Þingvallanefnd vill að „ónæðisflug“ verði takmarkað og „dróna-flug“ bannað

ingvellir_from_the_information_centre.jpg
Auglýsing

Þing­valla­nefnd hefur falið þjóð­garðs­verði að leita eftir sam­vinnu við Flug­mála­stjórn til­ að reyna að tak­marka svo­kallað „ónæð­is­flug“ í þjóð­garð­inum á Þing­völl­um. Þá vill nefndin að „dróna-flug“ verði bannað í þjóð­garð­in­um. Þetta kemur fram í skrif­legu svari Sig­rúnar Magn­ús­dótt­ur, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sem jafn­framt er for­maður Þing­valla­nefnd­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þyrlu­flug veldur titr­ingiVil­borg Hall­dórs­dótt­ir, leik­kona og leið­sögu­mað­ur, gagn­rýndi harð­lega óheft þyrlu­flug með ferða­menn við helstu ferða­manna­staði lands­ins í stöðu­upp­færslu á Face­book á dög­unum og Kjarn­inn sagði frá.

Í áður­nefndri stöðu­upp­færslu skrif­aði Vil­borg: „Í dag var ég uppi á Gull­fossi í feg­ursta vetr­ar­veðri sem hægt er að upp­lifa, skaf­heiður him­inn og skyggnið algert…. þar mátti ég sætta mig við það, að þyrla sveim­aði yfir mér í óra­tíma með til­heyr­andi hávaða­meng­un. Kannski með 2-3 far­þega inn­an­borðs. Ætli þeim 250 manns sem voru að njóta fossa og nátt­úru hafi verið skemmt!? Ætli þeir séu komnir útí hina íslensku nátt­úru til að sitja undir slík­u!?“

Þá velti Vil­borg fyrir sér hversu lengi Ísland verði spenn­andi áfanga­staður fyrir áhuga­sama ferða­menn með þessu fram­hald­i. „Þessi hávaða­mengun er eins og sígar­ettu­meng­un…. fjöldi líður fyrir fáa. Eiga hund­ruðir að líða fyrir leti og ríki­dæmi fárra og sjálf­valdra? Hvenær ætlum við að fara að setja reglur um t.d. þyrlu­flug yfir þjóð­görð­u­m?“

Auglýsing

Engar flug­tak­mark­anir í gildi í þjóð­görð­unumEngar sér­stakar tak­mark­anir eru í gildi er varða flug loft­fara í þjóð­görðum á Íslandi, en útsýn­is­flug með ferða­menn hefur auk­ist gríð­ar­lega hér­lendis á síð­ustu miss­erum sam­hliða spreng­ingu í komum erlendra ferða­manna hingað til lands.

Sam­kvæmt reglu­gerð um flug­reglur er óheim­ilt að fljúga yfir þétt­býlum hlutum borga, bæja, þorpa eða úti­sam­komum í minni hæð en 1000 fet­um, eða 300 metr­um. Þá vaknar óneit­an­lega upp sú spurn­ing hvort ekki skuli skil­greina jafn þétt­set­inn ferða­manna­stað og til að mynda Gull­foss sem úti­sam­komu.

Ann­ars stað­ar, það er utan þétt­býlis eða manna­móta, er bannað að fljúga loft­fari í minni hæð en 500 fet­um, eða 150 metr­um. Athygli skal vakin á því að í ofan­greindum til­fellum er um að ræða flug­hæð yfir landi, en ekki sjáv­ar­máli. Sam­kvæmt eft­ir­grennslan Kjarn­ans er venjan sú að hæð­ar­mælar séu stilltir á hæð yfir sjáv­ar­máli, sem við­kom­andi flug­maður þarf þá ýmist að bæta 1000 eða 500 fetum við til að fara að regl­um.

Fleiri kvarta undan „ónæð­is­flugi“Þing­valla­nefnd hefur fjallað um þyrlu­flug og rætt hvort ástæða sé til að setja skýrar reglur um útsýn­is­flug í þjóð­garð­in­um. Ólafur Örn Har­alds­son, þjóð­garðs­vörður á þing­völl­um, segir í sam­tali við Kjarn­ann að færst hafi í vöxt að gestir þjóð­garðs­ins kvarti undan ónæði vegna þyrlna og flug­véla. Hann segir að víða erlendis séu í gildi tak­mark­anir um útsýn­is­flug í þjóð­görð­um, á frið­lýstum svæðum eða á vin­sælum ferða­manna­stöð­um, eða það háð sér­stöku leyfi.

Í áður­nefndu svari Sig­rúnar Magn­ús­dótt­ur, for­manns Þing­valla­nefnd­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, segir að stjórn þjóð­garðs­ins geti ekki bannað flug á Þing­völlum upp á sitt eins­dæmi, en nú sé leitað leiða til að tak­marka þar „ónæð­is­flug.“ Þá vilji nefndin að flug dróna verði bannað í þjóð­garð­in­um. „Þyrlu­flug er vax­andi starf­semi hér á landi og því mjög eðli­legt að sest sé niður og þau mál rædd eins og allt annað í hinum ört vax­andi atvinnu­vegi ferða­mennsk­unni. Það eru oft­ast kostir og gallar á flestum mál­um. Málið er að tak­marka gall­ana og leyfa kost­unum að njóta sín. Við á Þing­völlum viljum vinna með fólki, líka þyrlu­flug­mönn­um. Þetta er þjóð­garður fyrir alla.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None