„Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga“

Fyrrverandi forsætisráðherra vandar meirihlutanum á þingi og Miðflokknum ekki kveðjurnar.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Auglýsing

„Þetta er nú meiri ræf­il­dóm­ur­inn hjá Alþingi Íslend­inga. Níu ár og fjórar kosn­ingar eru liðnar frá því þjóðin sam­þykkti með 2/3 hluta atkvæða vilja sinn til að lög­fest yrði ný stjórn­ar­skrá – sem í grund­vall­ar­at­riðum var samin af þjóð­inni sjálfri.“

Þetta skrifar Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi.

Vísar hún í það að í gær felldi meiri­hlut­inn á Alþingi ásamt Mið­flokkn­um, en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar sat hjá, að þing yrði kvatt saman að nýju eigi síðar en 12. ágúst næst­kom­andi til sér­staks fundar um stjórn­ar­skrár­mál. Um svo­kall­aðan þing­stubb hefði verið að ræða.

Auglýsing

Enn eitt kjör­tíma­bilið farið í súg­inn

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata var fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar en hann tjáði sig um málið á Faceo­bok í gær þar sem hann sagði að stjórn­ar­þing­menn hefðu í fram­haldi af atkvæða­greiðsl­unni hafnað tæki­færi til að gera gott úr stöð­unni sem nýja stjórn­ar­skráin hefði verið komin í undir lok kjör­tíma­bils­ins.

Andrés Ingi Jónsson Mynd: Bára Huld Beck

„Þetta hefði gefið næsta þingi færi á að koma þjóð­ar­vilj­anum í fram­kvæmd sem fyrst að loknum kosn­ing­um. En nei, meiri­hlut­inn mátti ekki heyra á það minnst og kol­felldi þessa til­lögu mína. Enn eitt kjör­tíma­bilið er farið í súg­inn!“ skrifar Andrés Ingi.

Stjórn­ar­flokk­arnir taka þennan Svarta Pétur með sér inn í kosn­ingar

Jóhanna spyr í færslu sinni á Face­book hvar í hinum vest­ræna heimi það hefði verið liðið að þjóð­þing myndi hunsa þjóð­ar­vilja þar sem þjóðin er stjórna­skrár­gjaf­inn.

„Ekki einu sinni var vilji hjá Katrínu for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórn hennar til að sam­þykkja nú fyrir kosn­ingar að hægt væri að breyta stjórn­ar­skránni á næsta kjör­tíma­bili, án þess að boða þyrfti til kosn­inga. Kjós­endur geta því gengið útfrá því að óbreytt rík­is­stjórn mun aldrei sam­þykkja breyt­ingar á stjórn­ar­skránni á næsta kjör­tíma­bili. Í anda þjóð­ar­vilj­ans. Þennan Svarta Pétur taka íhalds­flokk­arnir í núver­andi rík­is­stjórn með sér inn í næstu kosn­ing­ar,“ skrifar fyrr­ver­andi ráð­herra.

Þetta er nú meiri ræf­il­dóm­ur­inn. hjá Alþingi Íslend­inga. Níu ár og fjórar kosn­ingar eru liðnar frá því þjóð­in...

Posted by Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir on Tues­day, July 6, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent