Þingmaður skipti sér af skuldamáli fyrirtækis sem styrkti hann

Screen-Shot-2014-12-05-at-15.25.51.png
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþing­is, hafði ítrekuð afskipti af skulda­máli verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Fjarð­ar­grjóts ehf., gagn­vart fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­in­u ­Lýs­ingu. Þetta kom fram í máli Jóns í ræðu­stóli Alþingis í gær, en verk­taka­fyr­ir­tækið styrkti fram­boð þing­manns­ins í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í fyrra um fimm­tíu þús­und krón­ur. Þá gagn­rýndi hann vinnu­brögð fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins sömu­leiðis í ræðu sinni í gær.

Jón kvað sér hljóðs í þingsalnum í kjöl­far ræðu Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks, sem gagn­rýndi inn­heimtu­hörku banka og fjár­mála­stofn­anna gagn­vart fólki.

Eins og fram hefur komið í fjöl­miðlum fékk Jón hæstu fram­lögin til próf­kjörs á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu, en fram­lög til þess námu tæpum 2,8 millj­ónum króna. Fram­boðið var auk þess það dýrasta í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Fram­lögin til fram­boðs Jóns komu meðal ann­ars frá sjáv­ar­út­vegs- og verk­taka­fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing

„Ég gerði ítrek­aðar til­raunir í síð­ustu viku og síð­ustu tíu daga, til þess að ná sam­bandi við for­ystu­menn Lýs­ing­ar, til þess að fá á þessu skýr­ing­ar, [...]“

Málið sem Jón ljáði máls á í ræðu­stóli Alþingis í gær, undir dag­skrár­liðnum umræður um störf þings­ins, snérist um dóms­mál áður­nefnds verk­taka­fyr­ir­tækis og fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­ar. Hæsti­réttur stað­festi úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­ness í júlí, þar sem Lýs­ingu var heim­ilað að fá ell­efu vinnu­vélar og einn fólks­bíl, auk ann­arra tækja, tekin með beinni aðfar­ar­að­gerð úr vörslu Fjarð­ar­grjóts. ­Fyr­ir­tækin gerðu með sér kaup­leigu­samn­inga, með ólög­mætri geng­is­trygg­ing­u, ­vegna tækj­anna, sem verk­taka­fyr­ir­tækið efndi ekki vegna deilna um end­ur­út­reikn­inga á samn­ing­un­um. Lýs­ing rifti samn­ingnum í byrjun októ­ber árið 2012, en þá námu van­skil Fjarð­ar­grjóts gagn­vart Lýs­ingu tæpum 65 millj­ónum króna.

Í ræðu sinni sagði Jón að ­Lýs­ing hefði metið tækin á 46 millj­ónir króna, en þau hafi verið seld á nauð­ung­ar­upp­boði fyrir 73 millj­ón­ir. Þá sagði hann mark­aðsvirði tækj­anna nema tæpum 120 millj­ónum króna. „Þetta er auð­vitað mjög slá­andi dæmi. [...] Ég gerði ítrek­aðar til­raunir í síð­ustu viku og síð­ustu tíu daga, til þess að ná sam­bandi við for­ystu­menn Lýs­ing­ar, til þess að fá á þessu skýr­ing­ar, og satt best að segja fékk ég engin svör við því, þrátt fyrir að hafa talað þar við fleiri en einn starfs­mann og lagt inn skila­boð og sent tölvu­pósta til þess að ítreka mál mitt.“

Jón hyggst leita með málið til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og segir að Sam­tök iðn­að­ar­ins hafi sömu­leiðis leitað skýr­inga hjá Lýs­ingu vegna sam­bæri­legra mála, og ekki fengið svör. „Og ég spyr virðu­legi for­seti, ef það er ekki vörn í lögum fyrir sam­borg­ara okk­ar, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga, í málum sem þessum, þá er eitt­hvað brogað í okkar lög­gjöf, og ég bara vona það að þetta séu dæmi sem að Fjár­mála­eft­ir­litið sjái ástæðu til þess að fara og skoða bet­ur,“ sagði Jón Gunn­ars­son í ræðu­stóli Alþingis í gær.

 

Meira úr sama flokkiInnlent
None