Starfsmönnum Þjóðleikhússins brá reglulega fyrir í fimmta þætti Ferðar til Fjár. Helgi Seljan, annar umsjónarmanna þáttanna, fékk þau Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra, Mörtu Nordal leikstjóra, Atla Rafn Sigurðsson leikara og Ríkharð Hjartar Magnússon sviðsmann, til þess að giska á hvað „þau kosta“, eða öllu heldur hvað fötin þeirra, græjurnar og skartgripirnir kosta.
Hér að neðan má sjá hvað leikhúsfólkið heldur að það kosti – og hvað það kostar í alvörunni.*
Ríkharður Hjartar Magnússon, sviðsmaður
Ríkharður Hjartar Magnússon, sviðsmaður. Dýrasti hluturinn var iPad tölvan en farsíminn var af ódýrustu gerð.
Eigin ágiskun: 350 þúsund krónur
Raunverulegt virði:
Skór 20 þúsund
Buxur: Tólf þúsund
Skyrta: 15 þúsund
Jakki: 30 þúsund
Sími 15 þúsund
Taska: 20 þúsund
iPad & lyklaborð: 120 þúsund
Samtals: 266 þúsund krónur.
Atli Rafn Sigurðsson leikari ásamt syni sínum
Atli Rafn er nýtinn og hefur átt skóna í sjö ár og frakkann í fimmtán!
Eigin ágiskun: 200 þúsund krónur
Raunverulegt virði:
Skór: 50 þúsund
Sokkar: Ein evra eða um 160 krónur
Ullarpeysa: Handprjónum af konunni, áætluð um 25 þúsund króna virði
Frakki: 40 þúsund króna virði, keyptur á útsölu fyrir fimmtán árum síðan.
Sími: 100 þúsund
Galli á drenginn: 20 þúsund
„Janus-dót“: Tíu þúsund
Heimaprjónaðir ullarsokkar: Fimm þúsund
Samtals: 262.160 krónur
Marta Nordal, leikstjóri
Þvi er stundum haldið fram að konur eyði hærri fjárhæðum en karlar í föt og skartgripi. Marta Nordal afsannaði þá kenningu ekki, en var þeim mun meira smart en strákarnir.
Eigin ágiskun: 500 þúsund krónur
Raunverulegt virði:
Stígvél: 50 þúsund
Buxur: 35 þúsund
Skyrta: Tíu þúsund
Jakki. 20 þúsund
Slá: 55 þúsund
Hringur: 35 þúsund
Sími: 100 þúsund
Úr: 150 þúsund
Samtals: 515 þúsund krónur
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri
Eigin ágiskun: 130 þúsund krónur
Raunverulegt virði:
Skór: 20 þúsund
Belti: 5 þúsund
Jakki: 25 þúsund
Sími: Blackberry sími, nýlega keyptur af eBay á 25 þúsund krónur.
Úr: Útskriftargjöf frá konunni, metið á 30 þúsund krónur.
Samtals: 135 þúsund krónur.
Það var þjóðleikhússtjórinn sjálfur sem var „ódýrastur“, eða um helmingi ódýrari en Atli Rafn og Ríkharður, og ekki nema um fjórðungur af því sem Marta kostar.
Hefur þú hugleitt hvað fötin þín, síminn, úrið og allir hinir fylgihlutirnir kosta?
*Örlítill munur getur reynst á milli endanlegrar niðurstöðu og samtölu virði hlutanna sem eru taldir upp, þar sem nokkrir hlutir komu ekki fram í þættinum.
Kjarninn og Stofnun um fjármálalæsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítarlega um heimilisfjármál samhliða þáttunum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vikur. Markmiðið: Að stuðla að betra fjármálalæsi hjá landsmönnum! Næsti þáttur er á dagskrá fimmtudaginn 19. febrúar. Fylgstu með á Facebook-síðu Ferðar til fjár.