Lífeyrissjóðirnir segja áform Bjarna um ÍL-sjóð brjóta í bága við stjórnarskrá

Það stefnir í mikla hörku í hinu svokallaða ÍL-sjóða máli. Lífeyrissjóðir hafa látið vinna fyrir sig lögfræðiálit sem segir að sú lagasetning sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað til að spara ríkinu 150 milljarða króna feli í sér eignarnám.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Í lög­fræði­á­liti sem LOGOS hefur unnið fyrir fjóra af stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins kemur fram að fyr­ir­huguð laga­setn­ing Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem á að fela í sér gjald­þrot eða sam­bæri­leg skulda­skil ÍL-­sjóðs, fari í bága við stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Í áliti LOGOS kemur fram að slíkt inn­grip fæli í sér eign­ar­nám eða ann­ars konar skerð­ingu eign­ar­rétt­inda sem myndi skapa íslenska rík­inu bóta­skyldu gagn­vart þeim sem eiga skulda­bréf útgefin af sjóðn­um. Þar eru íslenskir líf­eyr­is­sjóðir lang­fyr­ir­ferða­mest­ir, en þeir eiga um 80 pró­sent bréf­anna. 

Í lög­fræði­á­lit­inu kemur fram að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra beri beina ábyrgð á skuld­bind­ingum ÍL-­sjóðs eftir þær breyt­ingar sem urðu á Íbúða­lána­sjóði við laga­breyt­ingu árið 2019, en þá var sjóðnum skipt upp. Verk­efni stofn­un­­ar­innar og lán­veit­ingar til íbúð­­ar­hús­næðis sem skil­­greind voru ein­­göngu á félags­­­legum for­­sendum voru flutt í nýja stofn­un, Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­un. Skulda­bréfa­­flokk­­arnir og vanda­­málin voru skilin eftir í sjóði sem fékk nafnið ÍL-­­sjóð­­ur. Eigið fé hans við stofnun var nei­­kvætt um 180 millj­­arða króna. Með því telur LOGOS að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafi verið falin yfir­um­sjón með ÍL-­sjóði. Í til­kynn­ingu frá líf­eyr­is­sjóð­unum fjórum segir að ÍL-­sjóður telj­ist því ekki sér­stök und­ir­stofn­un, heldur hluti ráðu­neyt­is­ins. „Þannig sé íslenska ríkið skuld­ari frekar en ábyrgð­ar­mað­ur. Það sé jafn­framt í sam­ræmi við þau sjón­ar­mið að færa sjóð­inn undir A-hluta rík­is­reikn­ings frá ára­mót­um. Sam­kvæmt þessu ber fjár­mála­ráð­herra beina ábyrgð á sjóðnum og skuld­bind­ingum hans að áliti LOGOS.“

Enn­fremur kemur fram í álit­inu að ákveði fjár­mála­ráð­herra að slíta sjóðnum með þeim afleið­ingum að kröfur á hendur þrota­bú­inu falli í gjald­daga muni íslenska ríkið ótví­rætt bera ábyrgð á núver­andi og fram­tíð­ar­skuld­bind­ingum sam­kvæmt skil­málum skulda­bréf­anna ásamt drátt­ar­vöxt­um.

Auglýsing
Álitið var unnið fyrir Almenna líf­eyr­is­sjóð­inn, Frjálsa líf­eyr­is­sjóð­inn, Gildi líf­eyr­is­sjóð og Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna. 

Ráð­herra seg­ist ætla að spara rík­is­sjóði 150 millj­arða

ÍL-­­­sjóður varð til á grund­velli laga sem sam­­­þykkt voru árið 2019, og skiptu Íbúða­lána­­­sjóði upp í tvennt. Hluti hans, sá sem snýr að fjár­­­­­mögnun á félags­­­­­legri upp­­­­­bygg­ingu á hús­næði, færð­ist í nýja stofn­un, Hús­næð­is- og mann­­­virkja­­­stofn­un. Skuldir og eignir vegna íbúða­lána á almennum mark­aði, sem rekja má að mestu til skulda­bréfa­út­­­­­gáfu á árinu 2004, voru sett í ÍL-­­­sjóð. Skulda­bréf­in, sem eru með gjald­daga til 2044, eru ekki upp­­­greið­an­­­leg en lánin sem sjóð­­­ur­inn veitti eru það hins veg­­­ar. 

Vandi ÍL-­­­sjóðs er til­­­kom­inn vegna þess að íbúða­lán bank­ans hafa verið greidd upp á miklum hraða, og eru nú ein­ungis um 20 pró­­­sent af eignum sjóðs­ins, á meðan að enn þarf að þjón­usta skulda­bréf­in. Áætlað er að tap vegna þessa fyr­ir­komu­lags verði að óbreyttu 200 millj­­­arðar króna. 

Bjarni Bene­dikts­son boð­aði til blaða­manna­fundar í októ­ber þar sem hann sagð­ist ætla að spara rík­is­sjóði 150 millj­arða króna með því að annað hvort ná sam­komu­lagi við eig­endur skulda­bréf­anna um að gefa eftir eignir sín­­ar, eða með því að knýja fram slit sjóðs­ins með laga­­setn­ingu fyrir árs­­lok. Þá yrði tap rík­­is­­sjóðs aðeins 47 millj­­arðar króna, en ekki 200. Þessi áætlun byggði á lög­­fræð­i­á­liti sem ráðu­­neytið lét vinna fyrir sig sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að þetta væri ger­­legt. Sá sem skrif­aði það álit er Jóhannes Karl Sveins­­son lög­­­mað­­ur. Sam­hliða var greint frá því að Stein­þór Páls­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, hefði verið feng­inn sem milli­göngu­að­ili í sam­tali við eig­endur krafna á ÍL-­sjóð. hann á að reyna að ná sam­komu­lag­inu við sjóð­ina. 

Auglýsing
Lífeyrissjóðir sem eiga skulda­bréf útgefin af ÍL-­sjóði áætla að sú leið sem Bjarni boð­aði muni kosta þá yfir 100 millj­arða króna. Tap eig­enda bréfa ÍL-­sjóðs stafar af því þau voru verð­lögð miðað við 3,75 pró­sent verð­tryggða vexti út líf­tíma bréf­anna. Ef bréfin væru greidd upp miðað við stöðu þeirra í dag væri hægt að ávaxta þá fjár­muni um 1,7-1,8 pró­sent með kaupum á verð­tryggðum rík­is­skulda­bréf­um. Í þessum mun felst áætlað tap eig­enda bréf­anna. 

Þann 11. nóv­em­ber til­kynntu flestir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins að þeir hefði ákveðið að mynda sam­eig­in­­lega vett­vang til að greina stöðu sjóð­anna vegna ÍL-­­sjóðs. Hver og einn sjóður mun þó á end­­anum taka sjálf­­stæða ákvörðun um hvað hann vill gera í mál­inu.

Ekki hægt að bera saman við neyð­ar­lögin

Í álit­inu sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa látið vinna fyrir sig er gerður sam­an­burður við hið svo­kall­aða Neyð­ar­laga­mál, sem er dómur Hæsta­réttar í máli sem sner­ist um neyð­ar­lögin svoköll­uðu. Þau voru sett í banka­hrun­inu og gerði inn­stæður að for­gangs­kröfum í þrotabú fall­inna banka. Laga­setn­ingin var grund­völluð á almanna­þörf. Hæsti­réttur komst að þeirri nið­ur­stöðu að neyð­ar­lögin héldu.

Í álit­inu segir að þær aðstæður sem nú eru uppi séu lítt sam­an­burð­ar­hæfar við þær sem voru haustið 2008, þegar íslenska banka­kerfið hrundi að mestu á nokkrum dög­um. Þá hafi stór­felld hætta ógnað til­vist alls sam­fé­lags­ins vegna mik­ils og for­dæma­laus vanda. Inn­stæð­urnar sem undir voru þá hafi verið tvö­föld lands­fram­leiðsla. Þeir 150 millj­arðar króna sem rík­is­sjóður telur sig nú vera að spara nemi hins vegar 4,65 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu miðað við lok árs 2021. Nú sé ekk­ert skyndi­legt að ger­ast heldur sé staðan afleið­ing af ákvörð­unum rík­is­ins yfir lengri tíma. Engin dæmi hafi fund­ist um að til sam­bæri­legra aðgerða hafi verið gripið í 17 helstu ríkjum Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent