur sam­bæri­leg slit á ÍL-­sjóð­i?“ spurði Helga Vala fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í morg­un.

Helga Vala sagði ríkið verða að standa skil á ábyrgð­inni á ÍL-­sjóði með öllu því sem fylgir og geti ekki breytt því með laga­setn­ingu, „enda ekk­ert slíkt ástand sem heim­ilar setn­ingu ein­hvers konar neyð­ar­laga“.

Auglýsing

Í lög­­fræð­i­á­liti sem LOGOS hefur unnið fyrir fjóra af stærstu líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins kemur fram að fyr­ir­huguð laga­­setn­ing Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem á að fela í sér gjald­­þrot eða sam­­bæri­­leg skulda­skil ÍL-­­sjóðs, fari í bága við stjórn­­­ar­­skrá og mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu. Í áliti LOGOS kemur fram að slíkt inn­­­grip fæli í sér eign­­ar­­nám eða ann­­ars konar skerð­ingu eign­­ar­rétt­inda sem myndi skapa íslenska rík­­inu bóta­­skyldu gagn­vart þeim sem eiga skulda­bréf útgefin af sjóðn­­­um. Þar eru íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir lang­­fyr­ir­­ferða­­mest­ir, en þeir eiga um 80 pró­­sent bréf­anna.

Í lög­fræði­á­liti sem Lands­lög unnu að beiðni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kemur fram að eigna­rétt­indi líf­eyr­is­sjóð­anna yrðu ekki skert ef ÍL-­sjóður yrði settur í þrot þar sem þeir fengju kröfur sínar greiddar að fullu. Eina eigna­skerð­ingin væri töpuð ávöxtun til fram­tíð­ar.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir fengu í fram­hald­inu Róbert Spanó, fyrr­ver­andi for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu, til að fara yfir bæði lög­fræði­á­litin og segir hann kröfur líf­eyr­is­sjóð­anna í ÍL-­sjóð varðar af eigna­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. Ákveði ríkið að keyra sjóð­inn í þrot er það bóta­skylt gagn­vart kröfu­höfum sjóðs­ins, að mati Róberts.

Milli­göngu­maður á vegum rík­is­ins mun eiga í sam­skipti við eig­endur bréfa

Bjarni benti á að ekki að er búið að leggja fram neitt frum­varp á þingi um slit ÍL-­sjóð og sagði hann lög­fræði­á­litið LOGOS fullt af fyr­ir­vörum um hvers efnis líkt mögu­legt frum­varp yrði, þegar til þess kæmi.

Stjórn­völd hafa skipað milli­göngu­mann fyrir hönd rík­is­ins sem mun eiga í sam­skiptum við eig­endur bréfa í ÍL-­sjóði. Til­gang­ur­inn, að sögn ráð­herra, er að reyna að „laða fram sam­eig­in­lega lausn sem myndi fela það í sér að þeir sem eiga kröfur á ÍL-­sjóð myndu taka í raun og veru yfir eigna­safnið og við fengjum þannig í reynd upp­gjör á þessum skuld­bind­ing­um.“

„Það eina sem vakir fyrir mér sem fjár­mála­ráð­herra er að upp­fylla laga­skyldu mína um að tak­marka tjón rík­is­sjóðs vegna þeirrar ábyrgðar sem ríkið er í fyrir skuld­bind­ingum ÍL-­sjóðs,“ sagði Bjarni, sem furð­aði sig á fram­göngu margra þing­manna sem hann sagði vera i „ein­hvers konar kapp­hlaupi hér við fjár­mála­ráð­herrann“.

Bjarni sagði að hann væri aðeins að reyna að upp­fylla laga­skyldur sín­ar, „við að koma fram þeim sjón­ar­miðum í þing­inu að þetta sé allt saman ólög­mætt og rík­is­sjóður verði að taka á sig sem allra mesta tjón vegna þess hvernig Íbúða­lána­sjóður var smíð­aður á sínum tíma“.

„Fyrir hvern er þetta fólk að vinna sem talar svona? Er ekki bara lang­best að huga að atriðum sem geta varið stöðu rík­is­sjóðs lögum sam­kvæmt? Það er það sem fjár­mála­ráð­herr­ann er að reyna að ger­a,“ sagði Bjarni.

„Við skulum ekki beita þjóð­ina blekk­ing­um“

Helga Vala gaf lítið fyrir svör Bjarna. „Við skulum ekki beita þjóð­ina blekk­ing­um. Það hefur ekki verið lagt fram frum­varp en með þessu lög­fræði­á­liti er verið að taka af allan vafa um ábyrgð íslenska rík­is­ins vegna þess hvernig stjórn­ar­skráin er saman sett, vegna þess hvernig mann­rétt­inda­sátt­mál­inn er sam­an­sett­ur.“

Hún sagði ráð­herra ekki geta skýlt sér á bak við milli­göngu­mann sem hann hefur sett í verkið við að reyna að koma á ein­hverjum samn­ing­um. „Það er ekki í boði. Það er hans að taka ábyrgð á gjörðum sínum einu sinni. Við hljótum að gera þá kröfu að það sé hann sem sé hér í for­svari fyrir þetta. Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i.“

Helga Vala ítrek­aði spurn­ingu sína til ráð­herra um hvað hann hyggst gera í mál­efnum ÍL-­sjóðs.

Bjarni sagð­ist ekki vera að reyna að skýla sér á bak við milli­göngu­mann, þvert á móti. Málið væri hins vegar ekki ein­falt.

„Rík­is­sjóður er í ein­faldri ábyrgð fyrir skuld­bind­ingum ÍL-­sjóðs og ÍL-­sjóður á ekki fyrir skuld­um. Það er hins vegar ekki alveg aug­ljóst hvernig á að bregð­ast við þeirri stöðu og í því lög­fræði­á­liti sem hátt­virtur þing­maður er hér að túlka fyrir þing­heim þá er velt upp sjón­ar­miðum um það að það þurfi að vera mjög sterk rök til að grípa inn í og setja sjóð­inn í slit ef menn ætla að gera það með eign­ar­námi án þess að bætur komi fyr­ir,“ sagði Bjarni.

Það þýði hins vegar ekki, að hans mati, að rík­is­sjóður sé í fullri ábyrgð fyrir öllum skuld­bind­ingum ÍL-­sjóðs út líf­tíma allra krafna. „Þetta bara þýðir það ekki. Það er svo ein­falt. Þannig að við skulum bara sjá.,“ sagði Bjarni.

Hann sagð­ist fagna allri opin­berri umræðu um ÍL-­sjóð. „Megi lög­fræði­á­litin verða sem flest og megi umræðan verða sem dýpst og við í fram­hald­inu taka ákvörðun með hags­muni rík­is­sjóðs að leið­ar­ljósi.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent