Þingvallanefnd vill að „ónæðisflug“ verði takmarkað og „dróna-flug“ bannað

ingvellir_from_the_information_centre.jpg
Auglýsing

Þing­valla­nefnd hefur falið þjóð­garðs­verði að leita eftir sam­vinnu við Flug­mála­stjórn til­ að reyna að tak­marka svo­kallað „ónæð­is­flug“ í þjóð­garð­inum á Þing­völl­um. Þá vill nefndin að „dróna-flug“ verði bannað í þjóð­garð­in­um. Þetta kemur fram í skrif­legu svari Sig­rúnar Magn­ús­dótt­ur, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sem jafn­framt er for­maður Þing­valla­nefnd­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þyrlu­flug veldur titr­ingiVil­borg Hall­dórs­dótt­ir, leik­kona og leið­sögu­mað­ur, gagn­rýndi harð­lega óheft þyrlu­flug með ferða­menn við helstu ferða­manna­staði lands­ins í stöðu­upp­færslu á Face­book á dög­unum og Kjarn­inn sagði frá.

Í áður­nefndri stöðu­upp­færslu skrif­aði Vil­borg: „Í dag var ég uppi á Gull­fossi í feg­ursta vetr­ar­veðri sem hægt er að upp­lifa, skaf­heiður him­inn og skyggnið algert…. þar mátti ég sætta mig við það, að þyrla sveim­aði yfir mér í óra­tíma með til­heyr­andi hávaða­meng­un. Kannski með 2-3 far­þega inn­an­borðs. Ætli þeim 250 manns sem voru að njóta fossa og nátt­úru hafi verið skemmt!? Ætli þeir séu komnir útí hina íslensku nátt­úru til að sitja undir slík­u!?“

Þá velti Vil­borg fyrir sér hversu lengi Ísland verði spenn­andi áfanga­staður fyrir áhuga­sama ferða­menn með þessu fram­hald­i. „Þessi hávaða­mengun er eins og sígar­ettu­meng­un…. fjöldi líður fyrir fáa. Eiga hund­ruðir að líða fyrir leti og ríki­dæmi fárra og sjálf­valdra? Hvenær ætlum við að fara að setja reglur um t.d. þyrlu­flug yfir þjóð­görð­u­m?“

Auglýsing

Engar flug­tak­mark­anir í gildi í þjóð­görð­unumEngar sér­stakar tak­mark­anir eru í gildi er varða flug loft­fara í þjóð­görðum á Íslandi, en útsýn­is­flug með ferða­menn hefur auk­ist gríð­ar­lega hér­lendis á síð­ustu miss­erum sam­hliða spreng­ingu í komum erlendra ferða­manna hingað til lands.

Sam­kvæmt reglu­gerð um flug­reglur er óheim­ilt að fljúga yfir þétt­býlum hlutum borga, bæja, þorpa eða úti­sam­komum í minni hæð en 1000 fet­um, eða 300 metr­um. Þá vaknar óneit­an­lega upp sú spurn­ing hvort ekki skuli skil­greina jafn þétt­set­inn ferða­manna­stað og til að mynda Gull­foss sem úti­sam­komu.

Ann­ars stað­ar, það er utan þétt­býlis eða manna­móta, er bannað að fljúga loft­fari í minni hæð en 500 fet­um, eða 150 metr­um. Athygli skal vakin á því að í ofan­greindum til­fellum er um að ræða flug­hæð yfir landi, en ekki sjáv­ar­máli. Sam­kvæmt eft­ir­grennslan Kjarn­ans er venjan sú að hæð­ar­mælar séu stilltir á hæð yfir sjáv­ar­máli, sem við­kom­andi flug­maður þarf þá ýmist að bæta 1000 eða 500 fetum við til að fara að regl­um.

Fleiri kvarta undan „ónæð­is­flugi“Þing­valla­nefnd hefur fjallað um þyrlu­flug og rætt hvort ástæða sé til að setja skýrar reglur um útsýn­is­flug í þjóð­garð­in­um. Ólafur Örn Har­alds­son, þjóð­garðs­vörður á þing­völl­um, segir í sam­tali við Kjarn­ann að færst hafi í vöxt að gestir þjóð­garðs­ins kvarti undan ónæði vegna þyrlna og flug­véla. Hann segir að víða erlendis séu í gildi tak­mark­anir um útsýn­is­flug í þjóð­görð­um, á frið­lýstum svæðum eða á vin­sælum ferða­manna­stöð­um, eða það háð sér­stöku leyfi.

Í áður­nefndu svari Sig­rúnar Magn­ús­dótt­ur, for­manns Þing­valla­nefnd­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, segir að stjórn þjóð­garðs­ins geti ekki bannað flug á Þing­völlum upp á sitt eins­dæmi, en nú sé leitað leiða til að tak­marka þar „ónæð­is­flug.“ Þá vilji nefndin að flug dróna verði bannað í þjóð­garð­in­um. „Þyrlu­flug er vax­andi starf­semi hér á landi og því mjög eðli­legt að sest sé niður og þau mál rædd eins og allt annað í hinum ört vax­andi atvinnu­vegi ferða­mennsk­unni. Það eru oft­ast kostir og gallar á flestum mál­um. Málið er að tak­marka gall­ana og leyfa kost­unum að njóta sín. Við á Þing­völlum viljum vinna með fólki, líka þyrlu­flug­mönn­um. Þetta er þjóð­garður fyrir alla.“

Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Icelandic Glacial stefnir að fjögurra milljarða hlutafjáraukningu
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial efnir til hlutafjáraukningar að fjárhæð 31 milljón Bandaríkjadala eða tæplega fjögurra milljarða íslenskra króna sem boðin verður bæði núverandi og nýjum fjárfestum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Meðal svikara, þjófa og ræningja í Evrópusambandinu
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None