Áfram grímur á viðburðum og hömlur á opnunartíma veitingastaða

300 manns mega koma saman frá og með 15. júní og almenn nándarregla verður færð úr 2 metrum í einn. Sóttvarnalæknir telur að mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum myndi senda röng skilaboð út í samfélagið.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Frá og með 15. júní mega 300 manns koma saman í stað 150 manns áður og tveggja metra reglan breyt­ist í eins meintra reglu. Á sitj­andi við­burðum eins og íþrótta­við­burðum og leik­hús­sýn­ingum verður hins vegar engin nánd­ar­regla leng­ur, en öllum verður áfram skylt að bera grímu.

Opn­un­ar­tími veit­inga­staða leng­ist um klukku­stund og mega staðir nú hleypa gestum inn til mið­nætt­is, en þurfa að vísa þeim út kl. 1.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið þessar breyt­ingar á reglu­gerð um sam­komu­tak­mark­an­ir, en breyt­ing­arnar eru í sam­ræmi við til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is, sam­kvæmt því sem segir í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins.

Þessar reglur eiga að gilda til 29. júní næst­kom­andi, en sam­kvæmt því sem rík­is­stjórnin boð­aði í aflétt­ing­ar­á­ætlun sinni á vor­dögum var stefnt að því að aflétta öllum sótt­varna­ráð­stöf­unum inn­an­lands seinni part jún­í.

Nokkuð í land að góðu hjarð­ó­næmi yngri hópa

Þórólfur segir í minn­is­blaði sínu að „allt útlit“ sé fyrir að það verði hægt að aflétta aðgerðum frekar undir lok mán­að­ar­ins. En hann er líka á því að fara þurfi hægt í aflétt­ingar þangað til búið verður að bólu­setja enn fleiri lands­menn.

Nærri 200 þús­und manns hafa nú fengið a.m.k. eina bólu­efna­sprautu og rúm­lega hund­rað þús­und manns eru þegar full­bólu­sett. Rúm­lega 90 pró­sent þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa fengið a.m.k. eina sprautu en tæp­lega 50 pró­sent þeirra sem eru yngri en 50 ára.

Hlutfall bólusettra fer ört hækkandi, en Þórólfur sóttvarnalæknir vill sjá hærra hlutfall bólusettra í yngri aldurshópum áður en slakað verður verulega meira á.

Þórólfur sótt­varna­læknir segir í minn­is­blaði sínu að enn sé „nokkuð í land með að góðu hjarð­ó­næmi verði náð meðal yngri ein­stak­linga“ en að útlit sé fyrir að 410 þús­und skammtar af bólu­efni muni hafa borist hingað til lands fyrir lok júní, sem ætti að duga fyrir fullri bólu­setn­ingu 220 þús­und manns. Það væru um 60 pró­sent þjóð­ar­innar í heild.

Auglýsing

Í minn­is­blaði Þór­ólfs segir að það þurfi að fara rólega í aflétt­ingar á sótt­varna­að­gerðum inn­an­lands þar til hærra hlut­fall yngra fólks hefur verið bólu­sett – og bent er á að það taki um þrjár vikur að fá góða vernd eftir fyrstu bólu­setn­ingu.

Þórólfur seg­ist telja mik­il­væg­ara að slaka á nánd­ar­regl­unni en að auka mjög þann fjölda sem má koma sam­an. Hann lýsir í minn­is­blað­inu yfir nokkrum áhyggjum af bæði svoköll­uðum bresku og ind­verskum afbrigðum kór­ónu­veirunnar og nefnir sér­stak­lega að það ind­verska „virð­ist vera að valda nýjum bylgjum víða“ eins og sjá­ist á fréttum frá Bret­landi.

„Mikil til­slökun á fjölda­tak­mörk­unum getur gefið þau röngu skila­boð út í sam­fé­lagið að far­aldr­inum sé lokið og það getur haft alvar­legar afleið­ingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19,“ segir Þórólfur í minn­is­blaði sínu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent