Þingfesting er í SPRON-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Fjórir fyrrum stjórnarmenn í SPRON voru í síðustu viku ákærðir fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna láns sem SPRON veitti Exista þann 30. september 2008, daginn eftir að Glitnir var þjóðnýttur og íslenska bankakerfið allt var á heljarþröm. Hinir ákærðu eru Guðmundur Örn Hauksson, fyrrum sparisjóðsstjóri og síðar forstjóri SPRON, og stjórnarmennirnir Rannveig Rist, sem er forstjóri Rio Tinto Alcan, Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1, auk Ara Bergmanns Einarssonar og Jóhanns Ásgeirs Baldurs.
Ítarlega fréttaskýringu Kjarnans um málið má lesa hér.
Auglýsing