Þingmönnum heitt í hamsi – „Tundurskeyti inn í þinglokasamninga“

Vel gekk í gærkvöldi að semja um þinglok þangað til þingmaður Pírata kom með „tundurskeyti“ inn í þinglokasamningana, eins og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það. Þung orð voru látin falla í þingsal í morgun.

Helgi Hrafn Gunnarsson, Lilja Rafney og Birgir Ármannsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson, Lilja Rafney og Birgir Ármannsson.
Auglýsing

Heitar umræður sköp­uð­ust á Alþingi í morgun um dag­skrár­til­lögu Helga Hrafns Gunn­ars­sonar þing­manns Pírata um að koma frum­varpi Lilju Raf­n­eyjar Magn­ús­dótt­ur, þing­manns VG og for­manns atvinnu­vega­nefnd­ar, um strand­veiðar á dag­skrá fyrir þing­lok. Til­lagan var felld, en 10 sam­þykktu til­lög­una, 30 felldu hana, 19 sátu hjá og 4 voru fjar­stadd­ir.

Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að vel hafi gengið hjá þing­flokk­unum í gær­kvöldi að semja um þing­lok þangað til Helgi Hrafn kom með fyrr­nefnda dag­skrár­til­lögu. „Til­lagan sprengdi fund­inn,“ segir einn við­mæl­enda Kjarn­ans en í frum­varp­inu er meðal ann­ars lagt til að ráð­herra skuli tryggja 48 daga á strand­veiði­tíma­bil­inu 2021.

Frum­varp­inu var dreift á meðal alþing­is­manna í fyrra­dag en flutn­ings­menn þess voru fimm þing­menn Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks­ins, þau Lilja Raf­ney, Ari Trausti Guð­munds­son, Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé og Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir. Nú eru ein­ungis Lilja Raf­ney og Halla Signý skráðar sem flutn­ings­menn frum­varps­ins.

Auglýsing

Sakar Lilju Raf­n­eyju um að kenna stjórn­ar­and­stöð­unni um að málið kæm­ist ekki á dag­skrá

Helgi Hrafn sagði í umræðum um atkvæða­greiðsl­una að frum­varpið væri mik­il­vægt í ljósi þess að nú væru 600 til 700 smá­báta­sjó­menn sem stæðu frammi fyrir mjög alvar­legu atvinnu­leysi.

„Málið er gott, en hátt­virtur þing­maður Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir hefur hins vegar verið að spreða því út um allan bæ að það sé á ein­hvern hátt stjórn­ar­and­stöð­unni að kenna að málið kom­ist ekki á dag­skrá. Ég vil halda því til haga að hátt­virtur þing­maður er for­maður atvinnu­vega­nefndar og ég sit í þeirri nefnd. Hátt­virtur þing­maður er með þing­flokks­for­mann sem semur ekki um málið fyrir hennar hönd. Hátt­virtur þing­maður er í sama flokki og virðu­legur for­seti sem setur málið ekki á dag­skrá. Hátt­virtur þing­maður er í sama flokki og hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra sem virð­ist ekki styðja mál­ið. Það erum við sem styðjum mál­ið, Pírat­ar, og stjórn­ar­and­staðan vænti ég, við viljum setja málið á dag­skrá fyrir smá­báta­sjó­menn. Sjáum hvað set­ur,“ sagði hann.

Tund­ur­skeyti inn í þing­loka­samn­inga

Þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Birgir Ármanns­son, sagði í sömu umræðum að hann vissi ekk­ert um stymp­ingar ein­stakra þing­manna og ætl­aði ekki að blanda sér í það.

„Hins vegar er alveg ljóst að það er auð­vitað ekki hægt að taka mál af þessu tagi á dag­skrá í miðju kafi þegar við erum að reyna að ganga frá þing­lok­um. Málið kom fram, eftir því sem ég best veit, í gær. Mér finnst alveg frá­leitt af Pírötum að vera að senda þetta tund­ur­skeyti inn í þing­loka­samn­inga með þessum hætti til að raska mál­um. Í þing­loka­samn­ingum er verið að semja um fjölda­mörg mál, meðal ann­ars er verið að semja um fjölda­mörg mál út af borð­inu sem hafa fengið umfjöllun í þing­inu í allan vet­ur. Það leiðir bara af sjálfu sér að það er ekki hægt að klára allt sam­an. Með því að stilla mönnum upp við vegg með þessum hætti eru þing­loka­samn­ingar settir í upp­nám. Þess vegna er auð­vitað ekk­ert annað að gera en að fella þessa dag­skrár­til­lög­u,“ sagði hann.

„Ég hef verið hér í tólf ár og ég man ekki eftir svona vinnu­brögð­um“

Gunnar Bragi Sveins­son þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins sagði að það væri með ólík­indum að for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar, Lilja Raf­ney, skyldi fara í þennan leið­ang­ur, að leggja fram þing­mál vit­andi að ekki væri meiri­hluti fyrir því hjá stjórn­ar­flokk­unum að koma því inn í þingið – og færi í þá veg­ferð að „mó­bil­isera ein­hverja bylgju um land­ið“ um að kenna stjórn­ar­and­stöð­unni um að málið kæm­ist ekki á dag­skrá.

Gunnar Bragi Sveinsson Mynd: Bára Huld Beck

„Ég hef verið hér í tólf ár og ég man ekki eftir svona vinnu­brögð­um, að menn legg­ist svona lágt, að fara í slíkan leið­ang­ur, ég verð að segja það. Á sama tíma er í atvinnu­vega­nefnd þing­mál sem myndi taka á því sama sem hátt­virtur for­maður nefnd­ar­innar vill ekki taka á dag­skrá sem varð til þess að full­trúar Mið­flokks­ins í nefnd­inni bók­uðu athuga­semd um að taka málið af dag­skrá, en að sjálf­sögðu varð for­maður nefnd­ar­innar ekki við því. Það er ekki boð­legt að taka þátt í þessu. Við munum ekki greiða atkvæði í þess­ari atkvæða­greiðslu vegna þess hvernig for­maður atvinnu­vega­nefndar hagar sér í mál­in­u,“ sagði Gunnar Bragi.

Þor­steinn Sæmunds­son þing­maður Mið­flokks­ins steig einnig í pontu og sagði að þessi dag­skrár­til­laga væri sýnd­ar­mennska og popúl­ismi af aum­ustu sort. „Það er ekki nokkur leið að sam­þykkja eitt­hvað sem er sett fram til að þyrla upp ryki og skemma fyrir öðrum þing­störf­um. En fyrst og fremst – þetta er vont, ég veit það – er þetta aumasti popúl­ismi sem til er og við tökum ekki þátt í slík­u.“

Málið gott í sjálfu sér en kemur fram á óheppi­legum tíma

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­flokks­for­maður VG sagði að þetta mál væri mjög óheppi­legt og kæmi fram á óheppi­legum tíma.

Bjarkey Olsen Mynd: Bára Huld Beck

„Málið er gott í sjálfu sér en ég tel ekki rétt á þessum síð­ustu loka­metrum þegar við erum að reyna að ljúka þingi, og við vorum nú langt komin með það hér í gær­kvöldi, að þetta mál sé tekið hér inn því að þetta er laga­frum­varp sem þarf auð­vitað tölu­verða umræðu. Ég tel að að svo komnu máli, á þessum tíma­punkti, sé bara ekki tími til þess að bæta einu máli ofan á. Við vorum búin að loka þeirri mála­skrá sem við vorum með í höndum að mínu mati og allra ann­arra. Í sam­tölum okkar þing­flokks­for­manna vorum við með ákveð­inn lista sem við vorum að vinna með og héldum okkur stíft við hann. Ég vil ekki hvika frá því, þannig að Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð mun ekki greiða þessu máli atkvæði sitt, þ.e. að við verðum á rauða takk­anum fyrir utan for­mann atvinnu­vega­nefnd­ar.“

Kall­aði atburða­rás­ina leik­rit

Þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Oddný Harð­ar­dótt­ir, tók jafn­framt til máls við atkvæða­greiðsl­una. „Sú staða sem komin er upp með þetta mál er í raun alveg með ólík­ind­um. Við þing­flokks­for­menn sitjum nú og reynum að semja um þing­lok­in. Rík­is­stjórnin og stjórn­ar­flokk­arnir eru búnir að taka af því borði mörg mál sem ég hefði gjarnan viljað að við tækjum hér til umræðu.

Oddný Harðardóttir Mynd: Bára Huld Beck

En í ljósi þess að við erum að vinna saman og reyna að loka þing­inu og kjör­tíma­bil­inu þá er ég ekki hér með dag­skrár­til­lögu um að koma þeim mik­il­vægu málum á dag­skrá. Ef það mál sem við erum að ræða hér um strand­veiðar hefði verið eitt af for­gangs­málum stjórn­ar­flokk­anna við samn­inga­borðið þá hefði ég sann­ar­lega fagnað því og greitt því atkvæði. Ef það væri hér á dag­skrá væri ég sam­mála því. En þessi atburða­r­ás, þetta leik­rit sem búið er að setja upp, bæði af hálfu for­manns atvinnu­vega­nefndar og hátt­virts þing­manns Helga Hrafns Gunn­ars­sonar — ég get ekki tekið þátt í því eða við í Sam­fylk­ing­unni og við munum sitja hjá við þessa afgreiðslu,“ sagði Odd­ný.

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­flokks­for­maður Við­reisnar tók í sama streng og Oddný og sagði að þing­menn væru staddir „í ein­hverri senu í leik­húsi fárán­leik­ans“.

Hanna Katrín Friðriksson Mynd: Bára Huld Beck

„Í stað þess að hafa farið í umræðu um mik­il­vægt mál á sínum tíma, á eðli­legum tíma, sam­þykkt til­lögu sem fyrir var, unnið með hana, verið fyrr með þetta mál, tekið sam­talið til að útkljá mál sem varðar hags­muni fjölda sjó­manna og fjöl­skyldna þeirra, þá stöndum við hér föst í ein­hverjum forms­at­riðum af því að enn og aftur sýna stjórn­völd, sér í lagi for­maður atvinnu­vega­nefnd­ar, að sam­vinna er eitt­hvert óþekkt fyr­ir­bæri á þeim bæn­um. Þetta er staða sem hefði ekki þurft að koma upp, en við stöndum frammi fyrir henni. Við þing­flokks­for­menn höfum setið og reynt að ná saman um þing­lok. Þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ingar fór hér vel yfir mál­ið.“

Hún sagði að fjöldi góðra mála hefði farið út af borð­inu og að þau hefðu viljað sjá fjöl­mörg mál fá for­gang. „Í ljósi stöð­unnar ætla ég ekki að rjúfa það sam­komu­lag. Þetta er hins vegar þörf og mik­il­væg umræða og ég þakka Pírötum fyrir að hafa sett hana á dag­skrá hér í þingsal, en við í Við­reisn sitjum hjá við afgreiðslu þess­arar til­lög­u.“

Skor­aði á þing­menn að hætta þessum „fífla­dansi“

Inga Sæland Mynd: Bára Huld Beck

Inga Sæland for­maður Flokks fólks­ins lét sig ekki vanta í umræð­urn­ar. „Hefði, myndi, skuli og allir vinir hans — ef þetta hefði verið í gær eða í fyrra­dag eða um ára­mót­in. Stað­reyndin er sú að staðan er að koma upp núna. Við erum hér núna og það er ekk­ert hægt, hvorki fyrir for­mann hátt­virtrar atvinnu­vega­nefndar né hvern annan sem er, að horfa fram hjá því. Í raun og veru hefði henni verið í lófa lagið að koma með þetta mál mun fyrr ef hún hefði vogað sér að sýna hæst­virtum sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hornin aðeins þar sem honum virð­ist vera nákvæm­lega sama um smá­báta­sjó­menn.

Það breytir ekki þeirri stað­reynd að við erum hér til að reyna að tryggja að þeir geti fengið þessa aumu 48 daga sem þeim er úthlutað ár hvert til þess að stunda strand­veið­ar. Það er nú ekki meira en það. Ég skora því á okkur öll hér, hvort sem fólk er í fýlu út af þessu eða hinu, að hætta þessum fífla­dansi, sem er okkur til ævar­andi skammar, taka þetta út fyrir póli­tískar raðir og rifr­ildi og ein­fald­lega tryggja, eins og við gerðum um lax­eldið á sínum tíma, þegar allt var í voða fyrir vest­an, að smá­báta­sjó­menn­irnir okkar geti að minnsta kosti fengið að veiða þessa 48 daga skamm­laust. Það er í okkar valdi að svo megi verða,“ sagði Inga.

Hags­munir sjó­manna skipta máli

Helgi Hrafn sak­aði Lilju Raf­ney um lygar í fyrr­nefndum umræðum um málið en for­seti Alþing­is, Stein­grímur J. Sig­fús­son, bað þing­menn um að gæta orða sinna. Helgi Hrafn sagði að hún hefði kosið að ljúga og að kenna Pírötum um að standa í vegi fyrir mál­inu með því að hafa það ekki með í sínum samn­ing­um, í þing­loka­samn­ing­um.

„Hún þurfti ekki að gera það. Þar sem við höfum gert í kjöl­farið er að við höfum lagt til að málið verði tekið til umræðu hér og það er full alvara á bak við það. Gerum það bara. Það væri rétti leik­ur­inn af meiri hlut­an­um, að taka málið til umræðu og sam­þykkja það. En nei, það má ekki.“

Bað hann hags­muna­að­ila í þessu máli að fylgj­ast vel með atkvæða­greiðslu­töfl­unni því að atkvæðin skiptu máli. „Nið­ur­staðan skiptir máli. Hags­munir sjó­manna skipta máli og eru meira en ein­hver leikur í bragði stjórn­mála­manna.“

Sagði að það væri ekki satt að hún væri að ljúga

Lilja Raf­ney svar­aði Helga Hrafni og Gunn­ari Braga í næstu ræðu og sagð­ist ekki ætla að taka þátt í því í þess­ari heitu umræðu – þar sem allt virt­ist ætla að fara á hlið­ina yfir – að vera sökuð um að ljúga.

„Það er ekki satt,“ sagði hún og bætti því við að Gunnar Bragi ætti að hugsa um að feta leiðir sann­leik­ans. „Ég hef ekki logið neitt í þessu máli. Þingið hefur fulla burði til þess þegar mál koma inn að taka þau á dag­skrá í þing­loka­samn­ing­um. En það var ekki gert og þannig liggur þetta mál. Og inn í atvinnu­vega­nefnd er frum­varp frá hæst­virtum sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sem dregur úr afla í strand­veiðar og bíður upp á að róa öllum dögum svo strand­veiðar hefðu klár­ast miklu fyrr, hefði það frum­varp nokkurn tím­ann verið sam­þykkt. Þannig er nú sá veru­leiki. En ég held áfram að berj­ast fyrir strand­veiðum og fyrir sjáv­ar­byggðir lands­ins og læt ekki saka mig um það að ljúga að einum eða nein­um. Það er ekki minn hátt­ur,“ sagði hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent