Áfram grímur á viðburðum og hömlur á opnunartíma veitingastaða

300 manns mega koma saman frá og með 15. júní og almenn nándarregla verður færð úr 2 metrum í einn. Sóttvarnalæknir telur að mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum myndi senda röng skilaboð út í samfélagið.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Frá og með 15. júní mega 300 manns koma saman í stað 150 manns áður og tveggja metra reglan breytist í eins meintra reglu. Á sitjandi viðburðum eins og íþróttaviðburðum og leikhússýningum verður hins vegar engin nándarregla lengur, en öllum verður áfram skylt að bera grímu.

Opnunartími veitingastaða lengist um klukkustund og mega staðir nú hleypa gestum inn til miðnættis, en þurfa að vísa þeim út kl. 1.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar breytingar á reglugerð um samkomutakmarkanir, en breytingarnar eru í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, samkvæmt því sem segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.

Þessar reglur eiga að gilda til 29. júní næstkomandi, en samkvæmt því sem ríkisstjórnin boðaði í afléttingaráætlun sinni á vordögum var stefnt að því að aflétta öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands seinni part júní.

Nokkuð í land að góðu hjarðónæmi yngri hópa

Þórólfur segir í minnisblaði sínu að „allt útlit“ sé fyrir að það verði hægt að aflétta aðgerðum frekar undir lok mánaðarins. En hann er líka á því að fara þurfi hægt í afléttingar þangað til búið verður að bólusetja enn fleiri landsmenn.

Nærri 200 þúsund manns hafa nú fengið a.m.k. eina bóluefnasprautu og rúmlega hundrað þúsund manns eru þegar fullbólusett. Rúmlega 90 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri hafa fengið a.m.k. eina sprautu en tæplega 50 prósent þeirra sem eru yngri en 50 ára.

Hlutfall bólusettra fer ört hækkandi, en Þórólfur sóttvarnalæknir vill sjá hærra hlutfall bólusettra í yngri aldurshópum áður en slakað verður verulega meira á.

Þórólfur sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu að enn sé „nokkuð í land með að góðu hjarðónæmi verði náð meðal yngri einstaklinga“ en að útlit sé fyrir að 410 þúsund skammtar af bóluefni muni hafa borist hingað til lands fyrir lok júní, sem ætti að duga fyrir fullri bólusetningu 220 þúsund manns. Það væru um 60 prósent þjóðarinnar í heild.

Auglýsing

Í minnisblaði Þórólfs segir að það þurfi að fara rólega í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands þar til hærra hlutfall yngra fólks hefur verið bólusett – og bent er á að það taki um þrjár vikur að fá góða vernd eftir fyrstu bólusetningu.

Þórólfur segist telja mikilvægara að slaka á nándarreglunni en að auka mjög þann fjölda sem má koma saman. Hann lýsir í minnisblaðinu yfir nokkrum áhyggjum af bæði svokölluðum bresku og indverskum afbrigðum kórónuveirunnar og nefnir sérstaklega að það indverska „virðist vera að valda nýjum bylgjum víða“ eins og sjáist á fréttum frá Bretlandi.

„Mikil tilslökun á fjöldatakmörkunum getur gefið þau röngu skilaboð út í samfélagið að faraldrinum sé lokið og það getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér hvað varðar útbreiðslu COVID-19,“ segir Þórólfur í minnisblaði sínu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent