Lánið þitt: Munurinn á nafn- og raunvöxtum

kjarninn_hus_vef.jpg
Auglýsing

Kaup á fast­eign er fyrir okkur flest ein­hver stærsta fjár­hags­lega ákvörðun sem við tökum á lífs­leið­inni. Kaup­unum fylgir lán­taka upp á margar millj­ónir króna, sem við skuld­bindum okkur til að greiða til baka á næstu árum eða ára­tug­um. Þegar svo háar fjár­hæðir eru í spil­unum er best að vita sem mest um hvað málið snýst. Lána­formin sem bjóð­ast eru mis­mun­andi og eitt lána­form hentar ekki öll­um. Það sem hentar einum lán­tak­anda getur verið ómögu­legt fyrir ann­an.

Þessi grein er hluti af grein­ar­flokki um þau atriði sem varða hús­næð­is­lána­töku og önnur lán á Íslandi.

Auglýsing

Nafn­vextir og raun­vextir

Af þeirri ástæðu einni að lán­veit­and­inn vill bera eitt­hvað úr bítum við að lána þér pen­inga, þá bera íbúða­lán vexti. Vextir eru það gjald sem við borgum fyrir að fá pen­inga að láni.Þegar við tökum lán eru okkur sýndir nafn­vext­irnir sem lánið ber. Bank­inn ákveður vext­ina og lítur til þess hvað hann telur ásætt­an­lega ávöxtun umfram verð­bólgu í land­inu. Nafn­vext­irnir inni­bera þannig vænt­ingar bank­ans um verð­bólgu­þróun auk þess sem bank­inn tekur mið af þeim vaxta­kjörum sem hann fjár­magnar sig á. Hann vill að útláns­vext­irn­ir, það eru vextir á útlánum bank­ans, séu hærri en inn­láns­vext­irn­ir.Ef vext­irnir eru fastir, til dæmis til þriggja eða fimm ára, þá leggur bank­inn einnig á sér­stakt óvissu­á­lag.Nafn­vextir = raun­vextir + verð­bólga + óvissu­á­lagMeð raun­vöxtum er átt við vexti umfram verð­bólgu. Raun­vextir eru því lægri en nafn­vext­ir, eða sem nemur verð­bólg­unni.Raun­vextir = Nafn­vextir - verð­bólgaVaxta­kjör eru lægri á verð­tryggðum lánum en óverð­tryggðum vegna þess að í vaxta­kjörum verð­tryggðra lána er ekki tekið til­lit til verð­bólg­unn­ar. Verð­trygg­ingin er í raun við­bót­ar­vext­ir, jafn háir og verð­bólgan, sem bæt­ast aftan við höf­uð­stól­inn. Bank­inn þarf ekki að reikna óvissu­á­lag, þar sem öll verð­bólgu­á­hætta liggur hjá lán­tak­an­um. Ef verð­bólgan í land­inu er t.d 5 pró­sent þá er vaxta­á­lag láns­ins 8,5 pró­sent.

Fastir eða breyti­legir vext­ir?

Bank­arnir bjóða upp á lán með föstum vöxtum til ýmist þriggja eða fimm ára. Það þýðir ein­fald­lega að vext­irnir munu ekki breyt­ast á lán­inu þínu á þeim tíma, jafn­vel þótt verð­bólgan í land­inu auk­ist eða minnki. Ef vext­irnir eru breyti­legir þá áskilur bank­inn sér rétt til þess að breyta vaxta­kjör­unum milli mán­aða.

Og hver er þá mun­ur­inn?

Hentar þér að borga breyti­lega eða fasta vexti í upp­hafi? Það fer til dæmis eftir því hvort þú teljir verð­bólg­una aukast eða minnka á næstu miss­er­um. Ef það er lík­legt að verð­bólgan eykst, þá gæti verið snið­ugt að festa vaxta­kjör­in. Ef vext­irnir eru breyti­legir þá munu vext­irnir hækka sam­hliða auk­inni verð­bólgu.Það er ekki auð­veld að spá fyrir um verð­bólg­una, meira að segja fyrir lang­lærða sér­fræð­inga. Þeir sem tóku hús­næð­is­lán fyrir örfáum árum með föstum vöxtum hafa til dæmis greitt hærri vexti en ella, vegna þess að verð­bólgan hefur verið lág að und­an­förnu.  Með öðrum orðum eru breyti­legu vext­irnir lægri en þegar vext­irnir voru festir á láni sumra lán­tak­enda.Kostir við að festa nafn­vexti er stöðugri greiðslu­byrði milli mán­aða. Ókost­ur­inn getur verið hærri vaxta­greiðslur að jafn­aði, vegna áhættu­á­lags­ins, auk þess sem vext­irnir gætu verið of háir, lækki verð­bólg­an.Breyti­legir nafn­vextir þurfa ekki að bera áhættu­á­lag og ættu því að vera lægri að jafn­aði. En breyti­legir vextir geta hækkað ört ef verð­bólgan hækkar og bank­arnir ákveða að hækka vext­ina í takt við þró­un­ina.ferd-til-fjar_bordi

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None