Þingmaður skipti sér af skuldamáli fyrirtækis sem styrkti hann

Screen-Shot-2014-12-05-at-15.25.51.png
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþing­is, hafði ítrekuð afskipti af skulda­máli verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Fjarð­ar­grjóts ehf., gagn­vart fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­in­u ­Lýs­ingu. Þetta kom fram í máli Jóns í ræðu­stóli Alþingis í gær, en verk­taka­fyr­ir­tækið styrkti fram­boð þing­manns­ins í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í fyrra um fimm­tíu þús­und krón­ur. Þá gagn­rýndi hann vinnu­brögð fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins sömu­leiðis í ræðu sinni í gær.

Jón kvað sér hljóðs í þingsalnum í kjöl­far ræðu Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks, sem gagn­rýndi inn­heimtu­hörku banka og fjár­mála­stofn­anna gagn­vart fólki.

Eins og fram hefur komið í fjöl­miðlum fékk Jón hæstu fram­lögin til próf­kjörs á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu, en fram­lög til þess námu tæpum 2,8 millj­ónum króna. Fram­boðið var auk þess það dýrasta í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Fram­lögin til fram­boðs Jóns komu meðal ann­ars frá sjáv­ar­út­vegs- og verk­taka­fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing

„Ég gerði ítrek­aðar til­raunir í síð­ustu viku og síð­ustu tíu daga, til þess að ná sam­bandi við for­ystu­menn Lýs­ing­ar, til þess að fá á þessu skýr­ing­ar, [...]“

Málið sem Jón ljáði máls á í ræðu­stóli Alþingis í gær, undir dag­skrár­liðnum umræður um störf þings­ins, snérist um dóms­mál áður­nefnds verk­taka­fyr­ir­tækis og fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­ar. Hæsti­réttur stað­festi úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­ness í júlí, þar sem Lýs­ingu var heim­ilað að fá ell­efu vinnu­vélar og einn fólks­bíl, auk ann­arra tækja, tekin með beinni aðfar­ar­að­gerð úr vörslu Fjarð­ar­grjóts. ­Fyr­ir­tækin gerðu með sér kaup­leigu­samn­inga, með ólög­mætri geng­is­trygg­ing­u, ­vegna tækj­anna, sem verk­taka­fyr­ir­tækið efndi ekki vegna deilna um end­ur­út­reikn­inga á samn­ing­un­um. Lýs­ing rifti samn­ingnum í byrjun októ­ber árið 2012, en þá námu van­skil Fjarð­ar­grjóts gagn­vart Lýs­ingu tæpum 65 millj­ónum króna.

Í ræðu sinni sagði Jón að ­Lýs­ing hefði metið tækin á 46 millj­ónir króna, en þau hafi verið seld á nauð­ung­ar­upp­boði fyrir 73 millj­ón­ir. Þá sagði hann mark­aðsvirði tækj­anna nema tæpum 120 millj­ónum króna. „Þetta er auð­vitað mjög slá­andi dæmi. [...] Ég gerði ítrek­aðar til­raunir í síð­ustu viku og síð­ustu tíu daga, til þess að ná sam­bandi við for­ystu­menn Lýs­ing­ar, til þess að fá á þessu skýr­ing­ar, og satt best að segja fékk ég engin svör við því, þrátt fyrir að hafa talað þar við fleiri en einn starfs­mann og lagt inn skila­boð og sent tölvu­pósta til þess að ítreka mál mitt.“

Jón hyggst leita með málið til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og segir að Sam­tök iðn­að­ar­ins hafi sömu­leiðis leitað skýr­inga hjá Lýs­ingu vegna sam­bæri­legra mála, og ekki fengið svör. „Og ég spyr virðu­legi for­seti, ef það er ekki vörn í lögum fyrir sam­borg­ara okk­ar, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga, í málum sem þessum, þá er eitt­hvað brogað í okkar lög­gjöf, og ég bara vona það að þetta séu dæmi sem að Fjár­mála­eft­ir­litið sjái ástæðu til þess að fara og skoða bet­ur,“ sagði Jón Gunn­ars­son í ræðu­stóli Alþingis í gær.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None