Þingmenn VG vilja að hluthafar reikni sér laun fyrir að sjá um fjárfestingar eigin félaga

Fimm þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram lagafrumvarp sem miðar að því að eigendum félaga sem halda utan um fjárfestingareignir, t.d. fasteignir og hlutabréf, verði gert skylt að greiða sér laun fyrir þá umsýslu.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem allir þingmenn VG sem ekki eru ráðherrar standa að baki.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem allir þingmenn VG sem ekki eru ráðherrar standa að baki.
Auglýsing

Fimm þing­menn Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs hafa lagt fram laga­breyt­inga­frum­varp, sem miðar að því að koma í veg fyrir að eig­endur félaga sem stunda fjár­fest­ingar geti kom­ist hjá því að reikna sér end­ur­gjald, laun, fyrir að sýsla með eignir félag­anna, eða þá að þeir ákvarði sér end­ur­gjald sem „er langt undir því sem almennt gæti talist eðli­legt end­ur­gjald fyrir sam­bæri­lega umsjón eigna og fjár­fest­inga í þágu þriðja aðila“.

Þing­menn­irnir telja nauð­syn­legt að kveða skýrar á um skyldu ein­stak­linga til þess að reikna sér end­ur­gjald vegna umsjónar og umsýslu með fjár­fest­ingum í eigin félagi, og er þá helst litið til þeirra sem fara með eign­ar­hald í félögum sem geta talist óvirk í skatta­legu til­liti, að því leyti sem þau greiða hvorki tekju­skatt né trygg­inga­gjald.

Í grein­ar­gerð með frum­varpi þing­manna VG er vísað til þess að gögn í skýrslu stýri- og sér­fræð­inga­hóps um end­ur­skoðun tekju­skatts og bóta­kerfa hjá ein­stak­lingum og fjöl­skyldum frá 2019 leiði í ljós „tölu­vert ósam­ræmi milli fjölda lög­að­ila í skatt­grunn­skrá og þeirra ein­stak­linga sem gera grein fyrir ein­hvers konar rekstri í skatt­fram­tali sínu“ og að líkur séu á því að umtals­verður fjöldi hafi með höndum starf­semi í svo litlum mæli að hún telj­ist ekki sjálf­stæð sam­kvæmt skil­yrðum fyrir reikn­uðu end­ur­gjaldi.

Auglýsing

Einnig velta þing­menn VG því fram í grein­ar­gerð­inni „hvort of stórt hlut­fall rekstr­ar­að­ila í skatt­grunn­skrá sé sam­sett af lög­að­ilum sem hafa lít­inn sem engan rekstr­ar­til­gang“ og vísa til þess að gögn um álagn­ingu tekju­skatts og trygg­inga­gjalds á árunum 2015-2020 sem birt­ast í rann­sókn Sig­urðar Jens­sonar gefi til kynna að svo sé. Gögn rann­sóknar Sig­urðar sýndu að álagðir skattar á lög­að­ila á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu fóru lækk­andi og að tekju­skattur rekstr­ar­að­ila stóð nán­ast í stað í nafn­verðskrónum á sama tíma og fjöldi rekstr­ar­fram­tala jókst um 20 pró­sent.

„Þá hafa skatt­tekjur á hvern lög­að­ila dreg­ist saman og greiðir 71% rekstr­ar­að­ila engan tekju­skatt, um 55% rekstr­ar­að­ila greiða engin laun og um 42% greiða hvorki tekju­skatt né trygg­inga­gjald. Þessi félög kallar höf­undur „óvirk“ en bendir jafn­framt á að það segi ekki til um fjár­hags­leg umsvif þeirra. Ekki er hægt að nefna reiknað end­ur­gjald og sjálf­stæða starf­semi án þess að víkja sér­stak­lega að þessum þætt­i,“ segir í grein­ar­gerð þing­manna Vinstri grænna.

Í grein­ar­gerð þing­mann­ana er því svo bætt við að ljóst sé að lög­að­ilar sem stunda ekki hefð­bund­inn atvinnu­rekstur geti „átt miklar eignir og haft umtals­verð fjár­hags­leg umsvif þótt engum skatti sé skil­að“ og slík til­vik eigi „til að mynda við þegar ein­stak­lingur sinnir fjár­fest­ingum á vegum lög­að­ila í sinni eigu, þar sem ekki er aug­ljós rekstr­ar­legur til­gangur annar en sá að hafa tekjur af eignum í eigu félags­ins, og má því líta svo á að umsjón manns með þeim lög­að­ila sé í eigin þág­u.“

Þing­menn­irnir nefna að þetta geti átt við um umsjón og umsýslu á vegum lög­að­ila vegna eign­ar­halds á fast­eign­um, eign­ar­hluta í öðrum félögum og um sölu og kaup hluta­bréfa.

„Rétt er að víkja sér­stak­lega að sölu hluta­bréfa en sölu­hagn­aður vegna þeirra telst frá­drátt­ar­bær sam­kvæmt 9. tölul. a 31. gr. laga um tekju­skatt. Telja má að þau til­vik þar sem sölu­hagn­aður hluta­bréfa er inn­leystur inni í félagi geti leitt til freistni­vanda sem felst í því að eig­endur lög­að­ila nýta óskatt­lagða fjár­muni til kaupa á eignum sem almennt telj­ast per­sónu­bundn­ar, t.d. fast­eignum eins og ein­býl­is­húsum eða sum­ar­hús­um, jörðum og þess hátt­ar, í stað þess að greiða sér út arð,“ segir í grein­ar­gerð þing­manna VG.

Þing­menn­irnir segja að það sé þeirra afstaða að lög­að­ili „taki hvorki ákvarð­anir né hafi umsjón eða umsýslu með þeim atriðum sem nefnd eru í grein­ar­gerð án aðkomu hlut­hafa.“

„Hafi lög­að­ili engan skýran rekstr­ar­til­gang má telja ljóst að sá ein­stak­lingur sem hefur umsjón og umsýslu með þeim lög­að­ila geri svo í eigin þágu. Slíkt útheimtir vinnu af hálfu við­kom­andi og ber honum að reikna sér end­ur­gjald fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi í þágu lög­að­il­ans. Til­gangur þess­arar laga­breyt­ingar yrði því að tryggja að maður sem í raun hefur tekjur af umsýslu og utan­um­haldi með lög­að­ila sem heldur utan um eign­ir, hluta­bréf og önnur félög, og stundar þar með ekki eig­in­legan atvinnu­rekst­ur, greiði skatta vegna þeirrar vinnu á sam­bæri­legum for­sendum og ef hann væri ráð­inn til hins sama hjá þriðja aðila á grund­velli reglna um reiknað end­ur­gjald,“ segir í grein­ar­gerð þing­mann­ana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent