Þingmaður skipti sér af skuldamáli fyrirtækis sem styrkti hann

Screen-Shot-2014-12-05-at-15.25.51.png
Auglýsing

Jón Gunn­ars­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþing­is, hafði ítrekuð afskipti af skulda­máli verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Fjarð­ar­grjóts ehf., gagn­vart fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­in­u ­Lýs­ingu. Þetta kom fram í máli Jóns í ræðu­stóli Alþingis í gær, en verk­taka­fyr­ir­tækið styrkti fram­boð þing­manns­ins í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í fyrra um fimm­tíu þús­und krón­ur. Þá gagn­rýndi hann vinnu­brögð fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins sömu­leiðis í ræðu sinni í gær.

Jón kvað sér hljóðs í þingsalnum í kjöl­far ræðu Ásmundar Frið­riks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks, sem gagn­rýndi inn­heimtu­hörku banka og fjár­mála­stofn­anna gagn­vart fólki.

Eins og fram hefur komið í fjöl­miðlum fékk Jón hæstu fram­lögin til próf­kjörs á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­dæm­inu, en fram­lög til þess námu tæpum 2,8 millj­ónum króna. Fram­boðið var auk þess það dýrasta í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Fram­lögin til fram­boðs Jóns komu meðal ann­ars frá sjáv­ar­út­vegs- og verk­taka­fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing

„Ég gerði ítrek­aðar til­raunir í síð­ustu viku og síð­ustu tíu daga, til þess að ná sam­bandi við for­ystu­menn Lýs­ing­ar, til þess að fá á þessu skýr­ing­ar, [...]“

Málið sem Jón ljáði máls á í ræðu­stóli Alþingis í gær, undir dag­skrár­liðnum umræður um störf þings­ins, snérist um dóms­mál áður­nefnds verk­taka­fyr­ir­tækis og fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­ar. Hæsti­réttur stað­festi úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­ness í júlí, þar sem Lýs­ingu var heim­ilað að fá ell­efu vinnu­vélar og einn fólks­bíl, auk ann­arra tækja, tekin með beinni aðfar­ar­að­gerð úr vörslu Fjarð­ar­grjóts. ­Fyr­ir­tækin gerðu með sér kaup­leigu­samn­inga, með ólög­mætri geng­is­trygg­ing­u, ­vegna tækj­anna, sem verk­taka­fyr­ir­tækið efndi ekki vegna deilna um end­ur­út­reikn­inga á samn­ing­un­um. Lýs­ing rifti samn­ingnum í byrjun októ­ber árið 2012, en þá námu van­skil Fjarð­ar­grjóts gagn­vart Lýs­ingu tæpum 65 millj­ónum króna.

Í ræðu sinni sagði Jón að ­Lýs­ing hefði metið tækin á 46 millj­ónir króna, en þau hafi verið seld á nauð­ung­ar­upp­boði fyrir 73 millj­ón­ir. Þá sagði hann mark­aðsvirði tækj­anna nema tæpum 120 millj­ónum króna. „Þetta er auð­vitað mjög slá­andi dæmi. [...] Ég gerði ítrek­aðar til­raunir í síð­ustu viku og síð­ustu tíu daga, til þess að ná sam­bandi við for­ystu­menn Lýs­ing­ar, til þess að fá á þessu skýr­ing­ar, og satt best að segja fékk ég engin svör við því, þrátt fyrir að hafa talað þar við fleiri en einn starfs­mann og lagt inn skila­boð og sent tölvu­pósta til þess að ítreka mál mitt.“

Jón hyggst leita með málið til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og segir að Sam­tök iðn­að­ar­ins hafi sömu­leiðis leitað skýr­inga hjá Lýs­ingu vegna sam­bæri­legra mála, og ekki fengið svör. „Og ég spyr virðu­legi for­seti, ef það er ekki vörn í lögum fyrir sam­borg­ara okk­ar, fyr­ir­tæki og ein­stak­linga, í málum sem þessum, þá er eitt­hvað brogað í okkar lög­gjöf, og ég bara vona það að þetta séu dæmi sem að Fjár­mála­eft­ir­litið sjái ástæðu til þess að fara og skoða bet­ur,“ sagði Jón Gunn­ars­son í ræðu­stóli Alþingis í gær.

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None