Þekkir „verkjafangelsisofbeldið“ á biðlista af eigin raun

Þingmaður Flokks fólksins segir að mannréttindi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem veikjast hér á landi og þurfi að bíða á biðlista séu fótum troðin – og beri ríkisstjórninni „að stöðva þetta ofbeldi strax“.

Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son þing­maður Flokks fólks­ins segir að það að bryðja 15 til 20 töflur á dag á biðlista eftir aðgerðum svo mán­uðum eða árum skiptir sé ofbeldi af verstu gerð.

Þetta kom fram í máli hans undir liðnum störf þings­ins á Alþingi síð­ast­lið­inn mið­viku­dag.

Þing­mað­ur­inn gerði að umtals­efni dóm Hér­aðs­dóms Reykja­víkur þar sem hann sýkn­aði Sjúkra­trygg­ingar og ríkið af kröfu konu sem krafð­ist þess að fá greitt 1.200 þús­und krónur með drátt­ar­vöxtum auk máls­kostn­aðar fyrir það að fara í aðgerð hjá Klíník­inni í Ármúla.

Auglýsing

„Hún má fara í þrisvar sinnum dýr­ari aðgerð erlendis en komst ekki vegna COVID-19. Lög­maður hennar segir þetta brot á mann­rétt­inda­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar. Í Morg­un­blað­inu í morgun kemur einnig fram að Sjúkra­trygg­ingar sam­þykktu að konan mætti leita sér með­ferðar innan EES-­svæð­is­ins en ekki hjá Klíník­inni í Ármúla vegna samn­ings­leysis um greiðslu­þátt­töku í með­ferð hjá þeim.

Þá er bent á að íbúar ann­arra landa Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins virð­ast njóta betri réttar hér á landi en íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Þeir geta komið hingað og farið í aðgerð á Klíník­inni og fengið hana greidda hjá sínum opin­beru sjúkra­trygg­ingum en ekki íslenskir rík­is­borg­ar­ar. Þau hjá Klíník­inni eru nógu góð til að laga og hjálpa til á Land­spít­al­anum vegna COVID-19, og það með sam­þykki rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en þau eru ekki boð­leg til að binda enda á fjár­hags­leg­ar, and­legar og lík­am­legar pynd­ingar hjá þjáðu og illa veiku fólki,“ sagði hann.

Grimmi­leg refs­ing fyrir að slasast eða veikj­ast

Guð­mundur Ingi sagði enn fremur að það eina sem í boði væri hjá rík­is­stjórn­inni væri að þetta fólk bryddi rót­sterk verkja­lyf, þ.e. ópíóíða sem gerði það jafn­vel að fíklum eða öryrkjum fyrir lífs­tíð.

„Að bryðja 15 til 20 töflur á dag á biðlista eftir aðgerðum svo mán­uðum eða árum skiptir og þar af tvær til þrjár töflur vegna auka­verk­ana af verkja­lyfjum er ofbeldi af verstu gerð,“ sagði hann og bætti því við að hann þekkti af eigin raun „verkjafang­els­is­of­beld­ið“ á biðlista, sem væri ótrú­lega grimmi­leg refs­ing fyrir það eitt að slasast eða bara veikjast, og hvað þá ef fólk væri með fjöl­skyldur og börn.

„Og fólk sem er í fullri vinnu er að detta út af vinnu­mark­aðn­um. Mann­rétt­indi, jafn­rétti og jafn­ræði eru fótum troðin í þessu máli og rík­is­stjórn­inni ber að stöðva þetta ofbeldi strax,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent