Þingmaður vill kalla forstjóra TR á teppið hjá velferðarnefnd

mynd-1.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Lillý Bald­urs­dótt­ir, for­stjóri Trygg­inga­stofn­un­ar, verð­ur­ kölluð á fund vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, að beiðni Ragn­heiðar Rík­harðs­dóttur full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks í nefnd­inni, vegna við­bragða stofn­un­ar­innar við nýju áliti Umboðs­manns Alþing­is.

Sam­kvæmt áliti umboðs­manns braut Trygg­inga­stofnun lög með því að láta sér­stakt við­bót­ar­skil­yrði fyrir greiðslum örorku­bóta tvö ár aftur í tím­ann, þar sem kveðið var á um "sér­stakar aðstæð­ur." Trygg­inga­stofn­unin hefur þannig synjað umsóknum um aft­ur­virkar örorku­líf­eyr­is­bætur á þeim rökum að skil­yrðið sé ekki upp­fyllt.

Í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni í kjöl­far álits Umboðs­manns Alþingis sagði: "Telji ein­hver að réttur hafi verið brot­inn vegna synj­unar á aft­ur­virkum greiðslum er bent á að hægt er að óska end­ur­upp­töku á mál­inu hjá stofn­un­inn­i." Þannig virð­ist Trygg­inga­stofnun ekki ætla að hafa frum­kvæði að því að leið­rétta fyrri ákvarð­anir sín­ar. Vara­for­maður Sjálfs­bjargar hefur gagn­rýnt við­brögð Trygg­inga­stofn­un­ar.

Auglýsing

Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir gagn­rýnir sömu­leiðis við­brögð Trygg­inga­stofn­unar og vill að for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar ­geri grein fyrir afstöðu henn­ar. "Sam­kvæmt áliti umboðs­manns braut Trygg­inga­stofnun gegn skjól­stæð­ingum sín­um. Í ljósi þess skorti alla auð­mýkt í við­brögð stofn­un­ar­innar við áliti umboðs­manns. Auð­vitað á stofn­unin að hafa frum­kvæði að því að leið­rétta hlut sinna skjól­stæð­inga og fara yfir þær synj­anir sem hún hefur veitt í krafti þessa ákvæð­is," segir Ragn­heiður í sam­tali við Kjarn­ann.

"Ég lít ávirð­ingar umboðs­manns mjög alvar­legum aug­um. Það er mjög alvar­legt þegar Umboðs­maður Alþingis gerir athuga­semdir við stórn­sýslu og verk­lag opin­berra stofn­anna með þessum hætt­i."

For­stjóri Trygg­inga­stofn­unar hefur verið boð­aður á fund vel­ferð­ar­nefndar mið­viku­dag­inn 15. októ­ber, ásamt full­trúum frá Öryrkja­banda­lagi Íslands og Þroska­hjálp.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None