Lánið þitt: Munurinn á nafn- og raunvöxtum

kjarninn_hus_vef.jpg
Auglýsing

Kaup á fast­eign er fyrir okkur flest ein­hver stærsta fjár­hags­lega ákvörðun sem við tökum á lífs­leið­inni. Kaup­unum fylgir lán­taka upp á margar millj­ónir króna, sem við skuld­bindum okkur til að greiða til baka á næstu árum eða ára­tug­um. Þegar svo háar fjár­hæðir eru í spil­unum er best að vita sem mest um hvað málið snýst. Lána­formin sem bjóð­ast eru mis­mun­andi og eitt lána­form hentar ekki öll­um. Það sem hentar einum lán­tak­anda getur verið ómögu­legt fyrir ann­an.

Þessi grein er hluti af grein­ar­flokki um þau atriði sem varða hús­næð­is­lána­töku og önnur lán á Íslandi.

Auglýsing

Nafn­vextir og raun­vextir

Af þeirri ástæðu einni að lán­veit­and­inn vill bera eitt­hvað úr bítum við að lána þér pen­inga, þá bera íbúða­lán vexti. Vextir eru það gjald sem við borgum fyrir að fá pen­inga að láni.Þegar við tökum lán eru okkur sýndir nafn­vext­irnir sem lánið ber. Bank­inn ákveður vext­ina og lítur til þess hvað hann telur ásætt­an­lega ávöxtun umfram verð­bólgu í land­inu. Nafn­vext­irnir inni­bera þannig vænt­ingar bank­ans um verð­bólgu­þróun auk þess sem bank­inn tekur mið af þeim vaxta­kjörum sem hann fjár­magnar sig á. Hann vill að útláns­vext­irn­ir, það eru vextir á útlánum bank­ans, séu hærri en inn­láns­vext­irn­ir.Ef vext­irnir eru fastir, til dæmis til þriggja eða fimm ára, þá leggur bank­inn einnig á sér­stakt óvissu­á­lag.Nafn­vextir = raun­vextir + verð­bólga + óvissu­á­lagMeð raun­vöxtum er átt við vexti umfram verð­bólgu. Raun­vextir eru því lægri en nafn­vext­ir, eða sem nemur verð­bólg­unni.Raun­vextir = Nafn­vextir - verð­bólgaVaxta­kjör eru lægri á verð­tryggðum lánum en óverð­tryggðum vegna þess að í vaxta­kjörum verð­tryggðra lána er ekki tekið til­lit til verð­bólg­unn­ar. Verð­trygg­ingin er í raun við­bót­ar­vext­ir, jafn háir og verð­bólgan, sem bæt­ast aftan við höf­uð­stól­inn. Bank­inn þarf ekki að reikna óvissu­á­lag, þar sem öll verð­bólgu­á­hætta liggur hjá lán­tak­an­um. Ef verð­bólgan í land­inu er t.d 5 pró­sent þá er vaxta­á­lag láns­ins 8,5 pró­sent.

Fastir eða breyti­legir vext­ir?

Bank­arnir bjóða upp á lán með föstum vöxtum til ýmist þriggja eða fimm ára. Það þýðir ein­fald­lega að vext­irnir munu ekki breyt­ast á lán­inu þínu á þeim tíma, jafn­vel þótt verð­bólgan í land­inu auk­ist eða minnki. Ef vext­irnir eru breyti­legir þá áskilur bank­inn sér rétt til þess að breyta vaxta­kjör­unum milli mán­aða.

Og hver er þá mun­ur­inn?

Hentar þér að borga breyti­lega eða fasta vexti í upp­hafi? Það fer til dæmis eftir því hvort þú teljir verð­bólg­una aukast eða minnka á næstu miss­er­um. Ef það er lík­legt að verð­bólgan eykst, þá gæti verið snið­ugt að festa vaxta­kjör­in. Ef vext­irnir eru breyti­legir þá munu vext­irnir hækka sam­hliða auk­inni verð­bólgu.Það er ekki auð­veld að spá fyrir um verð­bólg­una, meira að segja fyrir lang­lærða sér­fræð­inga. Þeir sem tóku hús­næð­is­lán fyrir örfáum árum með föstum vöxtum hafa til dæmis greitt hærri vexti en ella, vegna þess að verð­bólgan hefur verið lág að und­an­förnu.  Með öðrum orðum eru breyti­legu vext­irnir lægri en þegar vext­irnir voru festir á láni sumra lán­tak­enda.Kostir við að festa nafn­vexti er stöðugri greiðslu­byrði milli mán­aða. Ókost­ur­inn getur verið hærri vaxta­greiðslur að jafn­aði, vegna áhættu­á­lags­ins, auk þess sem vext­irnir gætu verið of háir, lækki verð­bólg­an.Breyti­legir nafn­vextir þurfa ekki að bera áhættu­á­lag og ættu því að vera lægri að jafn­aði. En breyti­legir vextir geta hækkað ört ef verð­bólgan hækkar og bank­arnir ákveða að hækka vext­ina í takt við þró­un­ina.ferd-til-fjar_bordi

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None