OECD hvetur til sóknar í nýsköpun og grænni framleiðslu

Margt má bæta hér á landi til að efla nýsköpun og minnka losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um Ísland.

Mathias Cormann, nýr aðalritari OECD.
Mathias Cormann, nýr aðalritari OECD.
Auglýsing

Íslensk yfir­völd ættu að breyta iðn­námi, fjár­festa í vís­i­sjóðum og gera styrki til rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfs aðgengi­legri fyrir smærri fyr­ir­tæki til þess að efla nýsköpun hér á landi. Einnig ættu þau að hækka kolefn­is­gjöld og láta þau ná til allra atvinnu­greina til þess að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þetta kemur fram í ítar­legri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) um íslenskan efna­hag, sem birt var í morg­un.

Hug­verka­iðn­að­ur­inn lít­ill miðað við Norð­ur­löndin

Sam­kvæmt skýrsl­unni á Ísland mikið inni í nýsköp­un­ar­mál­um, þrátt fyrir að vera nýj­unga­gjarnt land. Sér­stak­lega mætti bæta hug­verka­iðn­að­inn í því sam­hengi, þar sem útflutn­ingur á vöru­merkjum og einka­leyfum innan þess geira sé lít­ill ef miðað er við hin Finn­land, Sví­þjóð, Noreg og Dan­mörku.

Stofn­unin nefnir nokkrar ástæður sem gætu legið að baki því hvers vegna hug­verka­iðn­að­ur­inn sé ekki jafn­stór hér­lendis og á hinum Norð­ur­lönd­un­um, líkt og smæð hag­kerf­is­ins, hátt vægi ferða­þjón­ust­unnar eða of mik­ill fjöldi lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja.

Auglýsing

Mark­viss­ari styrkir, meiri fjár­fest­ing og betri kennsla

Hins vegar segir hún að margt megi bæta hér­lendis til þess að efla hug­verka­iðn­að­inn. Til dæmis væri hægt að gera nið­ur­greiðslur til rann­sókna og þró­unar mark­viss­ari, þannig að hún nái fyrst og fremst til ungra nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Þar að auki er mik­il­vægt að efla fjár­fest­ingu í vís­i­sjóð­um, sem OECD segir að sé enn til­tölu­lega lítil hér­lend­is, og byggja upp tengsla­net fjár­festa.

Sam­kvæmt stofn­un­inni er breyt­inga einnig þörf innan mennta­kerf­is­ins, en íslenskir kenn­arar eru minna und­ir­búnir en kenn­arar í öðrum OECD-­ríkjum í að nota staf­rænar lausn­ir. Stjórn­völd ættu líka að breyta iðn­námi og gera það almenn­ara, svo það verði minna háð tækni­breyt­ingum fram­tíð­ar­inn­ar.

Mikil losun vegna álf­ram­leiðslu

Stofn­unin beindi sjónum sínum einnig að lofts­lags­mál­um, en sam­kvæmt henni mætti minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hér­lendis með mun mark­viss­ari hætti. Hún benti á að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hér á landi væri vel yfir með­al­tali OECD-­ríkja þrátt fyrir að landið reiði sig lang­mest á græna orku­gjafa, meðal ann­ars vegna umfangs­mik­illar álf­ram­leiðslu.

Los­un­ar­heim­ildir í sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði

OECD telur að besta leiðin til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sé annað hvort með kolefn­is­sköttum eða los­un­ar­heim­ild­um. Sam­kvæmt skýrsl­unni eru kolefn­is­skattar hér­lendis með þeim hæstu í aðild­ar­ríkjum OECD, en stofn­unin segir að hækka megi þessa skatta hægt og örugg­lega í fram­tíð­inni. Hún mælir einnig með því að kolefn­is­gjöld nái til sem flestra atvinnu­greina hér­lendis og segir að mögu­lega væri betra fyrir sjáv­ar­út­veg­inn og land­bún­að­inn að skipt­ast á los­un­ar­heim­ild­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent