Þegar Íslendingar voru sterkastir í heimi

Kraftajötnar voru um tíma meðal vinsælustu íþróttamanna landsins. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur skoðaði merkilega sögu íslenskra aflraunamanna.

Kristinn Haukur Guðnason
Jón Páll Sigmarsson
Auglýsing

Það kann að koma ungu fólki spánskt fyr­ir­ ­sjónir að Íslend­ingar hafi hóp­ast fyrir framan sjón­varpið til þess að horfa á krafta­jötna draga vöru­bíla og kasta tré­drumbum yfir slá. Þetta var þó hluti af ­sjálfs­mynd Íslend­inga á níunda og tíunda ára­tug sein­ustu ald­ar. Þegar íslenskir afl­rauna­menn voru þeir allra sterk­ustu í heim­in­um.

Skúli ­setur tón­inn

Aust­firð­ing­ur­inn Skúli Ósk­ars­son er ­senni­lega mik­il­væg­asti kepp­and­inn í íslensku krafta­sporti frá upp­hafi. Skúli hóf að æfa lyft­ingar seint á sjö­unda ára­tugnum og keppti í sínu fyrsta mót­i árið 1970. Honum gekk vel og setti hvert Íslands­metið á fætur öðru næstu árin. Hann keppti einnig á alþjóð­legum lyft­inga­mótum og náði t.a.m. silfri í létt­vigt­ar­flokki á heims­meist­ara­mót­inu árið 1978 í Turku í Finn­landi. Það ár var hann verð­laun­aður titl­inum íþrótta­maður árs­ins hér heima, fyrstur allra lyft­inga­manna. Tveimur árum seinna setti hann heims­met í rétt­stöðu­lyftu þeg­ar hann lyfti 315,15 kíló­grömm­um. Þetta var fyrsta heims­met sem nokkur Íslend­ing­ur ­setti í almennt við­ur­kenndri íþrótt. 

Auglýsing


Það ár var hann aftur val­inn íþrótta­maður árs­ins. Skúli náði aldrei að vinna heims­meist­ara­titil en auk silf­urs­ins vann hann tvö brons­verð­laun á HM, þrjá Norð­ur­landa­meist­aratitla og fjöl­marga titla inn­an­lands. Skúla verður þó senni­lega ekki minnst fyrir öll lyft­inga­afrekin sem hann á­ork­aði heldur vegna per­sónu­leik­ans. Skúli var og er einn hress­asti og skemmti­leg­ast­i ­í­þrótta­maður sem Íslend­ingar hafa átt. 

Hann öskr­aði og kall­aði til áhorf­enda á mótum með alls kyns hnyttni og hann grín­að­ist mikið í við­töl­um. Jafn­framt kom hann alltaf fram af miklu æðru­leysi og  bar alltaf virð­ingu fyrir mótherjum sínum en á þessum tíma voru engir pen­ingar í í­þrótt­inni og Skúli borg­aði mest allt undir sig sjálf­ur. Hann var í miklu­m ­metum hjá fjöl­miðla­mönnum á borð við Ómari Ragn­ars­syni og Her­manni Gunn­ars­syni og varð stjarna hér á landi. Laddi samdi meira að segja um hann lag. Skúli lað­aði marga að íþrótt­inni og hratt af stað hinni íslensku ­krafta­bylt­ingu.

Sterkast­ir í heimi

Eftir að Skúli kom Íslandi á kortið í heim­i lyft­ing­anna náðu Íslend­ingar prýð­is­góðum árangri á alþjóð­legum mót­um. Kári „kött­ur” Elís­son vann silfur í flugu­vigt á heims­meist­ara­móti árið 1985 og Guðni Sig­ur­jóns­son varð fyrsti íslenski heims­meist­ar­inn þegar hann sigr­aði í þunga­vigt árið 1991. Það var þó ekki í kraft­lyft­ingum sem Íslend­ingar náðu mark­verð­asta árangrin­um. Árið 1977 var keppn­inni Sterkasti mað­ur­ heims komið á fót­inn, alhliða afl­rauna­keppni þar sem menn úr öll­u­m ­þyngd­ar­flokkum kepptu um einn tit­il. Keppt var í ýmsum greinum eins og t.d. trukka­drátti, reipi­togi og lóða­kasti. Keppnin var í upp­hafi hálf­gerð brella sem var gerð fyrir amer­ískt sjón­varp og fáir tóku eft­ir. En á níunda ára­tugnum varð keppnin alþjóð­leg og þá komu íslenskir kepp­endur til leiks.

Jón Páll Sig­mars­son hafði unnið fjöl­marga titla í kraft­lyf­ingum þegar hann tók í fyrsta skipti þátt í keppn­inni árið 1983 í Nýja Sjá­landi. Þar hlaut hann silfur en ári seinna vann hann keppn­ina og var krýndur sterkasti maður heims. Jón Páll vann alls fjóra titla í keppn­inni og aldrei lenti hann neðar en í þriðja sæt­i. 

Jón Páll var einn ást­sæl­asti íþrótta­maður Íslands fyrr og síð­ar. Rétt eins og Skúli þá átti hann frá­bært sam­band við bæði áhorf­endur og fjöl­miðla­menn. Hann tók sig ekki of alvar­lega og gleðin skein af hon­um. Árið 1991 meidd­ist Jón Pál­l og Magnús Ver Magn­ús­son tók sæti hans á mót­inu. Magnús var hæg­lát­ari og menn ­bjugg­ust ekki við jafn miklu af honum og Jóni Páli. Hann sann­aði þó hvers hann var megn­ugur og sigr­aði á sínu fyrsta móti. Árið 1996 hafði hann unnið fjóra titla og þar með jafnað árangur Jóns Páls

Á ár­unum 1983 til 1996 má segja að Íslend­ingar hafi haft algera yfir­burði á mót­inu. Algjört æði greip um sig hér á landi og Íslend­ingar voru farnir að tala um sig sem sterk­ustu þjóð heims. Keppnin fékk mikið áhorf í sjón­varpi og árið 1992 var hún meira að segja haldin hér á landi.

 

Íslend­ing­ar missa takið

Eftir að Magnús Ver vann sinn seinasta ­titil árið 1996 dofn­aði áhugi þjóð­ar­innar hægt og bít­andi á íþrótt­inni. Torf­i „loð­fíll” Ólafs­son sem keppti á árunum 1997 til 1999 náði ágætum árangri en ­meiðsli höml­uðu hon­um. Íslend­ingar áttu ekki kepp­anda í loka­keppni Sterkasta manns heims árið 2000, í fyrsta skipti síðan árið 1982. Reyndar áttu Íslend­ingar ekki kepp­anda í loka­keppn­inni næsta ára­tug­inn. Inn­koma kepp­enda frá Aust­ur-­Evr­ópu, þar sem lyft­inga-og ka­st­í­þrótta­hefðin er mjög sterk, hefur raskað valda­jafn­væg­in­u. Aust­ur-­Evr­ópu­menn hafa unnið 10 af sein­ustu 14 keppn­um, þar af hefur Pól­verj­inn Mari­usz Pudzi­anowski unnið fimm sinnum og þar með tekið fram úr Jóni Páli og ­Magn­úsi Ver

Fæstir Íslend­ingar hafa þó heyrt minnst á hann því að athygli þjóð­ar­innar er farin ann­að. Íslend­ingar fóru nefni­lega að verða bísna góðir í íþróttum almennt. Knatt­spyrnu­liðin fóru allt í einu að vinna leiki og hafa tryggt sér sæti á Evr­ópu­meist­ara­móti, stelp­urnar tvisvar. Strák­arnir okkar í hand­boltalands­lið­in­u hafa tekið tvær medal­íur á stór­mót­um. Meira að segja körfuknatt­leiksliðið hef­ur ­spilað á Evr­ópu­meist­ara­móti. Þeir sem fylgj­ast með jað­ar­sporti hampa cross-fit ­stjörnum okk­ar, ekki síst Annie Mist Þór­is­dótt­ur, og bar­daga­kapp­anum Gunn­ari Nel­son. Cross-fit og MMA eru einmitt dæmi um nýjar og spenn­andi íþróttir sem krafta­keppnir eiga erfitt með að keppa við. Krafta­keppnir eru hrein­lega orðnar gam­al­dags.

Fjallið

Einn maður skarar fram úr í krafta­sporti á Ís­landi í dag. Haf­þór Júl­íus Björns­son varð heims­frægur fyrir það að leika Sandor Clega­ne, eða „Fjall­ið”, í sjón­varps­þátt­unum Game of Thro­nes og hefur það við­ur­nefni fest sig við hann. Haf­þór hóf að keppa í krafta­sporti árið 2009 aðeins 21 árs gam­all. Hann er 205 cm á hæð, mun hærri en flestir mótherjar hans og hefur mest verið um 200 kíló að ­þyngd. 

Vegna hreinna lík­am­lega yfir­burða hefur Haf­þór ekki haft neina sam­keppn­i að ráði á Íslandi und­an­farin ár. Hann hefur unnið keppn­ina Sterkasti maður Íslands sein­ustu fimm ár og tvö sein­ustu ár hef­ur hann unnið kepp­ina Sterkasti maður Evr­ópu. Hann hefur tekið þátt í Sterkasta mann­i heims á hverju ári síðan 2011 en aldrei unn­ið. Þrisvar hefur hann náð ­þriðja sæt­inu og árið 2014 end­aði hann í öðru sæti, ein­ungis hálfu stigi frá­ ­sigri. Milli þess að hann klýfur menn í herðar niður í sjón­varp­inu þá kepp­ir hann allan árs­ins hring í afl­rauna­mótum víðs vegar um heim­inn. 



Hann er aðeins 26 ára gam­all og á vafa­laust eftir að landa stóra titl­inum á kom­andi árum. Hvort slíkur sig­ur ­myndi duga til að vekja Íslend­inga úr rot­inu verður að koma í ljós. Það er þó ­ljóst að jarð­veg­ur­inn hér er frjór í krafta­sporti. Lyft­ing­ar, vaxt­ar­rækt­, cross-fit og fleira nýtur töl­verðra vin­sælda og mýtan um Ísland sem sterkust­u ­þjóð heims dvelur í und­ir­með­vit­und­inni. Það yrði jákvætt ef keppnin Sterkasti maður heims yrði aftur jafn­ vin­sæl og hún var því hún reynd­ist okkur nefni­lega vel. Hún sýndi okkur í fyrsta skipti að við gætum keppt í íþróttum við aðrar þjóð­ir…..og unn­ið. Haf­þór, komdu með tit­il­inn heim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None