Þingvallanefnd vill að „ónæðisflug“ verði takmarkað og „dróna-flug“ bannað

ingvellir_from_the_information_centre.jpg
Auglýsing

Þing­valla­nefnd hefur falið þjóð­garðs­verði að leita eftir sam­vinnu við Flug­mála­stjórn til­ að reyna að tak­marka svo­kallað „ónæð­is­flug“ í þjóð­garð­inum á Þing­völl­um. Þá vill nefndin að „dróna-flug“ verði bannað í þjóð­garð­in­um. Þetta kemur fram í skrif­legu svari Sig­rúnar Magn­ús­dótt­ur, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sem jafn­framt er for­maður Þing­valla­nefnd­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þyrlu­flug veldur titr­ingiVil­borg Hall­dórs­dótt­ir, leik­kona og leið­sögu­mað­ur, gagn­rýndi harð­lega óheft þyrlu­flug með ferða­menn við helstu ferða­manna­staði lands­ins í stöðu­upp­færslu á Face­book á dög­unum og Kjarn­inn sagði frá.

Í áður­nefndri stöðu­upp­færslu skrif­aði Vil­borg: „Í dag var ég uppi á Gull­fossi í feg­ursta vetr­ar­veðri sem hægt er að upp­lifa, skaf­heiður him­inn og skyggnið algert…. þar mátti ég sætta mig við það, að þyrla sveim­aði yfir mér í óra­tíma með til­heyr­andi hávaða­meng­un. Kannski með 2-3 far­þega inn­an­borðs. Ætli þeim 250 manns sem voru að njóta fossa og nátt­úru hafi verið skemmt!? Ætli þeir séu komnir útí hina íslensku nátt­úru til að sitja undir slík­u!?“

Þá velti Vil­borg fyrir sér hversu lengi Ísland verði spenn­andi áfanga­staður fyrir áhuga­sama ferða­menn með þessu fram­hald­i. „Þessi hávaða­mengun er eins og sígar­ettu­meng­un…. fjöldi líður fyrir fáa. Eiga hund­ruðir að líða fyrir leti og ríki­dæmi fárra og sjálf­valdra? Hvenær ætlum við að fara að setja reglur um t.d. þyrlu­flug yfir þjóð­görð­u­m?“

Auglýsing

Engar flug­tak­mark­anir í gildi í þjóð­görð­unumEngar sér­stakar tak­mark­anir eru í gildi er varða flug loft­fara í þjóð­görðum á Íslandi, en útsýn­is­flug með ferða­menn hefur auk­ist gríð­ar­lega hér­lendis á síð­ustu miss­erum sam­hliða spreng­ingu í komum erlendra ferða­manna hingað til lands.

Sam­kvæmt reglu­gerð um flug­reglur er óheim­ilt að fljúga yfir þétt­býlum hlutum borga, bæja, þorpa eða úti­sam­komum í minni hæð en 1000 fet­um, eða 300 metr­um. Þá vaknar óneit­an­lega upp sú spurn­ing hvort ekki skuli skil­greina jafn þétt­set­inn ferða­manna­stað og til að mynda Gull­foss sem úti­sam­komu.

Ann­ars stað­ar, það er utan þétt­býlis eða manna­móta, er bannað að fljúga loft­fari í minni hæð en 500 fet­um, eða 150 metr­um. Athygli skal vakin á því að í ofan­greindum til­fellum er um að ræða flug­hæð yfir landi, en ekki sjáv­ar­máli. Sam­kvæmt eft­ir­grennslan Kjarn­ans er venjan sú að hæð­ar­mælar séu stilltir á hæð yfir sjáv­ar­máli, sem við­kom­andi flug­maður þarf þá ýmist að bæta 1000 eða 500 fetum við til að fara að regl­um.

Fleiri kvarta undan „ónæð­is­flugi“Þing­valla­nefnd hefur fjallað um þyrlu­flug og rætt hvort ástæða sé til að setja skýrar reglur um útsýn­is­flug í þjóð­garð­in­um. Ólafur Örn Har­alds­son, þjóð­garðs­vörður á þing­völl­um, segir í sam­tali við Kjarn­ann að færst hafi í vöxt að gestir þjóð­garðs­ins kvarti undan ónæði vegna þyrlna og flug­véla. Hann segir að víða erlendis séu í gildi tak­mark­anir um útsýn­is­flug í þjóð­görð­um, á frið­lýstum svæðum eða á vin­sælum ferða­manna­stöð­um, eða það háð sér­stöku leyfi.

Í áður­nefndu svari Sig­rúnar Magn­ús­dótt­ur, for­manns Þing­valla­nefnd­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, segir að stjórn þjóð­garðs­ins geti ekki bannað flug á Þing­völlum upp á sitt eins­dæmi, en nú sé leitað leiða til að tak­marka þar „ónæð­is­flug.“ Þá vilji nefndin að flug dróna verði bannað í þjóð­garð­in­um. „Þyrlu­flug er vax­andi starf­semi hér á landi og því mjög eðli­legt að sest sé niður og þau mál rædd eins og allt annað í hinum ört vax­andi atvinnu­vegi ferða­mennsk­unni. Það eru oft­ast kostir og gallar á flestum mál­um. Málið er að tak­marka gall­ana og leyfa kost­unum að njóta sín. Við á Þing­völlum viljum vinna með fólki, líka þyrlu­flug­mönn­um. Þetta er þjóð­garður fyrir alla.“

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None